Faxi

Årgang

Faxi - 01.04.1953, Side 2

Faxi - 01.04.1953, Side 2
42 F A X I r-------------------------------------- Ía Dúa Díalín Tango: BJARNI J. GÍSLASON. Texti: KRISTINN PÉTURSSON. ía Dúa Díalín, Ia Dúa Díalín, eg var söngvasveinn í dal, þú varst sólskinið í dal. Ia Dúa Dialín, inn í hvamminn, hvar cg beið, komstu vorbjört, vina mín, í vor, eð leið. Komst sem vorsól vina mín, hvarfst sem vorsól bak við ský. Verði ljós ó, ljóma þú svo ljúf á ný. ía Dúa Díalín, Ia Dúa Díalín, kysstu söngvasvein í dal, mín sól í dal. ________________________________________/ fiskimergð, sem gekk sum ár undir Voga- stapa, enda var hann áður fyr kallaður gullkista Islands, og bar það nafn með rentu, því að þangað sóttu sjómenn fisk víða að, til dæmis þessi 18 skip, sem lágu við á Hólmanum. Þau voru úr Kjós, Kjal- arnesi, Reykjavík og Seltjarnarnesi. Einn- ig lágu skip árlega við á Kristjánstanga. Þar var salthús, sem er skammt frá Hólm- anum, á milli Voga og Hólmans. Þar lá hann lengi við hann Olafur í Bygggarði á Seltjarnarnesi, merkur sjómaður. I Eyr- arkoti í Vogum lágu árlega við fjögur skip og fjögur skip í Klapparholti, tólf á Béringstanga, fjögur í Halakoti og eitt í Naustakoti, eitt í Austurkoti, eitt í Suður- koti og víðar. — Oll voru þessi viðlegu- skip með 6—7 menn hvert, og flest af Kjalarnesi og úr Kjós. — Auk þessara skipa voru öll heimaskipin, sem voru vit- anlega aðalútgerðin. Til dæmis 4—5 skip hjá Jóni Vogir, 4—6 hjá Agli Hallgrims- syni, 3—5 hjá Nikulási í Norðurkoti, og svo frá öllum heimilum einhver fleyta. I Brunnastaðahverfi gengu um 40 skip og bátar, og af þeim gengu árlega 5—7 frá Guðmundi Ivarssyni. Allt voru það 6 manna för, nema skip hans, sem hann reri á sjálfur. A því voru 11 menn. Er því sízt oftalið, að úr Brunnastaðahverfi, Vt)g- um og Njarðvíkum hafi gengið yfir 200 skip. Og þegar fiskurinn var kominn und- ir Stapann, þá sóttu allir þangað, — sömu- leiðis allir Vatnsleysingar, ef ekki var fiskur í Vatnsleysuvík. Var því oft æði þéttskipað, þegar allir voru komnir undir Stapann. — En svo var nú oft fiskur með öllum Strandarbrúnum og Strandarleir, en sjaldan mikill í net, heldur á handfæri, og þeir notuðu þau þegar fiskur fékkst á færin. Einnig reru þeir af Ströndinni á Svið og Garðsjó, þegar fiskur var þar, en þangað sóttu Hólmamenn og Vogamenn minna á vetrarvertíðinni“. Agúst getur þess að árið 1894 hafi út- gerðin á Hólmanum fallið niður. — „Þá komu togararnir hér, fóru á grynnstu mið og sópuðu á burtu öllu lifandi úr sjónum, svo að fjöldi manns varð að flýja úr beztu veiðistöð þessa lands, sem var við sunnan- verðan Faxaflóa, allt frá Garðskaga. — Þess vegna voru 1000 netakúlur seldar á uppboði eftir Guðna Jónsson á Brekku á 5 krónur, og jörðin Störuvogar var boðin upp til skuldalúkningar á 2000 króna láni í Landsbankanum, og enginn bauð yfir það. — Þannig var hernám Englendinga við Faxaflóa 1895. — Hvernig því lyktar það herrans ár 1940, get ég engu um spáð. Tíminn leiðir það í ljós og um það skrifa aðrir en ég“.------- Þegar Agúst hefir lýst ýmsum helztu bændum og útgerðarmönnum í Njarðvík- um segir hann: „Þegar allir þessir framantöldu menn sátu uppi í Najrðvíkunum á sama tíma var blómatímabil þar og allt þangað til að togararnir komu hér inn um öll grunn- mið, svo að hvergi fékkst fiskur úr sjó. Þegar Hannes Hafstein kom á strand- vörninni, fór aftur að birta til með afla, þó mestur væri hann á stríðsárunum frá 1914. Svo breyttist það aftur í sömu vand- ræðin, þegar dragnótin kom til sögunnar. Síðan hefir enginn fiskur aflast úr sjó inn- an Garðskaga á línu eða handfæri utan vertíðar, og er því eyðilögð langbezta og stærsta veiðistöð landsins með þessum veiðarfærum. Og þetta eru kallaðar fram- farir. Hvílík blindni og fávizka! — — —“ „-------Já, það bar oft við að við hlóð- um skipin á 1—2 klukkustundum af full- orðnum þorski og voru þá frá 50—60 þorskar í hlut í 8 staði á sexmanna förum. Sum báru nú ekki meira en 40 fiska í hlut, cn áttræðingarnir báru 60—70 þorska í hlut í 12 staði, og oft fengust í róðri .3—6 stórar lúður og svo stofnlúður. — Mestur var fiskur að jafnaði á Bollasviði seinni part vertíðar, og þar fengust oft stórar lúður, en þangað var aldrei farið með þorskanet. Svo var fiskurinn um allan sjó, djúpt og grunnt“.------- — „---------Ég hefi fengið 40 lúður í ein- um róðri á Leirukletti, 20 af þeim flak- andi, hitt stofnlúður, og svo í sama róðri þorsk, svo skipið var hlaðið, og setan var alls ekki löng. — Hver vill nú bjóðast til að koma með þennan afla af áðurnefndum miðum? Alls ekki ég“. Margan annan fróðleik er að finna í kveri þessu, en ég hefi tekið hér aðeins fáa kafla, sem lýsa fiskigegndinni hér í flóanum áður, og þeim sporum, sem botn- vörpu- og dragnótaveiðar skildu hér eftir. Það er ef til vill of rnikil bjartsýni að vona, að með friðun flóans færist fiski- gegndin aftur að öllu leyti í hið fyrra horf, en þó mætti gera sér vonir um, að hún aukist verulega frá því, sem nú er, og gæti þá smábátaútgerð aftur orðið arð- vænleg hér, þó ekki verði hún stunduð með sama fyrirkomulagi og tækjum og áður var. Friðunin hefir komið liart niður á ýmsum íslendingum, ekki síður en Bret- um, t. d. eigendum dragnótabáta, sem búnir voru að leggja í kostnað með þessa veiðiaðferð fyrir augum, en hafa nú orðið að hætta. En vonandi skapast möguleikar fyrir útgerð þessara litlu báta með öðrum veiðiaðferðum, þegar friðunin fer að njóta sin, t. d. kolaveiðar í net, þorskveiðar bæði í net og á línu og jafnvel handfæri o. fl. Aðalatriðið er að ekki verði látið undan erlendri ágengni í þessu mikla hagsmuna- máli okkar Islendinga, og er það gleðilegt hversu Islendingar eru einhuga í þessu máli þrátt fyrir ólíka stundarhagsmuni. Hitt er svo annað mál, að við erum ennþá langt frá lokatakmarkinu í landhelgismál- inu, sem er allt landgrunnið fyrir Islend- eina. Guðni Magnússon. Léttið heimilisstörin Þvottavélar Ryksugur Hrœrivélar Borvélar Suðuplötur KAUPFÉLAG SUÐURNESJA Vefnaðarvara. <><><><><><><><><><>'C><><><><><><><><><><><><><3><><2><^<^<^<^

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.