Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.1957, Blaðsíða 11

Faxi - 01.10.1957, Blaðsíða 11
F A X I 95 Þetta litla danspar frá Keflavík skemmti á skemmtun barnadagsins í Reykjavík fyrsta sumardag s.l. og vakti mikla athygli fyrir frábæra leikni. Telpan, Henny Hermannsdóttir er aðeins 5 ara en herrann Ragnar Ragnarsson er 8 ára. Þetta litla par dansaði þrjá samkvæmisdansa: „Rumba“, „Jive“ og „Samba“, en þau eru nemendur úr dansskóla Hermanns Ragnars. Undirleik annaðist Þórir Baldursson 12 ára, en hann hefur þegar náð mikilli leikni á harmonikuna. Á skemmtun barnadagsins í Reykjavík munu hafa komið fram um 150 börn að þessu sinni, en þessir 3 litlu Kefl- vikingar hlupu undir bagga og gerðust sjálf- boðaliðar og eru Reykjavikurbörnin þeim þakklát fyrir komuna. Rcknetaveiðar. hófust hér í flóanum á venjulegum tíma. Aflaðist sæmilega framan af, en veiðin hvarf alveg, er á leið, svo flestir heimabátanna, sem stunduðu veiðarnar, fóru ýmist norður á Húnaflóa eða út af Siglufirði, en á ])essum svæðum veiddist nokkur síld í net í byrjun ágústmánaðar. Voru veiðihorfur þarna á tíma- bili svo glæsilegar, að sumir snurpuveiðibát- arnir létu senda sér reknetin norður og stund- uðu reknetin eftir það. Allir voru bátar þessir þó komnir suður í lok ágústmánaðar, nema Iveir eða þrír, sem létu drífa fyrir Vestfjörð- um með nokkrum árangri. Eftir að bátar þessir komu heim frá Norðurlandi, aflaðist hér nokkur síld fyrri hluta septembermán- aðar, en upp úr 20. september hvarf veiðin svo að segja alveg og fengu bátarnir þá mest 20—30 tunnur og margir ekki neitt. Er þetta svipað því sem var hér í fyrra, en þá lá veiðin niðri um þetta leyti og þar til fram undir miðjan október, að hún tók að glæðast, og aflaðist eftir það mjög vel, þegar á sjóinn gaf. Eru menn nú að vona, að þetta endurtaki sig og veiðin glæðist næstu daga. Lögreglustöðin. Lögreglustöð og fangageymsla Keflavíkur hefir að undanförnu um tíu ára skeið verið til húsa í gömlum lierbragga, og hefir það, vægast sagt, verið til stórskammar fyrir byggðarlagið. Hefir nú húsnæði því, sem bæjarskrifstofurnar voru áður, verið breytt í lögreglustöð, en á neðri hæð hússins, þar sem slökkvistöðin var, eru nú komnir 8 fangaklefar og má segja, að þar sé vel fyrir öllu séð, eftir því sem aðstæður hafa leyft. Við þetta tækifæri gat bæjarfógeti þess, að undanfarið hafi verið sótt um fjárfestingar- leyfi til að byggja hér fullkomna lögreglu- stöð, þar sem skrifstofur embættisins væru einnig til húsa, og þetta leyfi ekki fengizt. Hinsvegar hefði verið veitt til byggingar lög- reglustöðvar á Keflavíkurflugvelli. Taldi hann nauðsynlegt að þetta leyfi fengist bráð- lega, enda væri þetta húsnæði aðeins bráða- birgðar lausn. Á síðastliðnum vetri stofnuðu iðnaðarmenn hér á Suðurnesjum nokkur hlutafélög, í þeim tilgangi að taka að sér byggingarvinnu hér á flugvellinum og önnur stærri verk, sem einstaklingum eru ofviða. Stofnað var sérstakt félag innan hverrar iðngreinar. Voru það rafvirkjar, sem riðu á vaðið og stofnuðu félagið Rafmagnsverktakar Keflavíkur h.f. Formaður er Guðbjörn Guðmundsson, fram- kvæmdarstjóri Guðmundur Sveinsson. Á aðalfundi Iðnaðarmannafélags Keflavík- ur var málinu síðan hreyft og þar kosin nefnd til að athuga málið. Var nefndin þannig skipuð: Guðmundur Sveinsson, Áki Granz, Ásbjörn Guðmundsson, Sigurður Jónsson, Guðjón Hjörleifsson. Skilaði hún áliti á næsta fundi og var þar samþykkt að skora á fé- lagsmenn að stofna verktakafélög innan hverrar iðngreinar. Voru þau síðan stofnuð 16. apríl og hlutu þessi nöfn. Byggingar- verktakar Keflavíkur h.f., form. Sigurður Jónsson, Múraraverktakar Keflavíkur hi., form. Guðjón Hjörleifsson, Járniðnaðar- og pípulagningarverktakar Keflavíkur h.f., form. Ingvar Jóhannsson, og Málaraverk- takar Keflavíkur h.f., form. Guðni Magnús- son. Félög þessi hafa þegar tekið að sér nokkur verkefni. Byggingarverktakar hafa tekið að sér byggingu á frystihúsi o. fl. fyrir varnar- liðið, ennfremur byggingu á póst- og síma- húsi í Gerðum og viðbyggingu við símstöð- ina í Keflavík fyrir póst- og símamálastjórn- ina Rafmagnsverktakar hafa gert ýmsa samninga við Aðalverktaka, sömuleiðis Járn- smíðaverktakar og Múraraverktakar. Málara- verktakar hafa tekið að sér að mála starfs- mannaíbúðir á flugvellinum fyrir Varnar- máladeild. Það, sem ýtti undir stofnun þessara félaga, var það, að utanríkisráðherra og varnar- máladeild gáfu þau fyrirmæli, að iðnaðar- menn á Suðurnesjum skyldu fá aðstöðu til að taka að sér verk á flugvellinum, en sú aðstaða var áður ekki fyrir hendi. Vænta iðnaðarmenn sér góðs af þessu, því auk þess að verksvið þeirra rýmkast ætti þetta að stuðla að meiri samheldni þeirra og félags- hyggju, enda stendur að samtökum þessum allur þorri iðnaðarmanna á Suðurnesjum. Frá barnaskólaiiuni í Keflavík. Kennsla 7, 8 og 9 ára barna hófst 11. sept., en 10, 11 og 12 ára barna 1. okt. I skólanum eru um 570 börn í 22 deildum. Er það um 40 börnum fleira, en á síðast liðnum vetri. Kennarar við skólann eru 16, þar af 3, sem einnig eru kennarar við gagnfræðaskól- ann. Skóvinnustofa. Benjamín V. Jónsson skósmiður hefir opnað skóvinnustofu í Birkistíg 14, Keflavík. Er þar aðallega gert við gúmmískófatnað barna og fullorðinna, sólaðir götuskór o fl. L Dansskóli Hermanns Ragnars tekur til starfa 15. október. ■— Nánari upplýsingar og innritun í síma G71 eftir 1. október. Hermann Ragnar Garðavcg 2. 4 Skóvinnustofa Hefi opnað skóvinnutsofu á Birkiteig 14, Keflavík. Sími 307. Gjörið svo vcl og lítið inn. Benjamín V. Jónsson Skósmiður.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.