Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1964, Blaðsíða 2

Faxi - 01.02.1964, Blaðsíða 2
Marta Valgerður Jónsdóttir: Minningar frá Keflavík Litla-Vatnsnes, dálítið tómthúsmanns- býli, var á austanverðu Vatnsnesinu, stóð innst við víkina, þar sem hafskipahöfn Keflavíkur var síðar gerð. Um aldamótin og lengi síðar, bjuggu þar.hjónin Bjarni Jónsson og Jóhanna Jónasdóttir, bæði dugnaðar- og myndarfólk. Bjarni stund- aði sjóinn og var lengi formaður á opnu skipunum, þótti hann fyrirtaks stjórnari, duglegur og fengsæll. Bjarni var maður stór vexti, vel vaxinn, teinréttur, breiður um herðar og þéttvaxinn, fríður sýnum og allur hinn vörpulegasti. Um hann var þetta eitt sinn kveðið í bæjarímu: „A Litla-Vatnsnesi bóndi býr, sem Bjarni heitir, frækinn oft sínu fleyi snýr í fiskileitir.“ Síðar var Bjarni leiðsögumaður á ensk- um torgurum, og kom það sér þá vel fyrir hann, að hann var allvel fær í enskri tungu. Hafði hann á yngri árum dvalið i Vesturheimi um nokkurra ára skeið. Vann hann að húsasmíði einhvers staðar í Suð- urríkjunum og hlóð þá veggi úr múr- steinum, rétt eins og Steinar í Steinahlíð- um gerði, er hann dvaldi í Utha, en ekki veit ég, hvort Bjarni bjó múrsteinana til sjálfur, eins og Steinar. Bjarni var vel greindur maður og mun hafa búið yfir kímnigáfu, sem hann fór vel með. Hæglátur var hann hversdagslega og lá fremur lágt rómur. Svona man ég eftir honum, er hann kom í búð að verzla. Og í viðskiptum var hann mjög áreiðan- legur maður, en þá var lítið um peninga- greiðslu út í hönd, heldur var úttektin skrifuð í verzlunarbækur og greidd siðar með fiskafurðum. Mátti á þessu vel greina skilvísi manna. Jóhanna, kona Bjarna, var dugnaðar- og forstandskona og svo hreinleg, að orð var á gert. Var heimili hennar allt fágað og prýtt hvern dag út fyrir dyr. Jóhanna var grönn kona og nettvaxin, í meðallagi há, lagleg, hæglát í fasi, mjög snyrtileg í bún- aði, þótt ekki bærist hún á í neinu. Okunn- ugum gat virzt hún nokkuð alvarleg, en vel hafði hún tekið á móti gestum, er að garði bar, er ósjaldan voru næturgestir. Voru þau hjón bæði gestrisin og góð heim að sækja. Á lóðinni umhverfis húsið á Litla- Vatns- nesi ræktuðu þau hjónin stóra matjurta- garða og hirti Jóhanna þá af mikilli natni, enda var uppskeran eftir því bæði mikil og góð. Stundaði Jóhanna þessa garðrækt fram til þess síðasta. Eftir því sem fólki fjölgaði i Keflavík, átti þeim mun fleiri leið inn að Litla-Vatnsnesi til þess að kaupa sér jarðarávöxt, einkum rófur. Jóhanna á Litla-Vatnsnesi var fædd 27. okt. 1860 á Rútsstöðum í Flóa. Voru for- eldrar hennar Jónas bóndi þar og kona hans, Una Jónsdóttir. Jónas var fææddur 28. ágúst 1828 á Rútsstöðum Jónsson, bónda þar, f. um 1793 í Klausturhólasókn, d. 21. marz 1857 Jónssonar. Kona Jóns bónda og móðir Jónasar var Þórdís, f. um 1796 á Hamri í Flóa, d. 18. apríl 1856 Jónsdóttir, bónda á Hamri, svo Gegnishólum og síðast Rútsstöðum, f. 1745 á Strönd í Landeyjum, Einarssonar. Kona Jóns Einarssonar og amma Jónas- ar á Rútsstöðum var Hallbera, f. 1753 Er- lendsdóttir, bónda á Vindási á Landi, svo Hæringsstöðum í Flóa Helgasonar. (G. Bólstaðir og búendur, bls. 91). Kona Jóns á Rútsstöðum (4. júlí 1857) og móðir Jóhönnu á Vatnsnesi, var Una, f. 19. apríl 1832 Jónsdóttir, bónda á Efra- Seli á Landi um eða yfir fimmtíu ár, f. 1753 á Stóruvöllum á Landi, dáinn 16. des. 1838 á Efra-Seli, sonur Ingvars, bónda á Stóruvöllum, f. 1708, d. fyrir 1756, Magn- ússonar. Kona Ingvars á Stóruvöllum var Hall- bera, f. 1707, Sigmundsdóttir. Hún bjó með börnum sínum, eftir lát manns síns, á Stóruvöllum, en giftist svo aftur Guð- brandi Jónssyni og bjuggu þau áfram á Stóruvöllum, og þar andaðist Hallbera 23. maí 1784. Meðal barna þeirra Stóru- vallahjóna var Magnús, f. 1740. Hann byrjaði búskap í Stóra-Klofa á Landi með konu sinni Höllu Jónsdóttur. Þaðan fluttu þau að Skarði á Landi. Sonur þeirra var Ingvar bóndi á Skarði, kvæntist 2. okt. 1788 Ingibjörgu Eiríksdóttur frá Bolholti. Var heimilið í Skarði í tíð þeirra feðga nafnfrægt, svo sem kunnugt er. Fimm voru þær Skarðssystur, dætur Ingvars og Ingibjargar, voru þær allar frábærar að mannkostum og myndarskap og giftust allar vel. Elzta dóttirin, Kristín Ingvarsdóttir, f- 1790, giftist Eiríki sýslumanni Sverrisen. Dóttir þeirra, Guðlaug, fædd árið 1826, giftist séra Gísla á Reynivöllum, Jó- hannessyni. Þeirra sonur var Brynjólfur, bóndi í Skildinganesi við Skerjafjörð, f- Hjónin Bjarni Jónsson og Jóhanna Jónasdóttir.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.