Faxi

Volume

Faxi - 01.04.1953, Page 3

Faxi - 01.04.1953, Page 3
F A X I 43 r Arni Helgason, organisti, heiðraður Fyrir nokkrum vikum barst mcr til cyrna sú fregn, að Grindvíkingar hefðu sæmt Árna á Garði með heimsóknum og gjöfum, vegna hart nær fjörutíu ára starfs sem organisti í Grindavíkurkirkju. Árni nam ungur organleik af brennandi áhuga, enda með góða hljómlistargáfu. Eitt ár mun hann liafa þjónað sem organ- leikari við Helgafellskirkju í Mosfells- sveit, en flutzt síðan suður með sjó og settist að í Grindavík fyrir rúmum 40 árum. Þá voru tímamót í sögu Grindavíkur. Kirkjan og prestsetrið höfðu alla tíð staðið í Staðarhverfi, sennilega vegna þess að byggðin hefur áður fyrr verið mest þar og líklega verið byggð mun utar á skag- anum en nú er vitað. Smátt og smátt hefur þetta breytzt og byggðin orðin þéttust í Járngerðarstaðarhverfi, og þangað var kirkjan flutt 1911 — presturinn sat áfram að Stað yfir 20 ár, en fékk þá prestsetur í námunda við kirkjuna. Kirkjan hafði verið hljóðfærislaus með- an hún var í Staðarhverfi, en eftir að hún var flutt í Járngerðarstaðarhverfið, færði Einar G. Einarsson frá Garðhúsum og kona hans, kirkjunni orgel að gjöf og var það mjög rausnarlegt. Nú komu hæfileikar og kunnátta Árna Helgasonar að góðum notum, enda var hann ráðinn organisti frá byrjun. Þessu starfi hélt hann í 38 ár og leysti það af höndum með mestu prýði, þrátt fyrir margvíslega örðugleika og erfiði sem við var að etja. Lítið eða ekkert mun Árni hafa fengið í laun fyrir allt sitt starf í þágu kirkjunnar. Hann varð því að lteyja harða lífsbaráttu með öðrum sjómönnum og verkamönnum Grindavikur. Um líkt leyti og hann hóf starf sitt við kirkjuna, stofnaði hann heimili með ágætri konu, Jetrúnellu Pétursdóttir og bjuggu þau að Garði þar til í vetur, að þau fluttu í mikið hús, er synir þeirra eru að byggja. Þau eignuðust stóran hóp barna. Það er varla of sagt að á Garði hafi oft verið þröngt í búi, enda þröngt setinn bekkur- inn, — auk stórrar fjölskyldu, sat þar tíð- um fjöldi gesta — allt vinir, hvort heldur þeir komu til að æfa kirkjusöng eða bara til að „taka lagið“, og þá vorum við ekki svo fá börnin, sem áttum leið þangað til leiksystkina okkar og jafnaldra. Já, það var oft glatt á Garði, jafnt hjá ungum sem gömlum. Þar var ekkert hangs — alltaf eitthvað aðhafzt, ýmist með huga eða höndum og söngurinn og hljómlistin fékk ríflegan tíma. Auk þess sem Árni æfði kirkjukórinn, æfði hann stundum karlakór, blandaðan kór og þegar ég var í barnaskóla, man ég að hann æfði barnakór, þó að söngur væri ekki jafnaðarlega kenndur í barnaskólan- um. Oft var það svo að margir kórfélaga voru austan úr Þorkötlustaðahverfi og urðu að sækja æfingar allt að 45 mínútna gang, sem auk þess stunduðu óvissa erf- iðisvinnu og sjómensku, eins og söngstjór- inn og aðrir kórfélagar. Þegar maður gerir sér þetta ljóst, skilur maður kannske hversu afar erfitt það var að halda liðinu saman og þjálfa það svo að sæmilegt væri. Árni hafði þann ódrepandi áhuga og þrautseigju, sem með þurfti til að vinna þetta erfiða brautryðjendastarf á sviði Idjómlistar í Grindavík. Séra Jón Á. Sigurðsson, sóknarnefndin og kirkjukórinn stóðu að því að nokkurri fjárhæð var safnað í því skyni, að gleðja hjónin frá Garði, og nú í vetur, eftir að Árni og Petrúnella fluttu í hið nýja hús, færðu fyrrgreindir aðilar þeim fagurt og mikið sófasett og gólfteppi sem vinar og virðingarvott og þakklæti til Árna fyrir hans óeigingjarna og fórnfúsa starf í þágu safnaðarins. Þau hjónin eiga vissulega skilið þennan hlýhug Grindvíkinga bæði tvö. — Árni lék á hljóðfærið, sló taktinn og skóp áhug- ann, en ég er ekki viss um að árangur hans hefði orðið jafn góður og raun varð á, ef kc:;a hans hefði ekki lagt á sig að þoia allan þann átroðning, sem heimili hcnnar varð fyrir af þessum sökum. En þau hafa hlotið góða uppskeru vegna erfiðis síns á fleiri sviðum. Stóri barna- hópurinn þeirra er nú orðinn að fullorðnu fólki, góðu fólki, sem vill og getur látið gott af sér leiða. Flest þeirra eða öll eru gædd góðri hljómlistargáfu. Svavar, elzti sonur þeirra, tók við organistastarfi af föður sínum, — en Grindavikurkirkja hefur nú fengið nýtt og mjög vandað orgel. Eyrún dóttir þeirra, sem hefur af- hragðs fallega og mikla söngrödd, syngur þar einsöng við öll meiriháttar tækifæri — þannig er freistandi að halda áfram að segja frá börnum þeirra hverju og einu, og raunar freistandi að skrifa langa grein um Árna og Petu á Garði og þeirra börn, en það verður að bíða betri tíma. Mér var ekki gefinn kostur á að leggja fram krónu í gjöfina til Árna og Petrún- ellu, sem ég hefði þó gjarnan viljað vera þátttakandi í, sem þakklæti fyrir langa og góða kynningu og sama sinnis veit ég að margir burtfluttir Grnidvíkingar eru. Eg bið Faxa að flytja þeim okkar beztu þakkir og árnaðaróskir. _ Skógræktaríélag Suðurnesja hélt aðalfund sinn 6. maí s. 1. Aðalfundur- inn samþykkti einróma eftirfarandi áskorun til ríkisstjórnarinnar: Aðalfundur Skógrækt- arfélags Suðumesja, haldinn í Keflavik 6. maí 1953, skorar á ríkisstjóm íslands, að veita væntanlegu Skógræktarfélagi Keflavíkur, ókeypis land undir uppeldisstöð trjáplantna í svokölluðu flugvallarlandi við Keflavík. Stjórnin var öll endurkosin, en hana skipa: Ófeigur J. Ófeigsson læknir, formaður, Hall- grímur Th. Bjömsson, Ingimundur Jónsson, Hermann Eiriksson, Huxley Ólafsson, Ragnar Guðleifsson og Oddbergur Eiríksson.

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.