Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1957, Blaðsíða 6

Faxi - 01.03.1957, Blaðsíða 6
38 F A X I Það var sumar og sól Þegar norðanstormurinn næðir nístandi og bitur og snjórinn liggur yfir landinu eins og hvítur feldur, að vísu fagur en þó uggvekj- andi og dagurinn er stuttur, en myrkrið langt, þá er gott að geta brugðið sér nokkra mán- uði aftur í tímann og yljað sér við sól frá liðnu sumri. Og hugurinn flýgur ört, hann staðnæmist ekki fyrr en á sólríkum morgni seint í ágúst, við brúnan rútubíl niður hjá kaupfélagi, þar sem hópur af konum er að tínast inn og koma sér fyrir í sætunum, en annar bíll er reyndar á næsta leyti, því það eru 59 konur að leggja af stað í tveggja daga ferðalag, í boði Kaupfélags Suðurnesja, sem kostar ferð- ina að öllu leyti og leggur að auki til þrjá karlmenn, sem fararstjóra og ef til vill til ánægjuauka fyrir okkur konurnar, en þeir eru: Kaupfélagsstjórinn, stjórnarformaður og ritari. Það er glatt yfir þessum hóp og gaman- yrði fjúka úr öllum áttum. Við erum lausar við allt eldhúsamstur og annað bústang, enda virðast áhyggjurnar hafa strokizt af okkur um leið og við stigum inn í bílana og auðvitað renna þeir af stað eins og alltaf, þegar svona stendur á, en þó með hjálp hinna ágætu öku- manna, Óskars og Skafta, sem taka stjórnar- taumana öruggum höndum. Við erum aðeins komin inn undir Njarðvíkur, þegar það sannast, að ein kona hefir orðið eftir, en þau vandræði leysast fljótt, því að annar bílstjór- inn snýr óðar við og sækir hana. Að því loknu hefst glaðvær söngur, óþvingaður og furðulega samstilltur, og þessi kór virðist aldrei þreytast, þrátt fyrir hvíldarlaust starf klukkustundum saman. Morgunkaffið drekkum við í húsi S. í. S. í Reykjavík og í boði sambandsins. Meðan við sitjum undir borðum, flytur forstjóri fræðsludeildar S. í. S., Benedikt Gröndal, stutta ræðu, þar sem hann í ávarpi sínu gefur fararstjórum okkar hið ágæta nafn „Kaupfélagskvennamenn". Vekur það mikla ánægju. Að lokum býður hann okkur að líta á húsakynni og hina ýmsu starfsemi þar. Þetta er vel þegið. Við skoðum skrifstofur ásamt skrifstofufólki og fullkomnum vélum, fræðsludeildir, vörusýningadeildir, þar á meðal skódeild og hana er dálítið erfitt að yfirgefa, því að við sjáum þarna margar girnilegar skótegundir, sem ekki fást í okkar kaupfélagi. Og nú má sjá, að sumar kon- urnar fara að gefa kaupfélagsstjóranum hýrt auga, — eina vantar barnaskó, aðra vantar skó á sig o. s. frv. Kaupfélagsstjórinn brosir til beggja handa dálítið tvíræðu brosi, — við vitum ekki, hverri brosið er ætlað eða hvað í því felst, en lifum allar í voninni. Eftir rækilega myndatöku úti fyrir sam- bandshúsinu leggjum við aftur af stað, yfir- gefum höfuðborgina, fögnum sumri og sól með áframhaldandi söng, en vökul augu okkar teyga fegurð náttúrunnar meðan við ökum til Þingvalla. Við stönzum ofan við gjána og njótum útsýnisins í ríkum mæli. Síðan göngum við niður veginn eftir gjánni. Einhver ærslaþrá grípur okkur. Við tökum sprettinn og hlaupum niður brekkuna, sumar fara jafnvel í kapphlaup. Hlátrasköllin berg- mála um gjána, svo fuglarnir í nágrenninu fara út af laginu, sem þeir voru að syngja, — tylla sér niður í hæfilegri fjarlægð og horfa undrandi á þessa marglitu, hávaðasömu hjörð, sem veltur niður brekkuna. Bílstjórarnir koma á eftir með farkostina. Eftir þessa ágætu viðrun förum við að koma okkur fyrir í bílunum. En þegar kaupfélagskvennamenn- irnir hafa talið rækilega og borið saman bækur sínar, kemur á daginn, að tvær konur vantar, og þær eru svo gjörsamlega horfnar, að það er eins og jörðin hafi gleypt þær. Nú eru gerðir út leiðangrar til leitar. Einu sinni var huldumaður, sem seiddi til sín mennska konu í hamarinn, — og einu sinni var úti- legumaður í hrauninu og einu sinni var, — einu sinni var hitt og þetta. — En nú hefir einhver með skarpa sjón komið auga á hinar týndu konur; þær hafa aðeins komizt í sjálfheldu, og einn leitarflokkurinn, sem er á næstu grösum, kemur þeim til hjálpar. Nú fellur allt í Ijúfa löð. Við leggjum á Uxahryggi og Kaldadal og nú viljum við hafa hraðan á því að maturinn, sem bíður okkar á Bifröst í Borgarfirði, er farinn að sækja nokkuð fast á hugann og hugsunin um steikt kjöt, góða sósu, grænmeti og hver veit hvað, blandast óþægilega saman við sumarkvæði og ástaljóð, sem við erum að syngja. En Kaldidalur gerir sitt til að halda athygli okkar, og svo rennum við niður í Lundarreykjadalinn. Hann er dálítið þröngur og kaldur innan til, en þegar neðar kemur, verður vítt til veggja, og enn er sólin óspör á ylgeisla sína. Okkur ber ört yfir og innan stundar erum við i Norðurárdalnum. Þar er yndislegt um að litast, og ef við værum ekki að flýta okkur svo mjög í matinn, fær- um við sjálfsagt út hér til að teygja úr okkur í lyngbrekkunum, með skógarkjarrið angandi og hvíslandi yfir okkur. En nú erum við komin að rótum Grá- brókar og nemum staðar við Bifröst, hið glæsilega sumarhótel samvinnumanna, sem nú er einnig notað á vetrum, fyrir starfsemi Samvinnuskólans, sem er sambyggður Bifröst. Það er gott til þess að vita, að hér hafa sam- vinnusamtökin verið að verki með miklum myndarbrag. Við 'göngum inn og setjumst að borðum, eftir að hafa brugðið okkur inn í rúmgóð snyrtiherbergi, skolað af okkur mesta rykið, farið fljótlega með greiðuna á víð og dreif um hárið og kannske bætt við okkur örlitlum varalit, —• hér á ég aðeins við okkur kon- urnar, hvað varalitinn snertir, því að karl- Bifröst í Borgarfirði. menn nota hann aldrei, a. m. k. ekki á sama hátt og við. Matarlyst er yfirleitt mjög góð, enda liðið nokkuð langt fram yfir venjulegan tíma. Við konurnar njótum þess alltaf vel að sétjast að góðum mat, sem við höfum ekki tilreitt sjálfar. Við erum aftur á fleygiferð, og leggjum nú leið okkar um Stafholtstungur, með stuttri viðkomu á Varmalandi, skoðum þar tvö myndarleg skólahús, húsmæðraskóla og barnaskóla. Afram, sem leið liggur, að Reyk- holti, skoðum staðinn og Snorralaug, en hug- urinn stefnir hærra. Nú upp Hálsasveit og að Barnafossum ofarlega í Hvítá. Þar er sérkennilegt og fagurt um að litast. Minnis- stæðust verður mér þó steinbrúin yfir ána, þar sem hún rennur hvítfyssandi í þrengsl- um milli klettaveggja. Þessa brú hefir nátt- úran sjálf gert. Það er eitthvað við hana og fossinn undir, sem heillar mann og seiðir til sín. Mér finnst ég skilja litlu börnin, sem sagt er að eitt sinn hafi freistað þess að ganga yfir á brúnni en runnu til á blautum steinunum og féllu í fossinn. En nú hafa msnnirnir gert göngubrú yfir ána, skammt fyrir nðan svo að nú eru minni líkur til að nokkur hætti sér út á gömlu steinbrúna. Sólin er sezt, og við verðum að yfirgefa þennan töfraheim. Við ökum til baka og hljótum einmitt nú að syngja, — Kvöld- blíðan lognværa. — Aftur erum við á Bif- röst, og nú erum við dálítið þreyttar og hugs- um gott til hvíldarinnar í góðum rúmum skólahússins. Þó gefum við okkur tíma til að borða ágætan kvöldverð fyrst. Herbergjum hefur verið úthlutað. Tvegga og þriggja manna, eins og þau hrökkva til, en þær, sem eftir eru, fá til umráða svo- kallaðan almenning — og sumir segja að kaupfélagskvennamennirnir fái þar einnig rúm. En enginn getur sannað neitt og ekki upplýsist neitt að morgni heldur. Við svo búið verður að standa. Nýr dagur heilsar með sól og morgunkaffi kl. 10 og nú eru frjálsar skemmtanir fram að hádegi. Við notum þó ekki tímann til að sofa út, heldur til að skoða fegurð staðarins og nágrennis- ins. Sumir fara vestur að vatni, þar er dá-

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.