Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.1957, Blaðsíða 9

Faxi - 01.05.1957, Blaðsíða 9
F A X I 57 F y i k i r Flutt á 5 ára afmælisfagnaði bif- reiðastjórafél. Fylkis, þann 21. febr. s.l. af þáverandi formanni félagsins, Ing- ólfi Magnússyni. Virðulegu gestir: Háttvirtu félagar: I nafni félagsins leyfi ég mér að bjóða ykkur innilega velkomin hér í kvöld, og t'g vona að þessi kvöldstund megi verða hvorttveggja í senn: upplyfting frá dag- legu starfi og til uppörvunar og sam- stilltara félagsstarfs. 2. nóvember síðastliðinn voru liðin 5 ár frá stofnun félags okkar: Bifreiðastjóra- félagsins Fylkis. Fimm ár eru ekki langur tími til upp- byggingar fclagssamtaka, og því ekki við þvi að búasí, að saga Fylkis til dagsins í dag sé löng eða viðburðarík, eða á þess- um tíma bafi skapazt endanleg eða var- anleg lausn á vandamálum stéttarinnar. En þó held ég að óhætt sé að fullyrða að hagsmunabarátta félagsins til bættrar lífs- afkomu félagsmanna hafi farið fram úr þeim vonum, sem bjartsýnustu menn þorðu að gera sér vonir um. Nú á þessum tímamótum í lífi félags- >ns og með tilliti til þess, að við nú í fyrsta sinn komum saman til að minnast tilveru félags okkar, þá vil ég leyfa mér að fara nokkrum orðum um þróunarsögu þess og þeirrar stéttar, sem að félaginu stendur. Starfræksla leigubifreiða til mannflutn- >nga hér í Keflavík hófst nokkru áður cn félagssamtökin voru mynduð, enda mynd- uðust þau vegna starfrækslu leigubifreið- anna, og munu það hafa verið þcir: _ Olafur Auðunsson, Guðmundur Helga- son, Skúli Hallsson, Svavar Sigfinnsson <>g Ingólfur Magnússon, sem fyrstir hófu akstur leigubifreiða til mannflutninga hér 1 Keflavík, og voru þessir menn einir um tima við þessa atvinnugrein, án þess að hafa afgreiðslu hjá bifreiðastöð. En í scpt- ember 1943 fóru þessir menn þess á leit við Skúla Hallsson, að þeir fengju af- greiðslu hjá Bifreiðastöð Keflavíkur, sem þa hafði afgreiðslu fyrir sérleyfisbifreiðar, °g varð Skúli Hallsson við ósk þeirra í PVÍ efni. Þegar svo var komið bættust tveir menn í hópinn og voru það þeir Matthías Helgason og Þorleifur Bjarna- 5011. 5 á ra Ingólfur Magnússon. Að litlum tíma liðnum kom í ljós að fleiri menn höfðu hug á að lielga sig þessu starfi, og réði þar ef til vill mestu hin öra fólksfjölgun í Keflavík og ná- grenni, enda var eftirspurn eftir þessari þjónustu og aukning bifreiðastjóranna það mikil, að henta þótti að stofna hif- reiðastöð, sem einvörðungu hefði af- greiðslu fyrir 6 farþega leigubifreiðar til mannflutninga með höndum. Var þá stofunð Bifreiðastöðin Aðalstöðin h.f., og var Haukur Magnússon kjörinn formað- ur og framkvæmdastjóri. Þegar upp úr þessu komst alvarlegur skriður á fjölgun leigubifreiðanna og var önnur bifreiðastöð stofnuð, sem var Fólks- bílástöðin h.f. Báðar þessar hifreiðastöðvar eru nú starfandi hér í Keflavík og hafa <30 til 100 bifreiðar í þjónustu sinni. Þegar svo var komið, að verulegur hóp- ur manna var farinn að stunda akstur leigubifrciða sem aðalstarf, en ekkert stétt- arfélag til fyrir bifreiðastjórana, var farið að hugsa sér til hreyfings um stofnun stéttarfélags, en framkvæmdir urðu litlar í því efni, þar til Bergsteinn Guðjónsson, formaður Bifreiðastjórafélagsins Hreyfils í Reykjavík fór að ræða það í fullri al- vöru við bifreiðastjóra hér í Keflavík, að nauðsynlegt væri að bifreiðastjórar hér stofnuðtt með sér félagssamtök, til þess að gæta hagsmuna sinna á einn og annan hátt, og benti réttilega á, að nauðsynlegt væri að hifreiðastjórar í Keflavík, Hafn- arfirði og Reykjavík stæðu saman að hin- um ýmsu sameiginlegu hagsmunamálum, sem mest aðkallandi væru, svo sem sam- eiginlegum ökutaxta, og um að fá inn- flutningsleyfi fyrir hifreiðum til handa fé- lagsmönnum, niðurfellingu aðflutnings- gjalds á bifreiðum og margt fleira. Það varð því úr, að ákveðið var að boða til stofnfundar með bifreiðastjórum þann 2. nóvember 1951 í húsi Vörubíla- stöðvarinnar í Keflavík. A fundinum mættu 30 til 40 bifreiðastjórar, og á þcim fundi var Bifreiðastjórafélagið Fylkir stofnað. Fundarstjóri var Bergsteinn Guð- jónsson og ritari Sófus Bender, frá Bif- rciðastjórafélaginu Hreyfli í Reykjavík, og fór fundurinn vcl fram í alla staði. Bergsteinn Guðjónsson hvatti bifreiða- stjóra rnjög til félagsstofnunar. Einnig hélt Þorsteinn Pétursson, sem þá var framkvæmdastjóri Fulltrúaráðs verkalýðs- félaganna í Reykjavík, og staddur var á fundinum, mjög snjalla ræðu til örvunar um félagsstofnun. A stofnfundinum voru samþykkt lög fyrir félagið, og kosnir menn í þær trún- aðarstöður, sem lögin gerðu ráð fyrir. Félaginu var skipt í tvær deildir: Sjálfseignarmannadeild, í henni eru bifrciðastjórar, sem aka eigin bifreiðum, en í Launþegadeild eru bifreiðastjórar, sem aka sérleyfisbifreiðum, svo og öðrum bifreiðum, sem ökumenn eiga ekki sjálfir. Fyrsta stjórn félagsins var þannig skipuð: Formaður: Ingólfur Magnússon. Varaformaður: Jón Stígsson. Gjaldkeri: Sigurður Guðmundsson. Ritari: Valgeir Jónsson. Meðstjórnandi: Sig. Hilmarsson. Núverandi stjórn félagsins er þannig skipuð: Formaður: Ingólfur Magnússon, sem verið hefur formaður félagsins frá upp- hafi. Varaformaður: Sigurður Hilmarssön. Gjaldkcri: Gunnar Skafti Kristjánsson. Ritari: Sigurður Jónsson. Meðstjórnandi: Reynir Markússon. Félagatalan cr nú um 100 og er það all- verulegur hópur í ekki stærri hæ en Kefla- vík er. Á hinum stutta starfstíma félagsins hef- ttr margur góður árangur náðst í hags- munabaráttunni svo sem: Samræming ökutaxtans við taxta nágrannafélaganna, gjaldmælar hafa verið lögskipaðir í allar leigubifreiðir, innflutnings- og gjaldeyris- leyfi hafa fengizt fyrir bifreiðum til handa félagsmönnum, dýrtíðarsjóðsgjald fékkst

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.