Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1964, Blaðsíða 7

Faxi - 01.02.1964, Blaðsíða 7
Jón Guðbrandsson sjötugur Ævi hans hófst í breiðfirzkri byggð árið 1894, í torfbæ, sem heitir að Hallsstöðum á Fellsströnd. Hjónin þar á bænum hétu Guðbrandur Jónsson og Kristín Halldórs- dóttir, og þau áttu þennan dreng, sem þau létu heita Jón. Síðan eru liðin sjötíu ár, all-löng mannsævi. Jón ólst upp í foreldrahúsum til fullorð- msára. Attu foreldrar hans 6 börn, sem öll °lust upp heima, en þau eru auk Jóns: Halldór og Sigríður, sem bæði eru látin, V'igdís, búsett í Keflavík, Björn, búsettur í Keflavík, látinn 7. ágúst 1957, og Torfi, búsettur í Keflavík. Bóndinn á Hallsstöðum mun því hafa haft allgóðum liðskosti á að skipa, meðan systkinin voru öll heima, því að öll munu þau fljótt hafa reynzt efnisfólk. A sjötugsafmæli Jóns hinn 3. febrúar síðastl. veitti Jón og Vigdís systir hans skyldmennum og vinum móttöku. Bárust honum þangað margar hlýjar óskir. — Þess er að minnast, að Jón Guðbrands- son er vel af guði gerður, sterkbyggður líkamlega, greindur vel, hógvær og prúð- Ur, og dómbær um ýmsa hluti umfram ■Tiarga aðra menn. Hefur hann alla ævi verið verkamaður, fyrst heima í sinni sveit sem vinnumaður og hóndi, og síðan hér í Keflavík. Hingað flutti hann fyrir 35 ár- um. Þau handtök, sem eftir Jón Guðbrandsson liggja, hafa reynzt vel. Samborgarar hans °g samferðamenn eiga honum talsvert uiikið að þakka fyrir þau. Oft er hann búinn að taka til hendi, því að hverja stund, er til vinnutíma heyrði, held ég kann hafi notað, — og noti enn, — til emhverra athafna, milli þess er hann les °g hvílist nauðsynlegri hvíld. Hann hefur gengið um vettvang starfsins með þeirri eðlilegu lífsnautn, að sjá nokkurn árangur verka sinna. Þegar ýmsir aðrir hafa verið að fást við það erfiða viðfangsefni að »drepa tímann“, hefur hann reynt að láta bann lifa og hjálpa sér til, notað hann á kkan hátt og Grímur loðinkinni notaði vindinn í seglin forðum. Iðjusemi Jóns hefur ekki fært honum Upp í hendurnar nein auðævi eftir hvern einstakan dag, heldur aðeins þann arð, sem fest af umsömdu dagkaupi verkamanns. Sá arður er oftast miklu rýrari heldur en binna, sem taka laun fyrir að drepa tím- ann. Arðinn er hægt að láta hverfa frá degi til dags, eftir því sem hverjum sýnist. Dagarnir í árinu hjá Jóni eru líka jafn- margir og hinna. En þeir hafa reynzt hon- um nógu margir til að gefa honum saman- lagðan arð, sem er stórfé. Þetta fé færði Jón Guðbrandsson. hann Keflavíkurhæ að gjöf fyrir nokkrum árum, þegar hann byggði Elliheimilið Hlé- vang og afhenti bænum. Sú stórmannlega rausn er algert einsdæmi hér um slóðir. Og nú, eftir að hann byrjaði 8. tug ævi sinnar, hefur hann enn fært bænum mjög veglega gjöf, sem nota skal til að stofna sumardvalarheimili fyrir börn. Við vitum það öll, að ellin og æskan þurfa skjól, og til þess er varið árlega allmiklu almanna- fé. Jón Guðbrandsson leggur í þágu mál- efnisins fram arð sinna mörgu vinnu- stunda, og greiðir auk þess sína skatta og skyldur. Jón segir, að sér hafi alltaf liðið vel í Keflavík, — en öllum, sem kynnast Jóni, líður líka vel í návist hans. Hafi Jón ástæðu til að þakka, þá höfum við það líka, samborgarar hans. I afmælishófinu bárust Jóni árnaðarósk- ir og þakkir frá bæjarstjóranum í Kefla- vík í nafni bæjarstjórnar og allra bæjar- búa. Mæltist bæjarstjóri þar til að mega láta mála af honum mynd, sem varðveitt yrði í Elliheimilinu Hlévangi. Slíkt er mjög að verðleikum, svo langt sem það nær. Þegar við mætum manni í fyrsta sinn og þekkjum hann ekki af afspurn, kemur '----------------------------x K e f I a v í k Matarstell Kaffistell Stakir bollar Bátakönnur Hnífapör, stök Hnífapör í gjafakössum Margskonar plastvörur Hraðsuðukatlar Kaffikönnur Pottar, margar stærðir Straujárn Brauðristar Ryksugur Bónvélar Leikföng Kaupfélag Suðurnesja Búsáhaldadeild. Sími 1501. <----------------------------> oft spurning fram í hugann: Hver er mað- urinn P Eg varð á vegi Jóns fyrir rúmum 30 ár- um, og sá hann þá í fyrsta sinn. Síðan liöf- um við átt samleið meira og minna. Eg hef þess vegna fengið svar við spurning- unni. Hann er ekki fyrirferðarmikill, þeg- ar við mætum honum. Samt er það svo, að hann er einliver bezti maður, sem ég hef kynnzt. Eg óska honum til hamingju með ævina og afmælið. Valtýr Guðjónsson. F A X I — 23

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.