Íslendingur


Íslendingur - 01.05.2008, Blaðsíða 5

Íslendingur - 01.05.2008, Blaðsíða 5
ÍSLENDINGUR • AKUREYRI 5 Árangur af starfsemi Starfsendurhæfingar Norðurlands ævintýri líkastur: 74% virkir þátttakendur á ný A/ls koma 54 skemmtiferðaskip tilAkureyrar ísuviar með um 45þitsund farþega og 20 þiis- und manns í áhöfn. Fyrsta skipið kemur 5.júní næstkomandi. t JUMcirl Arangur af starfsemi Starfsendur- hæfing Norðurlands er ævintýri Iík- astur, 74% þeirra sem þangað hafa sótt eru á ný virkir þátttakendur í samfélaginu, ýmist í skóla eða stunda atvinnu. Soffía Gísladóttir er formaður stjómar Starfsendur- hæfingar Norðurlands. Markmiðið er að koma lífi fólks á réttan kjöl á ný. Fyrirkomulagið er með þeim hætti að fyrsta hálfa árið er nýtt til undir- búnings og þá er áhersla lögð á að hrista hópinn saman, efla sjálfstraust og fá fólk til að upplifa að það tilheyri hópi og finni til samábyrgðar. Þá tek- ur við nám næstu tvær annir og eru tengsl við framhaldsskóla á hverju svæði, á Akureyri eru þau við VMA. Auk náms er ýmislegt annað í boði líka, hópefli, sjúkraþjálfun, farið er yfir fjármál þátttakenda, hvernig breyta má um lífsstíl, sálfræðiviðtöl og ráð- gjöf hjá iðjuþjálfa svo eitthvað sé nefnt. „Hugmyndafræðin er sú að hver og einn einstaklingur endurhæfi sig sjálfur, menn ráða sjálfír ferðinni og hraðanum,“ segir Soffía. Hún segir að það sem fyrir er á hverjum stað sé nýtt, yfirbygging er lítil, engin hús byggð undir starfsem- ina og mannahald í lágmarki. Fagfólk á hverjum stað er fengið til liðs og það má víða finna. Soffía segir að starf- semin byggist á góðri skipulagningu, verkefnastjórnun og utanumhaldi. Nú er unnið að því að útfæra hug- myndina að Starfsendurhæfmg Norð- urlands víða um land og einnig í Evrópu. „Fólk er hissa þegar þeir heyra hver árangurinn af starfseminni er, 74% af þátttakendum eru á ný komn- ir út á vinnumarkaðinn eða í skóla. Þetta er einstakur árangur og fólk hef- ur yfirleitt ekki heyrt svona tölur áður. Eg held að ástæða þessa góða árang- urs sé fyrst og fremst sú hversu vel er haldið utan um hópinn. Eftir að form- legri starfsendurhæfmgu er lokið er fólkinu fylgt eftir ineð viðtöluin og Arangur af staifsemi Statfsendurhæfingar Norðurlands er einstaklega góður, um 74% þáttakenda skila sér á ný út í atvinnulífið eða stunda nám. Soffía Gisladóttir er for- maður stjómat; en verið er að taka þetta jvodel upp víða um land sem og í Evrópu. stuðningi, við sleppum ekki hendinni af okkar fólki fyrr en eftir þrjú ár,“ segir Soffi'a. Hún segir hvern og einn einstakl- ing sem skili sér á ný til þátttaöku í samfélaginu gríðargóða fjárfestingu. Það spari ríki og lífeyrissjóðum fé með minni bótagreiðsluin og virkir þátttakendur greiði skatta. Nú er eitt orð notað yfir allan hópinn, öryrki. Svo verður ekki í framtíðinni, segir Soffía. Þá verði horft til þess hver vinnugeta hvers og eins er og fólk stutt út á vinnumarkaðinn eftir því sem það treystir sér til og hæfileikar þess bjóða.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.