Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.1964, Blaðsíða 3

Faxi - 01.10.1964, Blaðsíða 3
Eftir verðlaunaafhendingu stilltu Akurnesingar og KR-ingar sér upp og fögnuðu Islandsmeisturunum, er þeir gengu af leikvelli með Islandsbikarinn. vona, að slík veizluhöld ættu eftir aS endurtaka sig á komandi árum. Næstur talaði þjálfari flokksins, Óli B. Jónsson, sem þakkaði piltunum ágæta við- kynnngu og bar mikið lof á dugnað þeirra og ástundun við æfingar. Lokaúrslit á mótinu urðu þessi: Keflavík .... 10 6 — 3 —1 25:13 15 stig Akranes....... 10 6 —0 — 4 27:21 12 — KR ........... 10 4 — 3 — 3 16:15 11 — Valur ........ 10 3 —2 —5 19:25 8 — Fram ......... 10 2 — 3 — 5 16:20 7 — Þróttur ...... 10 2 —3 —5 14:24 7 — Bílamerki ÍBK. ÍBK hefir látið gera bílamerki til ágóða fyrir starfsemi sína. Eru allir bílaeigendur í Keflavík hvattir til þess að kaupa merkin og skreyta bifreið sína með þeim. Með því sýna þeir 'hug sinn til íþróttahreyfingarinnar, en kjörorð ÍBK er: Bílamerki ÍBK á alla bíla í Keflavík. Bílamerkin eru til sölu víðsvegar um bæ- inn, þ. á m. á öllum bílastöðvunum. Érvals þjálfarar Handknattleiksæfingar Í.B.K. eru hafnar fyrir skömmu í íþróttahúsinu, og eru alla niiðvikud. og föstud. frá klukkan 7.30 til 11 síðdegis. Hinn kunni landsliðsþjálfari Pétur Bjarnason hefur verið ráðinn handknattleiks- þjálfari Í.B.K. í vetur. Sundæfingar hófust í Sundhöllinni 10. okt. s. I. Davíð Valgarðsson verður þjálfari fyrst um sinn en Guðmundur Gislason tekur við þjálfunninni er hann kemur heim af Ólympíuleikunum. Keflvikingar fagna unnum sigri. Guðmunda Sumarliða- dóttir færir form. IBK, Hafsteini Guðmunds- syni, peningagjöf frá sér og eiginmanninum, Gunnlaugi Karlssyni, í tilefni af sigri hinna nýbökuðu íslands- meistara. FAXI — 127

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.