Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1952, Blaðsíða 4

Faxi - 01.03.1952, Blaðsíða 4
36 F A X I Hér birtist mynd af leikendum og aðstoðarfólki, sem stóð að „Sak- lausa svallaranum", sem leikinn hefur verið í vetur í Keflavík, Grindavík, Sandgerði, Reykjavík og Vífilsstöðum. — Frá vinstri: Sonja Kristinsen, Helgi Skúlason, Erna Sigurbergs, Eyjólfur Guðjónsson, Þórður Jónsson, Agnes Jóhannsdóttir, Hörður Guðmundsson, Jóhanna Kristinsdóttir, Anna Magga Hauks- dóttir, Þóra Erlendsdóttir, Erla Eiríksdóttir, Helgi S. Jónsson, Jóhann Benediktsson, Sveinn Sæmundsson, Þórhallur Guðjónsson. — Sitjandi: Gunnar Eyjólfsson, leikstjóri. Þœttir úr gömlu stúkublaði Fyrir nokkru eignaðist stúkan Vík tvö tölublöð af gömlu, skrifuðu stúkublaði, sem gefið var út af stúkunum hér á Suður- nesjum um og fyrir síðustu aldamót. Blað þetta hét Samvinnan og var ritstjóri þess Árni Pálsson, Akri, Njarðvíkum. Má á blaði þessu sjá, að stúkulíf suður hér hefir verið með miklum blóma um þessar mundir, margar fjölmennar og vel starf- andi stúkur og almennur áhugi ríkjandi í bindindismálum. Væri sannarlega hollt fyrir okkur, sem nú lifum hér, að leiða hugann að menningarviðleitni liðinna kynslóða, að við ekki stöndum þeim langt að baki um það, er til heilla horfir fyrir þetta hérað. Birtast nú hér nokkrir smá- þættir úr þessu gamla blaði, en því miður vantar upphaf þessarar greinar: Siðbótarstarfið í Reglunni. .... Þegar vér nú höfum bætt úr líkam- legum og andlegum þörfum drykkju- manns, eins og nú hefir lýst verið, þá hefir oss orðið mikið ágengt. Hér er þó síðasta sporið óstigið, það að gera þessa siðbót vora fullkomna og varanlega hjá drykkju- manninum. Hver sannur templar vogar sér að stíga þetta spor, en þá finnur hann, að hann er sér ekki ein'hlýtur. Mannleg hjálp og mannleg vorkunnsemi fá miklu til vegar komið. En — þessu síðasta getur það eigi til vegar komið. Mannleg hjálp kemst hingað og ekki lengra. Vér þurf- um guðlegrar aðstoðar. Mannleg hjálp er búin að plægja jarðveginn, bróðurleg vin- átta er búin að búa hann undir sáningu. Að því búnu þarf kristinn templar að sá sæði guðslegs sannleika í hjartað undir- búna, svo það megi á freistingastundinni leita styrks í því orði, sem var frá upp- hafi, er nú og mun verða, — og lært við fætur guðssonar kenninguna um trú, von og kærleika. Þetta er síðasta og ágætasta björgun templarans. Ur myrkum dal og dauðans skugga lyftir Reglan sálu drykkjumannsins upp til dýrðar og sólar- ljóss guðs eilífa sannleika og lætur hann standa frjálsum fótum á óbifanlegu hellu- bjargi kristinnar trúar. Þar er hann ör- uggur. Þar stendur hann stöðugur í blíðu og stríðu eftir fyrirheiti guðs. Ef vér gæt- um leitt alia, sem vinna templaraheitið á þennan örugga stað, — alla undir eins, þá væri hægðarleikur að vinna miskunnar- verkið, „að reisa við hina föllnu“. En því er miður, að þrælar drykkjuvanans finna, að hlekkirnir, sem halda þeim, eru miklu sterkari en þá hafði nokkurn tíma órað fyrir. Vegurinn frá myrkrinu til ljóssins er oft langur og örðugur. — Drykkju- menn, sem ekki eru sannfærðir nema til hálfs, stíga fyrsta sporið hikandi og fullir efasemi. Aðrir, sem treysta sér um of, leggja hróðugir frá 'landi, en 'hvorir tveggja falla oft í freistingasnörurnar. Hver sannur templar á að virða alla þessa menn, — sem svo berjast fyrir frelsi sínu — fyrir sér með meðaumkun, eins og þegar góður faðir kennir í brjósti um börnin sín. -—O— Heitrof templara. Sumum, sem skammt eru á veg komnir í Reglunni, sýnist, sem templarar líði þá menn í stúkum sínum, sem eigi gera sér far um, að halda skuldbinding sína um algert bindindi. Og 'þess er að vænta, að þeir menn ímyndi sér það, sem ekki vilja skilja kærleika þann, sem Reglan kennir. En heldur vi'll reglan verða fyrir þessum ásökunum en að sleppa tækifæri til að bjarga einum manni, sem drykkjubölið hefir gert að ánauðugum þræli. Reglan er alltaf reiðubúin að taka á móti brotlegum bróður, sem leitar á náðir hennar. Þó hann rjúfi heit sitt hvað eftir annað, þá reynir hún að bjarga honum á ný og binda hann æ fastari böndum bróðernis og vináttu, svo hann falli ekki aftur í freistni. Frels- arinn sagði: „Hafi bróðir þinn gert a hluta þinn, þá átel hann, og iðri hann þess, þá fyrirgef honum. Og þótt hann sjö sinnum á degi hafi misgert við þig og komi sjö sinnum og segist iðrast þess, þá áttu að fyrirgefa honum“. Ef einhver dregur dár að umburðalyndi voru við

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.