Faxi - 01.03.1952, Blaðsíða 9
F A X i
41
Nætur- og helgidagalæknar:
29. marz til 5. apríl Karl G. Magnússon.
5. til 12. apríl Pétur Thoroddsen.
12. til 19. apríl Arni Björnsson.
19. til 26. apríl Karl G. Magnússon.
26. apríl til 3. maí Pétur Thoroddsen.
3. til 10. maí Arni Björnsson.
Jarðskjálfti
allsnarpur gekk yfir Reykjanesskagann og
nærliggjandi héruð 12. marz s.l. Talið er að
hann hafi átt upptök sín í nágrenni Krísu-
víkur kl. 11,13, en hér í Keflavík varð hans
vart kl. 11,14. Hann var snarpastur fyrst en
smá fjaraði út. Þeir sem næmastir voru fyrir
þessum undrum jarðar munu hafa greint
hreyfingu í allt að hálfa mínútu — en þó
flestir mun skemur. Einn jarðskjálftamælir
veðurstofunnar í Reykjavík þoldi ekki hrist-
inginn og bilaði, hinn — eða hinir — sýndu
hreyfingu í nokkrar mínútur, og einnig að
þetta hefði verið mesti jarðskjálfti sem komið
hefði hér í nágrenni í yfir tuttugu ár.
Er ég að verða veik, eða veikur
sögðu sumir, en fleiri hugsuðu, þegar þessi
óþægilega og óvænta hreyfing kom á allt og
alla. Fjöldi fólks vissi ekki hvað jarðskjálfti
var, nema þá af afspurn. En þeim, sem komizt
hafa í kynni við þessar náttúru hamfarir —
og það hafa margir íslendingar gert — leizt
ekki á blikuna. Jarðskjálftar eru einna ugg-
vænlegustu vágestir þjóða sem lifa á eld-
fjalla og hverasvæðum jarðarinnar.
Nokkurra kippa
hefur orðið vart síðan, einkum eina nóttina
um viku síðar og var þá talið að upptök
hefðu orðið í Henglinum eða í nánd við
Hveragerði, eftir mælum veðurstofunnar en
vart mun fólk hafa orðið þeirra vart.
Já, Veðurstofunnar í Reykjavík
sagði ég hér að framan. En nú mun það
víst vera svo, að veðurstofan er að flytja eða
þegar flutt á Keflavíkurflugvöll með sitt haf-
urtask og dót, og meiningin að aðal starf-
semin verði þar. Ekki er þó vitað hvort
Theresía tekur sér bólfestu í Hafnalandi eða
Njarðvíkum, en um þetta kunna að skapast
deilur og kann þá svo að fara að Keflavík
skerist í leikinn og sýni fram á það, með
réttu, að hún eigi mest tilkall til hennar.
Mjög bættar samgöngur
hér um skagann og til Reykjavíkur urðu
um mánaðamótin febrúar og marz, þegar
teknar voru upp ferðir á tveggja tíma fresti
allan daginn — frá kl. 9,15 til kl. 23,15. Fólk,
sem ekki hefur miklum erindum að sinna,
getur innt þau af hendi á skömmum tíma án
þess að tapa deginum að miklu eða öllu leyti
frá öðrum störfum. Smá fyrirkomulags gallar
reyndust vera á ferðaáætluninni innbyrðis í
byrjun en er nú væntanlega búið að bæta úr
því — en yfirleitt munu menn vera mjög
ánægðir með þessa nýju ferðaáætlun.
Nú fyrst
hafa sérleyfisbifreiðar Keflavíkur jafn-
margar ferðir og Steindór Einarsson, sem um
mörg ár hefur haft sérleyfisakstur um Suð-
urnesin, og hingað til haft heimild til mun
fleiri vikulegra ferða.
Iþróttafélag Keflavíkurflugvallar
var stofnað í haust og voru stofnfélagar 39.
Fyrstu stjórn þess skipa Bragi Þorsteinsson,
form., Stefán Linnet, ritari, Pétur Kárason,
féhirðir, Ingi Gunnarsson, varaform. og Sig-
urður Steindórsson, áhaldavörður. Meðstjórn-
endur Friðrik Bjarnason og Bergur Jónsson.
Félagið er gengið í Iþróttabandalag Suð-
urnesja og áformar að taka þátt í mótum þess
á komanda sumri. Nú þegar hefur félagið
tekið þátt í handbolta og „vollí“-mótum með
góðum árangri. Félagatal er nú komið yfir
50 og mikill áhugi ríkjandi meðal félaganna,
en þeir eru allir úr hópi íslenzkra starfs-
manna á flugvellinum.
Norska fisktökuskipið Turkis
strandaði á Bæjarskerseyrinni, rétt við inn-
siglinguna til Sandgerðis, að morgni föstu-
dagsins 14 .marz. Skipið hafði tekið fullfermi
af saltfiski og var nýlagt af stað héðan frá
Keflavík. Bezta veður var en gekk á með
éljum og mun það ásamt áttavitaskekkju
hafa valdið strandinu, að sögn skipverja.
Brimlaust var og hagstætt sjávarfall og tókst
því fljótlega að koma skipinu á flot aftur og
var það dregið til Reykjavíkur. Þar var fisk-
inum skipað upp úr því aftur og skipið síðan
tekið í dráttarbraut. Kom þá í ljós að stýrið
hafði alveg brotnað af og botn skipsins lask-
azt mjög mikið, enda varð það flóðlekt eftir
strandið.
Aflabrögð
hafa verið fremur rýr á þessari vertíð. All
mikið er þó búið að afla því að gæftir hafa
verið með eindæmum góðar, sennilega aldrei
áður búið að róa jafnmarga róðra í marzlok.
Afli jókst þó heldur við komu loðnunnar sem
hefur veiðzt vel. Heldur skárra hefur verið
hjá netjabátum og hafa þeir stundum aflað
sæmilega. Einkum fengu þeir góða hrotu
austur í Hælsvík og austur með Krísuvíkur-
bergi .En svo þétt voru þeir með netin á
Hælisvíkinni að við lá að þeir yrðu að hafa
stuðpúða úti til að verjast hnjaski á bátun-
um. Þess voru dæmi að bátar fengu þar 20
skippund í trossu, og venjulega er aflinn því
betri eftir því sem þeir geta verið nær landi.
FAXI
Blaðstjórn skipa:
HALLGR. TH. BJÖRNSSON,
JÓN TÓMASSON,
MARGEIR JÓNSSON.
Blaðstjórn ber ábyrgð á blaðinu og
annast ritstjórn þess.
Gjaldkeri blaðsins:
GUÐNI MAGNÚSSON.
Af greiðslumaður:
KRISTINN PÉTURSSON.
Bókabúð Keflavíkur.
Auglýsingast j óri:
GUNNAR SVEINSSON.
Vc -'ð blaðsins í lausasölu kr. 3,00.
Alþýðuprentsmiðjan h.f.
V________________________,______________J
Oðru máli skiptir
með línubátana, þeir hafa orðið að sækja
lengra og dýpra en nokkru sinni fyrr. Þar
úti er vont að ná upp línu ef eitthvað er að
veðri en talið er að olíulínuspilin svokölluðu
brúi dýpið, þ. e. a. s. séu mjög hagkvæm og
hentug til línudráttar við slæm skilyrði.
Friðun Faxaflóa
og útfærsla landhelginnar yfirleitt hefur
vakið von manna hér um slóðir á því að betri
dagar bíði okkar í fiskimálum. Von um að
aftur komi sú tíð að menn geti róið hér út í
leirinn með lóðarspotta eða færi og fengið
sér í soðið.
Það er fyrir löngu vitað,
að botnvörpungar, bæði troll og dragnæt-
ur spilla mjög botninum, trufla hrygningu
og eyða ungviðinu. Stöðugur átroðningur
slíkra veiðarfæra hefur dregið hættulega úr
gildi grunnmiða. A stríðstímum, þegar þessi
rányrkja hefur dregizt verulega saman jókst
strax fiskmagnið og fiskur gekk á grunnmið
og nú þegar íslenzkum botnvörpum er einnig
bægt frá hrygningar- og uppeldisstöðvum
góðfiskjarins hafa menn ástæðu til að ætla,
að hin geigvænlega rírnun, sem virðist vera
í fiskistofninum hér við ströndina taki breyt-
ingum til betri vegar.
Mjög mikil loðnuveiði
hefur undanfarið verið inni í höfninni í
Keflavík. Það er því ekki langsótt hjá loðnu-
bátunum. Annars kvað loðna vera um allan
sjó.
Leiðréttingar:
Villa slæddist inn í vígslukvæði Stefáns
Hallssonar í síðasta tbl. Faxa. Fyrsta lína á
næst síðasta erindi byrjar á orðunum: En
ég þakka. — Atti að vera: Enn ég þakka.
Ennfremur eru lesendur blaðsins beðnir vel-
virðingar á línubrenglun í greininni Rausn-
arleg gjöf í sama blaði. Síðasta línan í þeirri
grein átti að koma efst í sama dálki á undan
orðunum: . . . til sjúkrahússins hér.