Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1964, Blaðsíða 13

Faxi - 01.02.1964, Blaðsíða 13
Fær kirkjan Eins og menn muna var i janúarblaði Faxa stutt viðtal við Hjálmar Pétursson úrsmið, sem um tveggja ára skeið hefur starfrækt hér í Keflavík úrsmíðastofu að Hafnargötu 34 og sjálfur sett þar upp myndarlega útiklukku. Er við ræddum um þessa útiklukku gat Hjálmar þess, að hann langaði mjög til að koma hér upp fleiri útiklukkum í bænum og í því sam- bandi væri hann með hálf mótaða hug- mynd, sem hann ta’.di all fréttnæmt efni, ef af gæti orðið og bað mig að gefa sér tækifæri til að skýra nánar frá því í næsta blaði. Þessi orð Hjálmars vöktu forvitni mína og nú á dögunum brá ég mér inn til hans og spurðist frétta af þessu leyndar- dómsfulla máli. Hjálmar tók mér vel og kvaðst ,nú tilbúinn að leysa frá skjóðunni. Svo er mál með vexti, sagði hann, að rétt eftir að ég kom til Keflavíkur, hitti ég hér gamlan kunningja minn að máli, Gústaf Andersen sýningarmann og lét hann þá orð að því falla, fyrst hér væri nú kominn úrsmiður í bæinn, hvort ekki væri þá hægt að gera eitthvað fyrir klukk- una í kirkjuturninum. Ég var strax hrif- inn af hugmyndinni og gerði athugun á klukkunni og komst að raun um, að ódýr- ara mundi að kaupa nýja 'klukku, heldur en að gera við þá gömlu. I framhaldi af þessu kynnti ég mér möguleika á að fá slíkt gangverk hjá hinum ýmsu umboð- um, sem hafa með slíka hluti að gera. Þessi eftirgrennslan befir staðið allt s.l. ár og á endanum varð fyrir valinu I.B.M. umboðið, en það hefir Ottó A. Michelsen í Reykjavík. Við Gústaf fengum svo um- boðsmanninn hingað suður til að líta á allar aðstæður og gefa upp áætlaðan kostn- að og góðar ráðleggingar, því við vorum staðráðnir í að hrinda þessu í framkvæmd hvað sem það kostaði, í þeirri góðu trú, að fjárhagslega mundi svona góðu máli leggjast eitthvað til. Og á þessu stigi var tnálið statt, er ég ræddi við þig síðast í Faxa. Rétt er hér að geta þess, að fyrirhuguð klukka kostar kr. 30—35 þúsund, en þar sem þú kvattir eindregið til að hún yrði með kortera og hálftímaslögum, en þar er ég þér alveg sammála, þá kemur hún til með að kosta 20—25 þúsund krónum meira, eða verkið allt ca. 55—60 þúsund krónur. Þetta er að sjálfsögðu rnikill pen- higur, en miðað við þá ánægju, sem slíkt nýja klukku? gangverk kemur til með að veita, þá get- ur þetta naumast talist mikið fyrir jafn fjölmennan bæ. Þegar hér var komið sögu þurftum við Gústaf að fara að semja fjár- hagsáætlun til að mæta væntanlegum kostnaði og kom okkur þá í hug að leita til þeirra Ingvars Guðmundssonar og Kristjáns Guðlaugssonar, sem á sínum tíma höfðu safnað fé í sama skyni í blaði sínu Keflavíkurtíðindum, en þeirri söfnun lauk, þegar blaðið hætti að koma út. Þeir félagar tóku málaleitan okkar vel og höf- um við nú í samráði við þá hafið fjár- söfnun fyist um sinn hjá fyrirtækjum og hefir okkur það sem af er hvarvetna verið vel tekið. — Það var ánægjulegt að hevra þetta, Hjálmar, og væntanlega fáum við þá vand- aða og góða klukku, og þá helzt klukku, sem leikur fallegt lag bæjarbúum til vndis- auka ? — Klukkan er af svokallaðri móður- /(ht/(/{itgerð, en það er pendulklukka raf- trekt. Þessi móðurklukka stjórnar öllum skífuverkunum og stillir þær á 60. hverri mínútu. I.B.M. er mjög öruggt og þekkt firma. Rafmagnsheilinn, sem lék og söng fyrir okkur í útvarpið nú fyrir skömmu var frá þessu fyrirtæki. — Hvenær fáum við klukkuna? — Já, nú er ekkert til fyrirstöðu, klukk- an er til og vonandi safnast nóg fyrir henni og þá ætti hún að geta hljómað út yfir bæ og byggð á n. k. páskum. Mig langar að biðja Faxa að birta fyrir okkur söfnunarlistann í næsta blaði eða þegar verkinu er lokið. Að endingu vil ég svo þakka þann velvilja sem Faxi hefir sýnt þessu áhugamáli okkar. H. T/i. B. .i*o*c«c *c *c *c • r •c*Of io»o*c«c«c«c«c»c*_«c»c.»c KEFLAVÍK - SUÐURNES Kenni á bíl — VOLKSWAGEN Júlíus Kristinsson Kirkjuteigi 7. — Keflavík. Sími 1876. SSSSSgSg2SSSSSSSSS2gSSSgSSSSSSSSSS£SSgSS£22?S?£S£?SS£?SSSSS? MOSAIK í fjölbreyttu úrvali. Gólfflísar og veggflísar ásamt tilheyrandi lími. Kaupfélag Suðu rnesj a Járn- og skipadeild. Sími 1505. Húsbyggjendur! Höfum fyrirliggjandi timbur í öllum algengum stærðum. Kaupfélag Suðu rnesj a Járn- og skipadeild. Sími 1505. Keflvíkingar! Nýkomið slétt járn og girði, kjöljárn, rennubönd, þak- gluggar, þakpappi, þak- saumur og pappasaumur. Kaupfélag Suðurnesja Járn- og skipadeild. Sími 1505. F A X I — 29

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.