Faxi

Árgangur

Faxi - 01.04.1942, Blaðsíða 8

Faxi - 01.04.1942, Blaðsíða 8
F A X C Liam O’Flaherty: Fypsta LIAM O’FLAHERTY er fæddur 1897 á Arraneyjum. Hann stundaði g-udfræðináin, en eftir þátttöku sína í lieiins- styrjöldinni (1914—18), iagdl hann það á liylluna. Eí'tir 1918 fla'ktlsfc liann laud úr landi og rann fyrlr sér á inarsskoiiai' hátt. Ilanii fór liclm tll Irlands og tók drjúgan þátt í starí- senii koinniúnistu. Saga iians »T1íc lnforiuei« fckk vcrðlaun. Mestri leikni er .'iaiin talinn uá i náttúrusöguin eins og þessari. Ungi máfurinn var einn á klettasyllunni sinni. Tveir bræð- ur hans og systir höfðu flogið brott daginn áður. Hann hafði elcki þorað að fljúga með þeim. Einhvernveginn, þegar hann hljóp fram á brúnina og ætlaði að slá út vængjunum, varð hann hræddur. Hin mikla víðátta sjávarins, breiddi úr sér fyrir neðan og var svo iangt fyrir neðan — mílum neðar. Hann var viss um, að vængir sínir gætu ekki borið hann. Svo beygði hann höfuðiðog hjólp til baka í iitlu holuna undir kletl- inum, þar sem hann svaf á nótt- unni. Jafnvel, þegar bræður hans og litla systir, með vængi. sem voru mikið styttri en hans, komu að brúninni, veifuðu vængjunum og flugu burt, tekk hann ekki herl upp hugann tii þess að taka þetla stökk, séru honum virtisl svo hræðilegt. Faðir hans og móðir. höfðu flog- ið kringum hann og kallað hvellt til hans, ógnað honum með hungursdauða á stallinunt. ef hann flygi ekki burt. En f.vr- ir sitt líf, gat hann ekki farið. Þetta skeði í gær. Síðan hafði enginn komið nálægt honum. Allan daginn áður hafði hann haft auga með foreldrum sín- um. sem flugu um með bræður hans og systur til þess að fuli- komna þau í fluglistinni, kennn þeim hvernig ætti að snerta sjó- inn lauslega með vængbrodd- unum og hvernig ætti að stinga sér eftir fiski. Hann hafði raun- ftugid verulega séð eldri bróður sinr. veiða fyrstu síldina og gleypa hana á kletti, meðan foreldrar hans flugu í kring með stoltu klaki. Og allan morguninn hafði fjölskyldan vappað um á stóra stallinum í miðju klifinu andspænis og ögrað honum með hugleysi hans. Sólin var nú risiu og skein hlýjum geislum á klettasylluna hans, sem snéri móti suðri. Hann fann hlýjuna betur þvi hann hafði ekki smakkað mat síðan kvöldið áður. Þá hafði iiann fundið þurran síldarsporð á fjarsta enda stallsins. Nú var ekki einn biti eftir. Hann haföi rannsakað hvern þumlung, rót- að í ósléttu moldarstorknu hreiðrinu, þar sem honum og bræðrum hans og systur hafði verið ungað út. Hann nagaði jafnvel þurran flekkóttan eggjaskurninn. Það var líkt og hann æti hluta af sjálfum sér. Þá hafði hanrt brokkað fram og aftur stallsendanna á miili, hinn grái litur hans var sá sami og hamarsins, langir, gráir fæt- ur hans vöppuðu áfergjulega er þeir reyndu að finna leið til for- eldra sinna án þess að þurfa að fljúga. En brúnir syllunnar end- uðu allar á sama þverhnípinu, með sjóinn fyrir neðan. ()g milli hans og foreldra hans var djúpt. vítt fóm. Vissulega gat hann náð til þeirra án þess að fljuga, aðeins ef hann gæti komizt norður ettir bjargshlíðinni. En á hverju gat hann gengið? Þar var engin sylla, og hann var ekki fluga. og uppi yfir honum var ekkert að sjá, Þverhnípið var afdráttarlaust og kletta- brúnin var ef til vill lengra fyr- ir ofan hann heldur en sjórinn f.vrir neðan. Hann vappaði hægt út á syllubrúnina, þar stóð hann á öðrum fæti,meðhinn fótinn fal- inn í fiðrinu, lokaði öðm aug- anu, þá hinu og þóttist vera sofnaður. Enn þá gáfu þau non- um engan gáum. Hann sá t»o bræður sína og systur liggja blundandi á stallinum, með höf- uðið falið í bringufiðrinu. Fað- ir hans var að laga fjaðrirnar á hvítu baki sér. Aðeins móðir hans leit til hans. Hún stóð upp á dálitlum steini á stallinum. Hvíta brjóstið skein við honuin. Við og við reif hun í fisk, sem lá við fætur hennar og brýndi báðar hliðar goggsins á klett- inum. Það gerði hann óðann að sjá ætið. Hvað hann naut þes-i að rífa fisk á þennan hátt, hrýna gogginn viðog viðtil þess að skerpa hann. Hann gaf frá sér lágt klak. JVIóðir hans klak- aði lika og leit yfir til hans. - »Ga, ga, ga«, gargaði hann, í bæn um að hún flytti honum dálítið æti. »Go-út-ah«, veinaði hún háðslega á móti. En hann hélt átram að kaíla raunalega, og eftir eina mínútu, eða svo, rak hann upp glaðlegt óp. Móð- ir hans hafði tekið upp stykki af fiskinum og flaug meö þad í áttina til hans. Hann teygði sig áfergjulega fram, tvísté á klettunum, reyndi að komast nær henni, þar sem hún flaug yfir. En þegar hún var einmitl. heint fyrir framan hann, sam- hliða syllunni, stanzaði hún fætur hennar héngu niður, vængir hennar hreyfingarlaus- ir, fiskbitinn í goggi hennar svo nálægt, að hann gal nærri því gripið hann. Hann beið augna- blik af undrun, hissa á því að hún skyldi ekki koma nær, og þá. óður af hungri, stakk hann sér eftir fiskinum. Með ópi féli hann út og niður í víðáttuna. Móðir hans hafði rennt sér upp. Þegar lianp hrapaði, heyrði hann þyt vængja hennar fyrir ofan sig. Þá greip hann afskap- legur ótti og hjarta hans stanz- aði. Hann heyrði ekki neitt. En það stóð aðeins vfir eitt augna- blik. Á næsta augnabliki fann hann vængi sína breiðast út. Hann fann loftið streyma um brjóst sér, um magann og und- ir vængina. Hann fann væng- broddana skera sundur loftið. Hann féll ekki á höfuðið leng- ur. Hann sveif rólega niður og

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.