Faxi

Årgang

Faxi - 01.05.1947, Side 5

Faxi - 01.05.1947, Side 5
F A X I 5 Málverkasýning F. í. F. inn { loftinu, heiðríkjuna og blámann, angan moldarinnar, hjal lindarinnar, báru- nið við ströndina. Og við höfum hlustað með þeim á fossaniðinn, heyrt hinar „ó- leigðu gígjur“ slegnar uppi um öræfin, lagt eyrun við kliðmjúku kvaki vorfugl- anna. Það er ilmur gróandans úr vorkvæð- um þeirra og heiðríkja vornæturinnar yfir þeim. Allir kannast við vorljóð 19. aldar skáld- anna. Þau lýsa hugblæ eða stemningu, sem er í ætt við vorið: . . . Nú andar suðrið sæla vindum þýðum . . . Vorið góða grænt og hlýtt . . . Þýtur á smávængjum grein af grein, grösin við morguninn tala . . . Nú vakna þú, Island, við vonsælan glaum, af vorbylgjum tímans á djúpi . . . Skáld þessarar aldar áttu mikið af vori, enda er vorið grunntónninn í þeirra beztu ljóðum. Nítjánda öldin er líka eins og vor í íslenzkri sögu. Þá vaknar fyrir al- vöru framfara og sjálfstæðisþrá Islendinga. Skáldin urðu snortin af þessu innra vori í hugum manna, og þau efldu kjarkinn og stæltu viljann til þess að söguþjóðin öðl- aðist fullt frelsi á ný. Skáld 20. aldarinnar yrkja líka um vor- ið. Þau eru snortin af hinu vaknandi lífi, tímamót vetrar og vors valda þeim geð- blæ, sem minnir á „sól og vor um allan dalinn . . .“ Sunnanvindur sumarhlýr, sól og vor um allan dalinn. Heilsar tindum himinn nýr. Huldan ,sem í fossi býr gígjustreng af gleði knýr. Grænkar meðan hlustar balinn. Og svo þessi blessaði lífskraftur, þegar allt verður aftur nýtt, hin eilífa endur- nýjun: Yfir veg þinn, vorið nýtt, vaxa blóm í hverju spori. Allt, sem fraus, er aftur þýtt, allt, sem kól er vermt og hlýtt. Allt hið gamla er aftur nýtt, yngt og prýtt af sól og vori. Kliðmjúkur vængjaþytur vorgyðjunnar birtist í kvæði eins og þessu, þar sem skáld- inu finnst eins og innsta þrá mannsins laugist og skírist í ljósalind vorsins: Yfir lágsveit, hæðum, hnjúkum hvílir friðarmóða blá. Gyðja vorsins vængjum mjúkum veifar yfir landi og sjá, starir mildu ástarauga eilífdjúpum himni frá — eins og hana langi að lauga ljósi, mannsins innstu þrá. Dagana 9 til 21. apríl sýndu 30 frí- stundamálarar 225 olíumálverk, vatnslita- myndir og teikningar í Sýningarskála myndlistarmanna, Reykjavík. ■ En fyrir tæpu ári síðan, 17. maí 1946, var félagið stofnað með 30 meðlimum, sem ákváðu þá þegar að vinna að sam- sýningu þessari, — og fleiri munu á eftir fara. Meðlimir félagsins eru nú orðnir 50. A.lls sóttu sýninguna 4500 manns, en 27 myndir seldust. 1 ávarpsorðum sýningarskrár segir m. a.: „Höfuðmarkmið og tilgangur þessarar sýningar er að hvetja sem flesta til þátt- töku í myndagerð, í fullri vissu þess, að sú tómstundaiðja er bæði þroskandi og skemmtileg og getur orðið hagnýt, ef vel tekst. Föndur með pensil og liti glæðir einnig áhugann fyrir málaralistinni og eykur skilning á verkum listamannanna, og verð- ur til þess að gera málaralistina að meiri almenningseign en nú er. Það getur ekki hjá því farjð, að aukinn skilningur al- mennings á viðfangsefnum og verkum listamannanna, verði þeim stoð og hvatn- ing í hinni menningarlegu baráttu, er þeir heyja fyrir land og þjóð. Þessi sýning á þv! ekki rætur í fordild einni saman, heldur er hún aðeins einn þáttur í vaxandi starfsemi, sem vill vinna að auknum skilningi og vaxandi virðingu fyrir hinni ungu íslenzku málaralist. Enginn, er sýnir myndir sínar hér, telur sig vera listamann, því síður að krafa sé gerð til að aðrir telji að svo sé . . . “ I öðrum vorkvæðum kveður við af djarfri kæti og glæstum vonum: Eg vaknaði snemma, og frjálsari en fyr, og fagnandi vorinu stökk eg á dyr og unað og gleði eg alls staðar sá, og aldrei var fegra að lifa en þá, því geislarnir dönsuðu um sveit og um sæ, það var söngur í lofti og ilmur í bæ. Það var morgun í maí. Þá fann eg, hvað jörðin er fögur og mild. Þá fann eg að sálin er moldinni skyld, fannst guð hafa letrað sín lög og sinn dóm með logandi geislum á strá og blóm. Öllu hógværar varð ekki að orði komizt gagnvart sýningargestum og gagnvart myndlistarmönnum dagsins, sem hafa væntanlega einhvern tíma verið á svipuðu þroskastigi og sumir hverjir hinna þrjátíu frístundamálara, er sýndu þarna. Maður vaknar sem sagt ekki við það einn góðan veðurdag að samtíðin segi: „Þú ert orðinn landsfrægur listmálari", — nema að hafa föndrað lengi við liti og pensil, lagt að sér, orðið fyrir vonbrigð- um og lært af reynslunni. Það er margur kallaður, en fáir einir útvaldir listmálarar ! orðsins réttu merk- ingu. Guði sé lof, því hvað yrði um þorsk- inn, ef allt mannfólkið tæki upp á þv! að vaka samfleytt í fjörutíu daga og fjöru- tíu nætur við myndagerð? Keflvíkingar áttu tvo fulltrúa á þessari sýningu, Helga Jónsson, — sem beitti sér fyrir stofnun félagsins og er formaður þess, — og Arinbjörn Þorvarðarson. Myndir þeirra beggja vöktu athygli sýn- ingargesta og dagblöðin gátu þeirra að nokkru. Einn sýningargesta sagði við mig: — Þið eruð farnir að standa uppúr kös- inni, Keflvíkingarnir, þykir mér“. — Finnast þér myndir Helga og Arin- björns bera svo mjög af hinum? sagði ég. — Nei, ég átti nú ekki beinlínis við það, heldur hitt, að þið virðist vera farnir að koma auga á annað en þorskinn". — Blessaður vertu, svaraði ég þá. — Það er óralangt síðan, að Keflvíkingum var ljóst, að aðra fiska væri að finna ! sjónum Allt bergði af loftsins blikandi skál. Allt blessaði lífið af hjarta og sál. Jafnvel moldin fékk mál. — Umhverfið er hrjóstrugt. Melar og móar, holt og heiðar breytast lítið öld fram af öld. Þó klæðast þessi hrjóstur nýj- um skrúða á hverju vori, þá tjalda þau þv! frjómagni sem íslenzk mold á til. Og um leið og hið nýja líf fæðist úti í náttúr- unni kemur aftur „vor í sál“ hinna mörgu, sem fagna íslenzka vorinu. Velkomið, vor. V. G.

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.