Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.1957, Blaðsíða 2

Faxi - 01.10.1957, Blaðsíða 2
86 F A X I Færeyjoför knattspyrnuflokks íþróttobandalags Keflavíkur Á síðastliðnu vori hófust brcfaskipti milli íþróttabandalags Keflavíkur (I.B.K.) og Knattspyrnufélagsins B-36 í Þórshöfn í Færcyjum um möguleika á gagnkvæm- um heimsóknum knattspyrnuflokka frá þessurn félögum. Varð það að ráði, að flokkur frá I.B.K. færi til Færeyja nú í sumar, en B-36 kæmi hingað næsta sumar. Laugardaginn 3. ágúst s.l. var svo lagt af stað frá Reykjavík með „Drottning- unni“. I förinni voru 14 knattspyrnu- menn auk undirritaðs, er átti að heita fararstjóri, allt Keílvíkingar (sjá með- fylgjandi mynd) nema einn Akureyring- ur, Jakob Jakobsson. Fengum við hann með okkur í stað eins af okkar beztu mönnum, Högna Gunnlaugssonar, sem af sérstökum ástæðum gat ekki farið með. Á leiðinni út gerðist fátt, sem í frá- sögur er færandi. Veður var dágott, suð- vestan gola, en sléttur sjór og hélzt svo alla leið. Bar því lítið á sjóveiki. Farþegar voru margir. Á mánudagsmorgni 5. ágúst sást land í Færeyjum, Myggenes, sem er vestasía eyjan. Eyjarnar eru 18 talsins, allar byggðar nema ein. Litli-Dimon. Siglt var í gegnum Vestmannasund, sem er rnilli Vogeyjar og Straumeyjar. Eyjarnar eru Sæbrattar víðast hvar, og þar af leiðandi lítið undirlendi, en víða grösugt upp á fjallstinda. Vestmannahöfn heitir allstórt þorp á Straumey. Þar er stærsta raforkuver eyj- anna, og fá 3 eyjar raforku frá því. Raf- strengurinn liggur yfir sundið og er siglt undir strenginn. Anriar strengur er lagð- ur á sama hátt yfir sundið milli Straum- eyjar og Austureyjar. Um hádegisbilið komum við til Þórs- hafnar, höfuðstaðar eyjanna. Höfðum við þá vcrið 41 klst. á lciðinni frá Reykjavík. Þarna var okkur tekið opnum örmum af stjórn félagsins B-36 og nokkrum þeirra, sem við áttum að búa hjá, meðan við dveldum í Þórshöfn. Fórum við heim hver með sínum gestgjafa og þáðum góð- gerðir. Síðar um daginn hittumst við svo allir á aðalhóteli bæjarins, „Hotel Hafnia“. Þar var okkur fengin allstór stofa, sem við skyldum liafa til að hittast í og hafa okkar fundi, meðan við dveldum í Þórs- höfn. Er við höfðum skýrt hver öðrum frá því, hve vel var á móti okkur tekið á hin- um nýju heimilum okkar, — þar áttum við sem sagt umfram allt að vera eins og heima hjá okkur, — var lialdið upp á völl á æfingu. Þarna er malarvöllur allgóður. 1 Þórs- höfn, sem telur um 6 þús. íbúa, eru 2 knattspyrnufélög, B-36, sem áður er getið, og H.B. Hvort félag á sitt hús við völl- inn. Þar eru böð — hituð upp með gasi, og búningsherbergi. (Nokkuð, sem ekki er til við völlinn í Keflavík, en er ekki vanþörf á að byggja.) Að æfingu lokinni fór hver heim til sín, og var mönnum ráðlagt að ganga snemma til hvílu. Á þriðjudagsmorgni var farið í Fær- eyjabanka og framseld ávísun á þann gjaldeyri, sem við fengum, og honum bróðurlega skipt. I Utvarpi Færeyja þennan dag var getið um komu okkar og jafnframt út- varpað íslenzkum lögum, að við héldum okkur til heiðurs. Utvarp þetta er nýlega tekið til starfa og útvarpar að jafnaði tvisvar á dag, frá kl. 12.20 til 12.40 og 18.40 til 19.20 minnir mig. Eyjaskeggjar nota yfirleitt mjög sterk útvarpstæki og hlusta mikið á erlendar stöðvar. Ákveðið var, að við skyldum leika 4 leiki og átti fyrsti leikurinn að fara fram Aftari r. frá vinstri: Garðar Pétursson, Þórh. Helgas., Sig. Albertss., Hafsteinn Guðmundss., fyrir- liði, Eðvarð Vil- mundars., Hörður Guðmundss., Þórh. Guðjónsson, Frið- rik Sigurbjörnsson, Gunnar Albertsson, Hermann Eiríksson fararstj. Fremri röð: Skúli Fjalld. Svavar Færs., Heimir Stígs- son, Jakob Jakobs- son, Guðm. P. Jónss. þennan dag við B-36 og hefjast kl. 18.30. Veður var stillt, en þokusúld, áhorfendur um 500. Lúðrasveit lék, áður en leikurinn hófst, m. a. þjóðsöngva Islands og Fær- eyja. Blöðin í Þórshöfn gátu um leikinn, er þau komu út dagana á eftir. Eitt þeirra, „14. september", sagði m. a.: „Fótbólts- liðið úr Keflavik leikaði móti B-36 í Gundadali týskvöldið og vann við 5 mál- um móti 2. Rættari úrslit hevði óivað 5—0 til Keflvíkingar, ella upp aftur meir, verið, tí svo væl leikaðu teir móti B-36 mönn- um, ið einki orkaðu móti teimurn. B-36- menn sýndu mikið kynstur í at sparka bóltin beint upp eftir, men tað er nú á völlinum og ikki móti himni að leikur fer fram. Keflvíkingar áttu alt spælið. Tað var við góðum grundum, at ein av áskoðarunum tók til: eru bert Islendingar á völlinum? Oll 5 mál íslendinga vöru væl gjörd. B-36 fekk annað mál sitt við revsisparki, hitt við frísparki . . .“. „Dagblaðið" sagði m. a.: „Keflvíkingar spæluðu yvirhövuð heilt væl og var tað ein lystur at síggja teir. B-36 reyndist sum nevnt ikki væl — teir hövdu tó sín gamla fyrimun, að teir vóru traustir til tað sein- asta. Men treystleikn einstaklinga er ikki tað einasta ið krevst.“ Eftir leikinn bauð stjórn B-36 okkur til kaffidrykkju ásamt leikmönnum sínum. Var setið og rabbað fram undir miðnætti. Daginn eftir var okkur boðið til Kirkju-

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.