Íslendingur - Ísafold


Íslendingur - Ísafold - 14.07.1971, Blaðsíða 10

Íslendingur - Ísafold - 14.07.1971, Blaðsíða 10
10 ÍSLENDINGUR-ÍSAFOLD - MIÐVIKUDAGUR 14. JULÍ 1971. Ályktanir um samgöngu- mál á Norðurlandi „Samgöngumálafundur FjórÖ ungssambands Norðlendinga, haldinn 9. júlí 1971, ieggur á- herzlu á nauðsyn stóraukinna fjárveitinga til flugvallamála á Norðurlandi. Telur fundurinn, að í vænt- anlegri samgönguáætlun Norð- urlands verði að gera ráð fyrir uppbyggingu þriggja aðalflug- valla, þ. e. nýs flugvahar við Sauðárkrók, Akureyrar- og Að- aldalsflugvalla, en auk þess verði fullgerðir smærri flugvell- ir, sem miðast við, að hrundið verði í framkvæmd áætlun um reglulegar flugsamgöngur innan fjórðungsins með henpilegri flug 9 Framhald af bls. 12. tak mismunandi merkinu, eftir því um hvern er talað. Þegar Islendingar vilja samstarf við vestrænar þjóðir í efnahags- málum, nefnist það „undir- lægjuháttur við erlent vald.“ Þegar semja n við kommúnista ríkin, er annað uppi á teningn um. Eins og kunnugt er, var fyrir skömmu kosinn kommún isti sem forseti í Chile, sem þó hefur minni hluta atkvæða þjóðarinnar á bak við sig. Til þess að tryggja hann í sessi hafa kommúnistaríkin lofað landinu 100 milljónum dollara að láni og auk þess sérstöku vélakaupaláni að upphæð 40 milljðnum dollara. Þau ætla að senda þangað her „sérfræð inga“ og byggja stóriðjuver fyr ir ámóta upphæðir, m. a. olíu- hreinsistöð. Þetta heifir ekki í orðabókum kommúnista „undirlægjuháttur við erlent vald“, heldur samstarf við vin veittar þjóðir, eða eitthvað því um líkt. O ÚTSVÖRIN A AICUREYRI Hér á Akureyri vantaöi milli 5 og 6 milljónir króna til þess að upphæð útsvara, sem lögð voru á gjaldendur með fullu álagi löglegs útsvarsskala, — nægði fyrir áætluðum útgjöld- um bæjarins og nauðsynleg- ustu framkvæmdum. Samtím- is því sem þetta gerist, þrástag ast blöð, cinkum þó Framsókn armálgögn, á því, að leyfður sé of lágur persðnufrádráttur til skatts. og útsvars. Þegar um ræður urðu um þetta mál á síðasta þingi, var fjármálaráð- herra Iegið mjög á hálsi fyrir að hækka ekki svonefnda skattvísitölu meira en gert var, en við hana miðast upphæð persónufrádráttar. Samt sem áður var skattvísitalan hækk- uð um 20% á sama tíma sem meðalframfærsluvísitala hækk aði einungis um 13.12%. — Ætli hefði ekki verið farið að þrengjast fyrir dyrum ýinissa sveitarfélaga, ef farið hefði verið að ráðum stjórnarand- stæðinga, þótt þau ráð létu ef til vill vel í eyrum almenn- ings fyrir kosningar. Sannlcik- urinn er sá, að forráðamenn sveitarfélaga lögðust eindregið gegn slíkum hráskinnalcik. — Annað mál er svo það, að ýms um aðilum hefur þótt henta að skamma eingöngu fjármála ráðherra út af þessu máli, sem auðvitað er ómaklegt með öllu, þar sem afkoma ríkissjóðs var ekki í hættu út af því, heldur afkoma bæjar- og sveitaifé- laganna. Eiginmaðurinn minn og faðir okkar, JÓNAS ODDSSON, læknir, andaðist að heimili sínu, Álfabyggð 16, Akureyri, 11. júlí sl. Eiginkona og börn. vél eða flugvélum. Verði allir flugvellirnir búnir ljðsum og öðrum öryggisbúnaði, svo og að séð verði fyrir snjóniokstri á völlunum og á vegum, sem að þeim liggja. Einnig verði farþeg um og áhöfnum flugvéla séð fyr ir góðri aðstöðu á flugvöliun- um. Fundurinn lelur, að vinná verði að því að skapa reksfrurs- grundvöll fyrir flugsamgöngur innan fjórðungsins og byggja beri þær upp með þeim tækjum sem fyrir eru, en um leið veröi gerðar ráðstafanir tl! kaupa á hagkvæmustu tækjum, svo sem flugvél af gerðinni „Tv/in Olt- er“. Bendir fundurinn á, að með stuðningi við kaup á slíkri vél, getur ríkissjóður stórbætt inn- anfjórðungssamgöngur og unr leið haldið framlögum til full- nægjandi flugvalíaframkvæmda innan hæfilegra marka.“ „Samgöngumálafundur Fjórð ungssambands Novðlendinga, haldinn á Akureyri 9. júií 1971, telur, að í vegamálum í fjórð- ungnum verði höfuðáherzla lögð á, að milli byggðavegir frá Hrútafirði til Þórshafnar og Vopnafjarðar með tengingum við öll kauptún og kaupstaði á Norðurlandi verði gerðir þann- ig úr garði, að þeir verði vel færir svo til allt árið. Verði sér- staks fjármagns atlað til þess- ara framkvæmda, sbr. Vest- fjarða- og Austurlandsáætlanir. Á sama tíma verði framkvæmd- um haldið áfram innan byggða skv. vegaáætlun. Fundurinn telur, að endur- skoða verði reglur um snjó- mokstur og þá verði eins mikið tillit tekið til hins félagslega kostnaðar við það að vegur lok ast og samgöngur falla niður af þeim sökum og hiris beina kostn aðar við snjómoksturinn. Fundurinn telur, að endur- skoða þurfi lög og reglugerð um þjóðvegi í þéttbýh.“ „Fundurinn telur, að nauð- synlegt sé, að stuðlað verði að því, að beinn innflutningur til helztu hafna á Norðurlandi geti aukizt frá því sem nú er. Finnig verði strandferðir að og frá Reykjavík reglulegri en hingað til og komið verði á strandferð- um smærra skips eða skipa út frá Akureyri. Þá telur fundur- inn, að afla verði fjár til end- urbóta á aðstöðu til vörumót- töku og vöruafgre'ðslu á helztu höfnum fjórðungsins. Einnig verði hafnargjöld endurskoðuð og samræmd bannig að þau verði ekki hindrun eðlilegrar þróunar flutninga á sjó. Gerð verði áætlun um al- mennar endurbætur á vöru- og fiskihöfnum í fjórðungnum, sem verði liður í srmgönguáætiun fyrir Norðurland. Þá felur fundurinn frkvstj. FSN að efna til sérstaks fundar um málefni norðlenzkra hafna.“ MÐDMSm ’SÍMI S * SPIJRNIIMG VIKUIMNAR HVERNIG LÍZT ÞÉR Á STJÓRNARMYNDUN VINSTRI FLOKICANNA? Bjarni BJARNI EINARSSON BÆJARSTJÓRI: Þessi ríkisstjórn, sem nú hefur tekiS við viildum, mun vafalaust taka á málunum á ann- an hátt en fráfarandi stjórn gerði. Sjálfsagt verða skiptar skoðanir um gerðir hennar, en við skulum vona, landsins vegna, að vel takizt til. Þriggja flokka stjórn hefur aldrei setið lengi að völdum hérlendis og vil ég því eltki spá neinu um, hve lengi stjórnin mun fara með völd. Skoðanamunur er á milli flokkanna í ýmsum ntálum, og hygg ég að utanrikismálin geti orðið einna erfiðust viðureignar. GUÐMUNDUR HALLGRÍMSSON LYFJAFRÆÐNGUR: Ég vona, að þetta verði hundadagastjórn og sitji ekki lengur en Jörundur gerði forðum daga. Guðmundur KRISTjAN FRÁ ÐJÚPALÆK: Mér lízt sæmilega á stjórnarmyndunina og set alft mitt traust á guðdómlega handleiðslu fyrir stjórnarinnar hönd. Engu vil ég spá um, hvað hún verður lengi við völd. Örlögin veit enginn fyrirfram. Kristján VALUR ARNÞÓRSSON KAUPFÉLAGSSTJÓRI: Ég fagna því að búið er að mynda meiri- hlutastjórn og ég álít, að stjórnarmyndunin sé í samræmi við úrslit kosninganna. Að öðru Ieyti get ég lílið sagt um stjórnina fyrr en mál- efnasamningurinn hefur verið birtur og að sjálfsögðu verður stjórnin dæmd af sínum verkum. Hvort stjórnin situr út kjörtímabilið, fer eftir því, hvernig til tekst, t. d. í landhelg- ismálinu og samningum við launþegasamtökin. Valur Þorvaldur ÞORVALDUR JÓNSSON FULLTRÚI: Mér lízt á hana eins og efni stóðu til. Ég hef ekki trú á að þessi stjórn sitji Iengi að völdum og byggi ég það á fyrri reynslu vinstri stjórnar. Flestir sem ég hef hitt að máli, eru vantrúaðir á að stjórnin sitji út kjörtímabilið. Ef herverndarsamningnum verður sagt upp, má búast við að úrsögn úr NATO fylgi á eftir. Gerizt fastir áskrifendur Islendingur-ísafold er slærsla og fjölbreyttasla blað, sem gefið er út utan Reykjavíkur. Þeir, sem óska að fá blaðið sent áfram, eru vinsamleg- ast beðnir að hafa samband við afgreiðslu blaðsins. — SÍMI 21500. Ískmlmifur -ísuMd ICaupvangsstræti 4.

x

Íslendingur - Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.