Íslendingur


Íslendingur - 01.05.2008, Blaðsíða 8

Íslendingur - 01.05.2008, Blaðsíða 8
8 ÍSLENDINGUR • AKUREYRI Finnum mikinn velvilja í garð fyrirtækisins Tíminn Um þessar mundir er eitt ár liðið frá því Fjárfestingabankinn Saga Capi- tal fékk statfsleyfi, Það var í maí í fyrra, en bankinn tók til starfa um mitt síðastliðið sumar. „ Við lentum í einu versta gjömingaveðri sem geys- að hefar á fjármálamörkuðum frá árinu 1906, “ segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjémsson jramkvæmdastjóri Saga Capital sem telur aðjafnvel Kreppan mikla hafi ekki haft eins mikli áhrif og sú kreppa sem fjármálastofnanir hafi mtett nú á liðnum mánuðum. „Við hófum starfsemi um mánuði eítir að þetta ástand byrjaði,“ segir hann. Astandið einkenndist af skert- um aðgangi að lánsfé og sífellt versn- andi kjörum á fjármálamarkaði. „Það setti auðvitað sitt mark á upphaf starf- seminnar, en sem betur fer höfum við komið heil út úr þessu. Eg trúi því að ástandið muni lagast á næstunni, að mestu erfiðleikarnir verði að baki eftir um það bil 6 mánuði,“ segir hann og kveðst sjá ýmis teikn á lofti þess efnis. „Eg sé hilla undir bjartari tíma, það er mikill dugur í íslensku íjármálalífi og nái ríkisstjórnin tökum á hagstjórn- inni þá tel ég að gott lag sé að skapast á ný.“ Saga Capital er nú í fjórða sæti í hlutdeild í Kauphöll Islands hvað um- fang viðskipta varðar, þrátt fyrir erfið skilyrði á mörkuðum undanfarið, nýtist betur fyrir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson segir gott að reka fyrirtæki á Akurcyri, það fari vel saman að sinna krefjandi starfi en sinna jafitframt fjölskyldunni, tíminn nýtist betur norðan beiða en stinnan. norðan þannig að ýmislegt hefur áunnist fyrsta starfsárið. Umsvifin hafa aukist umtalsvert og bankinn sækir sér verk- efni víða um heim, þar er ekkert landssvæði undanskilið. Nú nýverið var svo lögð inn umsókn um viðskipta- bankaleyfi til fjármálaeftirlits og er beðið eftir svari. Þorvaldur Lúðvík segir Akureyri góðan stað til að starfa á, reka fyrir- tæki og ala upp börn. „Hér er gott að vera með fjölskyldu en geta jafnframt sinnt krefjandi starfi. Það fer mikill tími og kraftur í að aka milli staða í Reykjavík, það er þvælingur milli Bónuss og barnaheimila, tíminn nýtist betur norðan heiða,“ segir hann. Hér þarf ekki að eyða eins miklum tíma í bíl á ferð milli staða. Mannlífið er fjöl- breytt og menningin líka, hér er allt til alls. Það sem honurn þykir líka mikilvægt er hversu mikinn og sterk- an vilvilja hann frnnur í samfélaginu í garð fyrirtækisins, „og það kunnum við vel að meta.“ Bankinn byrjaði sína starfsemi í mótbyr. Það segir Þorvaldur Lúðvík eftir á að hygga gott. „Það reyndi vel á knörrinn strax í upphafi og nú er orð- ið ljóst að hann er vel byggður, starfs- fólkið kann vel til verka, það fékk sína eldskírn strax. Greinilega erum við með rétta fólkið innanborðs og róum á fengsæl mið.“ Kröfur um ódýr matvæli mega ekki koma niður á gæðum Feðgamir í Kjamafieði, Gunnlaugur Eiðsson og Eiður Gunnlaugsson. Þeir segja fyrirtækið ávallt hafa lagt mikla áherslu á gæði, að vanda til vcrka og að veita góða og skjóta þjónustu. Fyrir tæpum aldatjjórðungi stofnuðu bræðumir Eiður og Hreinn Gunn- laugssynir ásamt jjólskyldum fyrir- tækið Kjamafieði og hófu framleiðslu á pítsum og hrásalati. Síðan hefitr tnikið vatn til sjávar runnið. Fyrir- tækið hefur vaxið ört og er trít eitt þeirra stærstu hér á landi í matvæla- framleiðslu. Kjamafieði á einnig hluti í öðrutn fyrirtækutn á sama sviði; Norðanfiski, Nonna litla, sem er salat- og sósugerð, hluta af Slátur- fiélagi Vopnfirðinga, tæplega heltning í nýju fiélagi utn rekstur sláturhúss og kjötvinnslu SAH-Afurða á Blönduósi, svo eitthver dæmi séu tekin. „Við höfum ávallt lagt mikla áherslu á gæði, að vanda til verka og að veita skjóta og góða þjónustu," segir Eiður Gunnlaugsson. Gott og hæft starfsfólk og góður tækjakostur eru lykliatriði í vel reknu fyrirtæki á þessu sviði og Kjarnafæði getur að hans sögn státað sig af hvoru tveggja, margt starfsfólk hefur haldið tryggð við fyrirtækið og starfað þar allt frá því fyrstu skrefm voru tekin. Nú starfa um 130 manns hjá félaginu fyrir norðan en starfs- mannafjöldinn er um 220 manns að meðtöldum tengdum félögum. Gunnlaugur sonur Eiðs og aðstoð- arframkvæmdastjóri fyrirtækisins seg- ir samkeppni mikla í matvælageir- anum. Rekstur flestra fyrirtækjanna sé þó mun ábyrgari en áður var, snúist ekki bara um að losa út vörur eins og iðulega var fyrir nokkrum árum. „Það er meiri metnaður núna, menn eru að leggja sig fram og rekstrarumhverfið finnst mér ekki verra nú en var,“ segir hann. Eiður bætir við að Kjarnafæðis- inenn séu afar metnaðarfullir, þeir vilji sjá fyrirtækið vaxa og dafna, „við vilj- um gera betur í dag en í gær, það er okkar motto. Við erum stoltir af okkar fyrirtæki og framleiðsluvörum þess og leggjum mikla áherslu á að bjóða góð- ar vörur,“ segir hann. Þeir feðgar segja að kröfur um ódýr matvæli verði æ háværari, en í sumum tilfellum komi það niður á gæðum „og það er ekki gott,“ segir Eiður. Þeir segjast líta á það sem skyldu sína að framleiða ódýr, góð og holl matvæli og hafa því nokkrar áhyggjur af þeirri þróun sem virðist stefna í, að kröfur um ódýran mat komi niður á gæðurn. „Okkur er ekki sama um hvað fólk lætur ofan í sig,“ segja þeir. Báðir eru sammála um að gott sé að reka fyrirtæki á Akureyri, umhverf- ið sé gott, starfsfólkið stöðugt, en vissulega sé flutningskostnaður svim- andi hár. „Það er gott að búa hér í bænum og hér viljum við vera.“

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.