Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1964, Blaðsíða 8

Faxi - 01.02.1964, Blaðsíða 8
Z' ^ Útgefandi: Málfundafélagið Faxi, Keflavík. — Ritstjóri og afgreiðslumaður: f Hallgrímur Th. Björnsson. Blaðstjórn: Hallgrímur Th. Björnsson. Margeir JL Æ JL Jónsson, Kristinn Reyr. Gjaldkeri: Guðni Magnússon. Auglýsingast j.: Gunnar Sveinsson. Verð blaðsins í lausasölu krónur 15,00. Alþýðuprentsmiðjan h.f. V________________________________________________________________________________________________ Sundmeistaramót’ Keflavíkur 1963 Sundmeistaramót Keflavíkur var haldið í Sundhöll Keflavíkur sunnud. 15. des. s.l. A mótinu var keppt um afreksbikar karla og kvenna. Auður Guðjónsdóttir vann afreksbikar kvenna en Davíð Valgarðsson afreksbikar karla. A mótinu kepptu sem gestir margir af beztu sundmönnum landsins. Keflavíkurmeistarar í einstökum greinum urðu: 100 metra skriðsund karla: Davíð Valgarðsson 59,9 sek. 100 metra bringusund kvenna: Auður Guðjónsdóttir 1.27,1 mín. 100 metra bringusund karla: Þór Magnússon 1.30,0 mín. 50 metra baksund kvenna: Auður Guðjónsdóttir 40,0 sek. 50 metra baksund karla: Davíð Valgarðsson 32,5 sek. 50 metra flugsund karla: Davíð Valgarðsson 29,6 sek. Davíð Valgarðsson. 24 — F A X I 66% metra fjórsund karla (hver maður syndir fjórar sundaðferðir): Davíð Valgarðsson 44,8 sek. 66% metra fjórsund kvenna: Auður Guðjónsdóttir 52,5 sek. 3x50 metra boðsund (þrísund) kvenna: Sveit í. B. K. 2.03,8 mín. 4x50 metra boðsund (fjórsund) karla: Sveit í. B. K. 2.16,5 mín. 50 metra bringusund drengja: Þór Magnússon 38,2 sek. 50 metra skriðsund drengja: Jón Helgason 32,7 sek. 50 metra skriðsund telpna: Andrea Guðnadóttir 40,1 sek. 50 metra bringusund telpna: Lovísa Gunnarsdóttir 45,0 sek. H. G. Auður Guðjónsdóttir. Nætur- og helgidagslæknar í Keflavíkurhéraði. I febrúar: 21. Kjartan Ólafsson. 22. Arnbjörn Ólafsson. 23. Arnbjörn Ólafsson. 24. Guðjón Klemenzson. 25. Guðjón Klemenzson. 26. Kjartan Ólafsson. 27. Kjartan Ólafsson. 28. Arnbjörn Ólafsson. 29. Guðjón Klemenzson. I marz: 1. Guðjón Klemenzson. 2. Kjartan Ólafsson. 3. Kjartan Ólafsson. 4. Arnbjörn Ólafsson. 5. Arnbjörn Ólafsson. 6. Guðjón Klemenzson. 7. Kjartan Ólafsson. 8. Kjartan Ólafsson. 9. Arnbjörn Ólafsson. 10. Arnbjörn Ólafsson. 11. Guðjón Klemenzson. 12. Guðjón Klemenzson. 13. Kjartan Ólafsson. 14. Ambjörn Ólafsson. 15. Arnbjörn Ólafsson. 16. Guðjón Klemenzson. 17. Guðjón Klemenzson. 18. Kjartan Ólafsson. 19. Kjartan Ólafsson. 20. Arnbjörn Ólafsson. 21. Guðjón Klemenzson. 22. Guðjón Klemenzson. 23. Kjartan Ólafsson. 24. Kjartan Ólafsson. 25. Arnbjörn Ólafsson. 26. Arnbjörn Ólafsson. Efnilegur sundmaður. Árlega velja íþróttafréttaritarar dagblað- anna í Reykjavík 10 beztu íþróttamenn árs- ins. Fyrir stuttu síðan tilkynntu þeir val sitt fyrir árið 1963. Meðal 10 beztu íþróttamanna ársins er nú í fyrsta sinn valinn Keflvíking- ur. Er það hinn 16 ára gamli sundmaður, Davíð Valgarðsson, sem þegar hefur vakið á sér verðskuldaða athygli, þó ungur sé, sem einn af fremstu sundmönnum landsins. Davíð hefur þegar náð þeim frábæra árangri að bæta íslandsmet hins kunna sundkappa, Guð- mundar Gíslasonar, í 50 m flugsundi. Auk þess hefur Davíð þegar sett 11 drengjamet í sundi, en flest þeirra meta átti Guðmundur Gíslason. — Davíð, sem þegar er orðinn mesti afreksmaður í sundi, sem Keflvíkingar hafa eignazt, á þó vafalaust eftir að ná enn lengra í sundiþróttinni, og kæmi vist engum á óvart, þó hann ætti eftir að setja fleiri íslandsmet. Aðalfundur Ungmcnnafélags Kcflavíkur var haldinn 12. febrúar síðastliðinn. — I stjórn félagsins næsta starfsár voru kosnir: Formaður Þórhallur Guðjónsson, Hörður Guðmundsson, Högni Gunnlaugsson, Magnús Haraldsson, Jón Jóhannsson. Ársþing í. B. K. 8. ársþing íþróttabandalags Keflavíkur verður haldið sunnudaginn 1. marz n. k. 1 Aðalveri og hefst kl. 2 e. h.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.