Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1964, Blaðsíða 9

Faxi - 01.02.1964, Blaðsíða 9
Aðalfundur Knattspyrnufélags Keflavíkur var haldinn 18. janúar síðastliðinn. — I stjórn félagsins voru kosnir: Formaður Sig- urður Steindórsson, Gunnar Albertsson, Jón Olafur Jónsson, Helgi Hólm og Sigurður Karlsson. Slysavarnadeild kvenna í Kcflavík hélt aðalfund sinn 3. febr. 1964. Fiáröflun deildarinnar gekk með afbrigðum vel á árinu °g hefur framlag hennar til Slysavarnafélags Islands aldrei verið eins mikið og nú, þ. e. kr. 16.825,00. Áður á árinu hafði deildin gefið kr. 25.000,00 til kaupa á talstöðvum, og hafa þá kr. 101.875.00 runnið til Slysavarnafélags Islands á þessu ári frá Keflavíkurdeildinni. Innri- og Ytri-Njarðvíkingar skilja vel starfsemi deildarinnar og taka þeim vel, sem til þeirra leita um framlag, og biður stjórnin Faxa að bera þessu ágæta fólki sínar beztu þakkir. — Stjórn félagsins var endurkjörin og skipa hana: Jónína Guðjónsdóttir formað- ur, Sesselja Magnúsdóttir ritari, Helga Þor- steinsdóttir gjaldkeri. I varastjórn í sömu röð: Guðný Ásberg, Elín Ólafsdóttir, Kristín Guð- mundsdóttir. Endurskoðendur Jóna Einars- dóttir, Svava Runólfsdóttir. — Að enduðum aðalfundi var sezt að veizlukaffi og að síðustu sýndi frú Lóa Þorkelsdóttir mjög fróðlegar og fallegar litskuggamyndir, bæði erlendar og innlendar, og skýrði þær. Tvö skip hætt komin í Keflavíkurhöfn. Laugardaginn 1. febrúar síðastliðinn, þegar Hutningaskipið Katla var að leggja frá bryggju 1 Keflavík, lenti það upp í fjörugrjóti og uiunaði mjóu að það bæri þar beinin. Nánari atvik voru þau, að er skipið var að Ieggja frá, rétt fyrir klukkan 12 á hádegi, var sleppt jafnt að framan og aftan, en vélar skipsins tóku ekki við sér. Austanstrekkingur var á, er þetta gerðist, og skipti það engum togum, að skipið rak upp í klettana í fjör- unni og varpaði þar akkerum. Eldey, sem er 140 lesta stálskip, hafði legið utan á Kötlu. Var Eldey með allar vélar í gangi og var þegar settur vír um borð í Kötlu °g síðan dró Eldey Kötlu út fyrir höfnina. ^egar skipverjar á Kötlu slepptu vírunum, vildi svo illa til að hann lenti i skrúfunni á Eldey, sem rak stjórnlaust að skeri, sem þar er- Vélbáturinn Vilborg, sem var rétt ný- kominn úr róðri, brá skjótt við og var nú komið togvír á milli bátanna og dró Vilborg Eldey, svo að bryggju. Eldey steytti lítils háttar á skerinu og laskaðist skrúfan nokkuð. var skipið því tekið í slipp til lagfæringar a skemmdunum. Er út úr höfninni kom setti Katla vélar sínar í gang og sigldi óskemmd til næsta viðkomustaðar. Talið er, að hjálp- in, sem Eldey veitti Kötlu, flokkist undir björgun, en aðstoð, sem Vilborg veitti Eldey. Sigurður Magnússon yrkir þannig til s. 1. jóla: Kærleiksnáðar sólin sú syndaheimi birtist. Gæzku jóla njótum nú nítján hundruð sextíu og þrjú. Eins og flestum mun kunnugt, hefur Sig- urður að mestu misst sjónina. — Hann heilsar nýbyrjuðu ári þannig: Er að birta, eða hvað, yfir heiðar, strönd og gjögur, nýja árið nú byrjað nítján hundruð sextíu og fjögur? Guðni. Finnbogason flettir göinlum Faxa: Gáði ég í gamlan Faxa, gaman þótti mér að fletta. Forvitni þá vildi vaxa, var þar oná nóg að detta. Fróðleikur af fjölda tagi, ferskur mun, þó árin líði, seinni tíma sérílagi Suðumesja annáls prýði. Afengissala Áfengisverzlunar ríkisins eykst hröðum skrefum. Heildarsalan varð síðastliðin þrjú ár: Árið 1963 .................... kr. 277.607.452,00 Árið 1962 .................... kr. 235.838.750,00 Árið 1961 .................... kr. 199.385.716,00 Áfengissalan jókst því um kr. 41.768.702,00 árið 1962, eða um 15%. Það skal tekið fram, að í ágústmánuði 1963 varð allmikil hækkun á áfengum drykkjum. Áfen^isneyzlan hefur veriði á^in 1961— 1963: Árið 1963 1,93 lítrar á mann, miðað við 100% áfengi, 1962 1,82 ltr., 1961 1,61 ltr. Áfengisneyzlan hefur þannig vaxið um 6% á árinu 1963. Áfengisvarnaráð. Nýtt fyrirtæki. Sigurður Sumarliðason, Akurbraut 2, Innri- Njarðvík, hefur sett á stofn nýtt og hag- kvæmt fyrirtæki, sem ætti að geta orðið til mikilla þæginda fyrir bílaeigendur hér á Suð- urnesjum. — Á öðrum stað hér í blaðinu er auglýsing frá þessu nýja fyrirtæki, sem er gufuhreinsun á vélum og undirvögnum bif- reiða og ýmiss konar annarra véla. Fyrir nokkru hefur verið byrjað á slíkri þjónustu í Reykjavík og hefur þetta verið mjög mikið notað af bílaeigendum. Svipaða reynslu segist Sigurður hafa af þessu, síðan hann byrjði hér, enda sé þetta eina fyrirtæk- ið á Suðurnesjum, sem annast þessa þjón- ustu. Nýja bankaútibúið í Sandgerði færir slysa- varnafélögum og ungbörnum stórgjafir. 31. jan. var opnað í Sandgerði fyrsta banka- útibúið, og er það mikill atburður í Sand- gerðis- og Miðneshreppi, og hugsa Miðnesing- ar sér gott til viðskipta við hið nýja útibú. Þetta er útibú frá Landsbanka íslands og er til húsa í Suðurgötu 10, í húsinu Stórhöfða, sem Ólafur Vilhjálmsson oddviti á. Verður útibúið opið tvo daga í viku, á þriðjudögum og föstudögum kl. 2—4. Forstöðumaður úti- búsins er Ari Jónsson og gjaldkeri Jens Sör- ensen. Við opnunina afhenti Landsbankinn slysa- varnafélögunum i Miðnes- og Gerðahreppi 30 þús. kr. hvoru og einnig fyrsta borgaranum sem fæddist á þessu ári í hvorum hreppi kr. 5000,00. Vélskipið Jón Garðar ferst. Að morgni fimmtudagsins 24. jan. síðastl. skeði sá atburður, að síldarskipið Jón Garðar GK 510 fékk á sig hnút, þar sem það var statt 16 sjómílur suðaustur af Hjörleifshöfða, á leið með síldarfarm til Vestmannaeyja. Valt skipið á hliðina og sökk á 7—10 mínútum. Á Jóni Garðari var 10 manna áhöfn og kom- ust allir í gúmbjörgunarbát skipsins, en vél- skipið Hamravík, sem var statt 2 sjómílur frá slysstaðnum, þegar neyðarkallið var sent út, kom strax á vettvang og innan 10 mínútna var öll áhöfn Jóns Garðars komin heilu og höldnu um borð í Hamravíkina, sem sigldi með þá til Reykjavíkur. Má segja, að lánlega hafi til tekizt um þetta björgunarstarf. Jón Garðar var stálskip, smíðað í Hollandi 1960, 128 smál. að stærð. Eigandi Guðmundur Jónsson útgerðarmaður á Rafnkelsstöðum í Garði. Þakkarorð. Hjartanlega þakka ég allar vinarkveðjur, sem mér bárust á afmæli mínu, svo og rit- stjóra og blaðstjórn Faxa höfðinglega gjöf. Marta Valgerður Jónsdóttir. STEINHÚÐUN H.F. Jcdnt fyrir híbýli sem vinnustaði: ULBRIEA húðun á GÓLF og STIGA, án samskeyta. mikið slitþol, einlitt og og litmynztrað. ULBRIKA á LOFT og VEGGI. Vamar sprungum, spara má tínpússningu, fjölbreytt áferð og litaval. Síml 2 38 82 F A X I — 25

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.