Faxi

Árgangur

Faxi - 01.04.1942, Blaðsíða 4

Faxi - 01.04.1942, Blaðsíða 4
4 F A X 1 Valtýr Guðjónsson: Undip leikslok Pegar núverandi styrjöld hófst, fór geigvænlegur hrollur um hugi margra manna. Und- anfarin ár höfðu blöðin og bæk- urnar eytt miklu rúmi til að lýsa þeim skelfingum, sem ný heimsstyrjöld myndi hafa í för með sér fyrir alla menn. Menn sáu í anda alla þá eymd og auðn, sem hinar stríðandi þjóð- ir hlutu að verða að sætta sig ivið, ef hinn grimmi hildarleik- ur skyldi hefjast. Þrátt fyrir það, þótt allar þessar spár væru grimmúðugri en svo, að menningu nútímans mætti trúa til að þetta gæti komið fram, þá hefur þó veru- leikinn sjálfur tekið af allan efa um það að styrjöldin er nú orðin víðtækari, og hefur enn meiri lömunaráhrif á svo að segja allar þjóðir heims en jafn- vel nokkur spá hafði sagt fyr- ir um. Islendingar spáðu því ekki, að þeirra land yrði bæki- stöð fyrir hernað stórþjóðanna. ★ öllum kemur saman um, að Xsland hafi sloppið vel enn sem komið er samanborið við aðrar þjóðir. Hér hafa þó orðið atburð- ir af völdum hernaðar, sem ekki verður annað sagt um en að sorglegir séu. Á hinu leytinu hafa Islendingar borið eigi all skarðan hlut frá borði að því er snertir fjárhagslega afkomu einstaklinga og þjóðarinnar í heild. Nú hafa allir nóga at- vinnu, nóg að bíta og brenna. Tekjur ríkisins hafa aldrei ver- ið aðrar eins og nú. Að vísu eru þeir menn til, sem telja að pen- ingarnir sem nú er svo mikið af. séu einskisvirði, séu aðeins hill- ing. Aðrir telja það fjarstæðu og benda um leið á þá hættu, sem óhjákvæmilega hlýtur að leiða af því fyrir þjóðfélagið ef ein- staklingarnir treysta ekki gjald- miðlinum, virða hann einskis. Menn eru yfirleitt sammála um það, að eftir því sem nu er málum komið, sé það höfuð- nauðsyn fyrir fslendinga aö búa sem bezt og tryggilegast að sínu, að efla sig fjárhagslega, að koma hlut sínum sem bezt og skynsamlegast Jyrir, hvað sem koma kann, og hversu langt sém enn kann að líða áð- ur en hillir undir leikslok. Ná- grannarnir, hið erlenda setulið, sýnist líka hingað til ekki hafa sett okkur stólinn fyrir dyrnar í því efni, enda hefði það vit- anlega engan hag af því. ★ I Keflavík eru nú tvö stór atvinnutæki í eigu hreppsins, hafskipabryggjan, sem hreppur- inn hefur fyrir mjög skömmu fest kaup á, og rafstöðin. Pað er sameiginlegt um bæði þessi fyrirtæki, að þau gera eins og stendur ekki fullt gagn, svara ekki þeim kröfum, sem almenn- ingur gerir til þeirra. Fyrir stuttu síðan stór- skemmdist hafskipabryggjan, eins og menn vita, og er nú engu skipi að nenni fært. Fyrir utan tekjuskerðingu fyrirtækis- ins sjálfs, bíða nú fiskframleið- endur mikið tjón við, að geta ekki komiði afla sínum um borð í skip hér á staðnum. Viðgerð á bryggjunni er haf- in. E. t. v. líður ekki á löngu áður en; hún kemst í svipað lag og áður. En þá spyrja menn: Hvaða trygging er fyrir því, að óhöpp hliðstæð því er þarna urðu um daginn geti ekki end- urtekið sig seinna meir, jafnvel þegar verst gegnir, á miðri ver- tíð eins og nú? Fyrir því er engin trygging, segja menn. Meðan hafskipa- bryggjan er þannig óvarin fyr- ir opnu hafi getur hún varla orðið alveg örugg skipum til að leggjast við, nema í góðviðri. Hið erlenda setulið á hags- muna að gæta í sambandi vio léndingarskilyrði hér á Suður- nesjum. Hefur heyrst að það hyggi á að koma upp milljóna- höfn einhversstaðar hér syðra Valtýr Guðjónsson. til þess að fullnægja afgreiðslu- þörf sinni. Keflavíkurhreppur sýnist geta átt þarna nokkurra hagsmuna að gæta. Segjum, að enn hafi ekki verið tekin endanleg á- kvörðun um hvar milljónum þeim sem byggja á höfn fyrir skuli sáldrað niður. Liggur þá alveg beint við fyrir breppinn að beita sér fyrir því nú þegar, að þessum fjárstraumi verði beint að hinum nýkeyptu hafn- armannvirkjum, og hér byggð fullkomin hafskipahöfn, með því 1. að endurbæta mjög haf- skipabryggjuna og 2. að byggja hafnargarð úti fyrir henni á hinu mikla dýpi, sem hingað til hefir verið talið ókleift að byggja í vegna kostnaðar. Slíkur garður verður aldrei byggður af þeim, sem telur í þúsundum, heldur af þeim sem telur í milljónum, alveg á sama hátt og ný höfn á lítt undirbún- um stað verður ekki byggö nema fyrir of fjár. Notkun rafmagns í Keflavík hefur farið stórvaxandi undan- farin tvö ár, og þó einkum nu hið síðara. Er svo komið að margir kvarta nú um dauf Ijós, enda þótt ljósareikningurinn hækki jafnt og þétt vegna þess að notaðar eru stærri perur. Er því sýnilegt að ekki er um ann- að ræða, en að gera stórfelldar

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.