Íslendingur - 18.05.2002, Side 8
lþrótta- og menningartengd
ferðaþjónusta mikilvæg
Steingrímur Birgisson skipar 5. sæti D-lista Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjómarkosningunum.
Markmiðið er að flokkurinn haldi fimm fulltrúum í bæjarstjórn. „Ég lit svo á að ég sé í bar-
áttusætinu,” segir Steingrímur meðai annars í viðtali við Islending og ieggur áhersiu á að
Sjálfstæðisfólk þurfi aö vinna vel til að halda sínum hlut í kosningunum 25. maí.
Steingrimur hefur unnið hjá Höldi frá því að hann kom aftur til Akureyrar að
loknu háskólanámi. Hann tók þar við starfi framkvæmdastjóra í febrúar i fyrra.
Steingrímur er 37 ára, fæddur Reykvíkingur en
ættaður frá Akureyri og lsafirði. Hann kveöst
hafa orðiö Akureyringur þegar hann kom hing-
að til náms í Menntaskólanum 15 ára gamall.
Hér hefur hann búið alla tiö siðan ef frá eru
taldir veturnir þegar hann nam viöskiptafræöi
við Háskóla íslands og eitt ár að námi loknu.
Eftir að hann kom aftur til Akureyrar hefur
hann starfaö hjá Höldi.
Steingnmur er giftur Svanhildi Vilhelms-
dóttur lækni og eiga þau tvær dætur, Eddu 10
ára og Þórhildi 8 ára. Svanhildur stundar nú í
framhaldsnám í Noregi.
Steingrimur kveður ástæðu þess að hann vill
starfa að bæjarmálunum mjög einfalda. „Mér
stendur ekki á sama um hlutina, ég vil leggja
mitt af mörkum til þess aö gera Akureyri að
eins góðum og spennandi bæ til aö búa í og
heimsækja sem kostur er. Ég vil aö hér sé sem
fjölbreyttast úrval atvinnutækifæra, góðir skól-
ar og gott úrval afþreyingar og útivistarmögu-
leika og til að reyna aö hafa áhrif á þetta er
þátttaka i bæjarpólitikinni góð leið.”
Vinnusamur og jákvæöur
Steingrímur er vinnusamur og segir það vera i
senn bæði kost sinn og galla, hann eigi erfitt
með að segja nei þegar hann er beðinn um að
taka að sér einhver verkefni og það þýði oft og
tíðum ansi mikla vinnu. „Ég reyni aö horfa meö
jákvæðum augum til lífsins, hafa gaman af þvi
sem ég er að gera og dreifa þvi út frá mér,”
segir hann.
Steingrímur hóf stjórnmálaþátttöku sína
fyrir bæjarstjórnarkosningamar 1998 og var þá
kjörinn varabæjarfulltrúi. Hann tók síðan sæti
sem aöalmaður i bæjarstjórn siðastliðið haust
og stefnir á áframhaldandi setu þar. „Ég lít svo
á að ég sé í baráttusætinu,” segir hann spurö-
ur um væntingar til kosningabaráttunnar og
úrslitanna 25. mai. Hann bendir hins vegar á aö
til þess aö halda því þurfi menn að vinna vel og
telur aö tölur sem sýni að flokkurinn sé nálægt
hreinum meirihluta ekki raunhæfar.
Uppbygging afþreyingar
Steingrímur er mikið fyrir útivist og íþróttir og
má segja að baráttumál hans i bæjarstjórninni
beri keim af þvi. „Þetta snýr að því aö gera Ak-
ureyri að lífvænlegum bæ,” segir hann þegar
komiö er inn á helstu baráttumálin. „Sá þáttur
sem ég hef kannski mestan áhuga á er upp-
bygging afþreyingarmöguleika í bænum. Það
snýr þá mest aö möguleikum til afþreyingar,
útivistar og iþrótta fyrir þá sem hér búa.”
Steingrimur bendir jafnframt á aö allt þetta
tengist mjög atvinnulifinu og þá einkum ferða-
þjónustunni, sem er gifurlega mikilvæg fyrir
Akureyri að hans mati. Hann rifjar upp könnun
sem sýndi að Akureyri er sá staður sem flestir
lslendingar vilja verja einhverjum hluta af sum-
arleyfi sínu á eða koma til. „Þetta skiptir okkur
miklu máli og ég vil tengja þetta mjög mikið
saman, það er að segja uppbyggingu á útivist-
ar- og afþreyingarmöguleikum fýrir bæjarbúa
og ferðamenn. Þaö á að vera af hinu góöa fyr-
ir okkur sem hér búum, eykur líkurnar á að aðr-
ir sjái sér hag í þvi að flytja hingaö og styður
um leiö mjög við ferðaþjónustuna i bænum
sem er orðin gífurlega mikilvæg í atvinnumál-
um okkar.”
Iþrótta- og menningartengd
ferðaþjónusta
Steingrímur tekur dæmi um það hve mikilvægt
er að tengja saman uppbyggingu útivistar- og
afþreyingarmöguleika og ferðaþjónustuna f
bænum. Hann bendir á að við eigum ekki að
skilgreina Hlfðargall og Akureyrarsundlaug sem
fþróttamannvirki eingöngu, eða Listagilið, leik-
húsið og söfnin eingöngu sem menningar-
tengda staði. „Þetta eru ekki síður ferða-
mannastaðir og við getum nefnt þetta íþrótta-
tengda ferðaþjónustu og menningartengda
ferðaþjónustu. Að þessu þurfum við að hfúa
mjög vel, halda áfram þeirri uppbyggingu sem
þar hefur verið staðið að undanfarin ár okkur
Akureyringum sem og öðrum landsmönnum til
góða. Dæmi um svona samvinnu er verkefni
sem nú er á teikniborðinu og ber vinnuheitið
Afþreyingarmiðstöð Islands. Þar er hugmyndin
að tengja saman Akureyrarbæ og hagsmunaað-
ila f ferðaþjónustu og menningargeiranum til
hagsbóta fyrir alla aöila.”
Steingrimur vill meðal ann-
ars að við reynum að bæta við-
horf okkar og viðmót til ferða-
manna og visar þar meðal ann-
ars til þess sem tiðum er sagt
um Akureyringa, aö þeir séu
lokaðir og erfitt að ná sam-
bandi við þá og kynnast þeim.
„Þetta er ímynd sem er
kannski alls ekki sönn og þeim
mun mikilvægara er að við
náum henni af okkur. Til þess
þurfum við að verða enn opn-
ari fyrir nýju fólki og viö þurf-
um að bæta þjónustulund okk-
ar þannig aö við fáum á okkur þaö orö að
hingað séu allir velkomnir og láta fólk finna aö
svo sé. Að þessu hafa menn unnið undanfarin
ár og mér finnst það hafa gengið ágætlega en
við þurfum að gera enn betur.”
Margar stóriöjur í bænum
Aðspurður segir Steingrimur helstu framtíöar-
möguleika Akureyrar liggja í þvi aö halda áfram
þeirri miklu og góðu uppbyggingu á grunn-
þjónustu og afþreyingu sem unnin hefur verið
síðustu árin. „Akureyri er þekkt sem skólabær
og við það eigum við að styðja meö áframhald-
andi uppbyggingu Háskólans á Akureyri ásamt
meö öörum menntastofnunum. Tengt þessu
eigum við svo að reyna að fá aukiö fjármagn
og verkefni til annars stóriðjufyrirtækis sem er
FSA. Ég vil benda sérstaklega á að mennta-
stofnanirnar í bænum og FSA eru í raun ekkert
annað en stóriðjufyrirtæki, á sina visu.”
Steingrímur telur að auki nauðsynlegt að
unnið verði að því meö markvissum hætti að
kanna möguleika á að fá fleiri stóriðjufyrirtæki
til svæðisins. „Ég vil ekki loka á neitt þar,
hvorki orkufrekan iðnaö né annað. Viö þurfum
að fá nýjan 3-500 manna vinnustað á svæðið.
Þá skulum við ekki gleyma þvi að Akureyri, sem
eitt sinn var mikill iönaöarbær, er nú orðinn
einn stærsti útgerðarbær landsins með tvö af
öflugustu útgerðarfyrirtækjum lslands innan
bæjarmarkanna. Fyrir þetta skulum við þakka
og mér leiðist afskaplega að heyra þegar talaö
er öfundartóni til Samherjamanna til dæmis, en
þeir eru að gera stórkostlega hluti og sem bet-
ur fer að hagnast á því. Þeirra hagnaöur er lika
hagnaður okkar hinna og þaö verðum við að
meta,” segir Steingrimur Birgisson bæjarfulltrúi
og frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins.
Kristján Þór Júlíusson hefur skilað frábæru starfi sem bæjarstjóri á Akureyri
undanfarin fjögur ár. Vísasta leiðin tit að tryggja að hann gegni því starfi
áfram er að kjósa D-listann. Það ætlum við að gera og skorum á ykkur að gera
stíkt hið sama.
Anna Þóra Baldursdóttir, lektor
Ásta Árnadóttir, fimleikaþjálfari
Birna Sigurbjörnsdóttir, hjúkrunarfræðingur
Borghildur Blöndal, kennslustjóri
Dagmar L. Björgvinsdóttir, skrifstofumaður
Eivor Jónsdóttir, húsfrú
Elva Björk Ragnarsdóttir, menntaskólanemi
Emilía Jóhannsdóttir, sölumaður fasteigna
Ester Björnsdóttir, menntaskólanemi
Guðrún Á. Lárusdóttir, skrifstofumaður
Halldóra Steindórsdóttir, starfsmaður á FSA
Helga Ingólfsdóttir, talsímavörður
Helga Rún Traustadóttir, kennari
Helga Þórðardóttir, sjúkraliði
Hulda Hafsteinsdóttir, hárgreiðslumeistari
íris Ósk Blöndal, háskólanemi
Jakobína Stefánsdóttir, útgerðarmaður
Kolbrún Stefánsdóttir, bankastarfsmaður
Margrét Hólm Magnúsdóttir, verslunareigandi
Nanna Guðrún Yngvadóttir, snyrtifræðingur
Ragnheiður Sveinsdóttir, sjúkraþjálfari
Ruth Hansen, listamaður
Sigrún Birna Óladóttir, ferðamálafræðingur
Sigrún Skarphéðinsdóttir, skrifstofustjóri
Vilborg Sveinbjörnsdóttir, hjúkrunarfræðinemi
Þorbjörg Jóhannsdóttir, rekstrarfræðingur