Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.1957, Blaðsíða 11

Faxi - 01.05.1957, Blaðsíða 11
F A X I 59 Sigurður Guðmundsson, Ingólfur Magnússon og Valgeir Jónsson. fellt niður af bifreiðum þeim, sem félags- menn fluttu inn, en sá skattur nam alls 10—12 þúsund krónum á hverja bifreið. Enn fremur kjarasamningar. Margt fleira hefur áunnizt í félagstarfseminni, og er ég þess fullviss, að bifreiðastjórar eru nú farnir að skilja nauðsyn og mátt samtaka sinna. brátt fyrir unna sigra hefur stundum gætt sundurþykkju og ágreinings innan félagsins, og það stundum svo, að félag- inu hefur vart verið hugað líf, en með einlægum vilja margra félagsmanna og þó serstaklega vegna sáttatilrauna og ráð- legginga Bergsteins Guðjónssonar, sem aldrei hefur þreytzt á að aðstoða okkur í einu og öllu, hefur jafnan tekizt að lægja öldurnar. Bergsteinn Guðjónsson hefur nldrei talið eftir sér þær mörgu ferðir, sem hann hefur farið hingað suður í Keflavík á fundi í félagi okkar og þakka eg honum alveg sérstaklega fyrir alla hans fyrirgreiðslu í félagsmálum okkar. Enda er það ekki sízt að þakka Bergsteini Guðjónssyni svo og öðrum mönnum inn- an félagsins, að félagið stendur nú traust- um fótum. Eg hef.nú með nokkrum orðum lýst til- drögum að stofnun félags okkar, og minnzt á nokkur atriði, sem okkur hefur lekizt að koma í framkvæmd. En að sjálf- sögðu er enn margt óunnið í félagsmálum °kkar, sem við verðum að einbeita okkur ;>ð á næstu tímum. Mætti þar meðal ann- ars nefna, hvort ekki væri nauðsvnlegt að homa á takmörkun leigubifreiða hér í Keflavík, eins og gert hefur verið í Eeykjavík og á Akureyri. Gera kröfur um hættar götur í bænum og vegi yfirleitt. Gera samninga við biíreiðastöðvarnar um ýms nauðsynjamál varðandi samstarf bif- reiðastjórafélagsins og bifreiðastöðvanna o. m. fl. Þegar ég lít til baka yfir farinn veg, þessi fimm ár, scm félag okkar hefur starfað, þá er mér fyllilega ljóst, að ýmsir erfiðleikar hafa orðið á vegi okkar, og oft hafa menn orðið að leggja sig alla fram til þess að félagsstarfsemin gæti þróazt eðlilega. Ég vil nota þetta tækifæri til þess að þakka félögum mínum hverjum og ein- um fyrir gott og ánægjulegt samstarf á liðnum árum, og einnig þakka ég öllum, innan félags og utan, sem unnið hafa að stofnun félags okkar, og sem styrkt hafa máttarstoðir þess til áframhaldandi lifs og starfa. Félagar: Þó oft hafi verið skiptar skoð- anir og missætti innan félagsins, og jafn- vel þótt slíkt eigi eftir að endurtaka sig, þá er ég sannfærður um, að við getum á þessum tímamótum litið djarfir og von- góðir fram á veg, nú á þessari 5 ára hátíð félagsins, og við skulum allir strengja þess heit að við bver og einn gerum allt til þess að mynda sterka og órjúfandi fé- lagsheild, þá mun okkur farnast vel og við munum ná því marki, sem stefnt cr að. Að endingu leyfi ég mér, félagar og gestir, að biðja ykkur að rísa úr sætum og hrópa ferfalt húrra fyrir Bifreiðastjóra- félaginu Fylki. Síðara sundmót skólanna fór fram í Sundhöll Reykjavíkur hinn 21. marz sl. Stúlkur úr Gagnfræðaskóla Kefla- víkur hafa nú unnið til eignar 2 bikara og sýnir myndin Guðrúnu Þórarinsdóttur taka við fyrir hönd sveitarinnar síðari bikarnum. Fíladelfíusöfnuður vígir í Kcflavík nýja kirkju. Sunnudaginn 7. apríl vígði Filadelfíusöfn- uðurinn nýja kirkju að Hafnargötu 84 í Keflavík. Húsið er að flatarmáli 150 fermetr- ar, eða um 1100 teningsm. Er ætlunin að hús þetta þjóni tvennum tilgangi, sé bæði kirkja safnaðarins og svo sjómannastofa. A efri hæð hússins er 200 ferm. salur, ætlaður til guðs- þjónustuhaldsins. Er þar öllu mjög smekk- lega fyrirkomið og fór vígsluathöfnin þar fram. í kjallara er annar minni salur, 55 ferm. með sérinngangi. Þar er einnig 'eldhús og 4 stök herbergi, sem ætluð eru fyrir starfsemi hússins, en í kjallaranum á sjómannastofan að vera. Vígsluathöfnin fór vel fram. Aðalræðuna flutti prestur safnaðarins, Eric Ericsen, en hann hefur dvalið hér á landi i hartnær 30 ár og allan þann tíma unnið fyrir málefni safnaðarins og haft forustu um þau. Hann mun einnig hafa verið driffjöðrin og aðal- hvatamðurinn að kirkjubyggingunni í Kefla- vík. í ræðu sinni þakkaði Ericsen öllum, er lagt höfðu hönd á plóginn og á einn og annan hátt stutt að byggingunni. Hann gat þess að kostnaðarverð hússins væri nú 4—5 hundruð þúsund, auk yfir 10 þúsund vinnustunda í beinni gjafavinnu, sem aðallega hefðu komið frá safnaðarfólki, bæði héðan úr Keflavík og Reykjavík. Vígsluathöfnin var fjölmenn, enda sótt af söfnuðinum í Reykjavík, er hér kom í þessu tilefni til þess að samfagna safnaðarfólki í Keflavík. Auk þess var þangað boðið blaða- mönnum og fleirum og var samkomusalurinn þétt setinn út að dyrum. Eftir vígslu var gest- um boðið til kaffidrykkju. Glæsilcgur sigur Í.B.K. í drengjahlaupi Ánnanns. Sunnudaginn 28. apríl fór svo fram hið ár- lega drengjahlaup Armanns í Reykjavík. Keppendur voru skráðir 30, þar á meðal var fjölmennasti hópurinn frá Keflavík, 9 drengir. Hlaupið hófst í Vonarstræti kl. 10 f. h. og var hlaupið suður Tjarnargötu, rétt inn fyrir háskólann og þar svo þvert yfir mýr- ina. Hlaupið endaði í Hljómskálagarðinum. Vegarlengdin var 2 til 2Vz km. Fyrstur í mark varð Kristleifur Guðbjörnsson, KR, 2. Margeir Sigurbjörnsson, Í.B.K., 3. Jón Gísla- son, U.M.S.E., 4. Daníel Njálsson, U.M.F. Þröstur, 5. Olafur Jónsson, Í.B.K., G. Agnar Sigurvinsson, Í.B.K., 7. Stefán Ólafsson, Í.B.K. íþróttabandalag Keflavíkur vann því bæði 3ja og 5 manna sveitakeppnina með miklum yfirburðum. Hlaut 3ja manna sveit I.B.K. 9 stig. Annað í röðinni varð KR með 14 stig. í 5 manna sveitakeppninni sigraði I.B.K. með 26 stigum. í sveitakeppninni var keppt um 2 silfurbikara, sem Keflvíkingar unnu í íyrra, og unnu þeir þá nú aftur báða. Vinni þeir sveitkeppnina einnig næsta ár, eða þrisvar í röð, hlýtur Í.B.K. báða bikarana til eignar. Þykir frammistaða Keflvíkinga í þessu hlaupi vera með afbrigðum góð, enda virðast vera hér á ferðinni margir ungir og efnilegir hlauparar, sem með góðri þjálfun geta náð langt á framabrautinni. •«

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.