Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.1964, Blaðsíða 4

Faxi - 01.10.1964, Blaðsíða 4
Aðstoðarlæknir ráðinn að sjúkrahúsi Keflavíkur Nýskeð réðist að sjúkrahúsinu í Keflavík ungur læknir til aðstoðar við yfirlækni sjúkrahússins, Jón K. Jóhannsson. Svo skemmtilega vill til, að þessi nýi læknir er Suðurnesjamaður, Olafur Ingi- björnsson frá Flankastöðum á Mið’nesi og er blaðinu því ljúft að kynna hann fyrir lesendum sínum og bjóðá hann velkominn til þessa ábyrgarmikla starfs. Nú á dögunum náði ég tali af læknin- um og fræddist af honum um menntun hans, fyrri störf og helztu hugðarefni. — Hvenær ertu fæddur, Olafur, og hvar ? — Ég er fæddur að Flankastöðum á Miðnesi þann 1. júní 1928. — Foreldrar? — Hjónin Guðrún Olafsdóttir og Ingi- björn Þ. Jónsson. — Menntun? — Ég er gagnfræðingur frá Flensborg, stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík, útskrifaður kandidat frá læknadeild Há- skóla Islands vorið 1959. Starfaði sem kandidat á Landsspítalanum í Reykjavík í eitt ár. Að kandidatsárinu loknu, var ég staðgöngumaður héraðslæknisins á Akra- nesi og jafnframt staðgöngumaður Hall- gríms Björnssonar í veikindaforföllum hans og þá ennfremur aðstoðarlæknir við sjúkrahúsið á Akranesi. Þá var ég 4 mánuði héraðslæknir í Reyk- hólahéraði á Barðaströnd og jafnframt settur héraðslæknir í Flateyjarhéraði á Breiðafirði. I ársbyrjun 1961 fór ég utan tii fram- haldsnáms og hélt þá til Bretlands. Hefi ég dvalizt þar og á Irlandi síðan, bæði við nám og starf, þar til nú fyrir hálfum mán- uði, að ég réðst til sjúkrahúss Keflavíkur. — Er ekki fremur óvenjulegt að íslenzk- ir læknar sæki framhaldsnám til Bret- lands? — Jú, það mun rétt vera. Leiðin hefir yfirleitt legið til annarra landa, t. d. Sví- þjóðar og Bandaríkjanna. — Hvers vegna valdir þú þetta land? — Allt frá unglingsárum, og þó einkum eftir að ég fór að lesa enskar bækur, hefi ég haft mikinn áhuga á Bretlandi, svo að strax á háskólaárum mínum, var ég nokk- urn veginn ákveðinn að halda þangað til framhaldsnáms. Þessi ákvörðun styrktist Ólafur Ingibjörnsson. við kynni af læknum, svo sem prófessor Davíð Davíðssyni, Páli Gíslasyni á Akra- nesi og Öfeigi J. Öfeigssyni, sem höfðu numið og starfað þar í landi. Nú bauðst mér námsstaða í Glasgow, sem ég auðvitað tók. — Við hvaða stofnun dvaldist þú þar? — Fyrst og fremst á Royal hospital for Sick Children, en það er stærsta barna- sjúkrahús Skotlands. Er þetta samsteypa af barnasjúkraliúsi og fæðingarstofnunar- innar Queen’s Matirnity hospital. Ég var þarna á deild Mr. Wallace Dennison. En þessi skurðlæknir er höfundur þeirrar kennslubókar í barnaskurðlækningum, sem viðurkennd er af brezkum háskólum. Þetta var upphafið á dvöl minni í Bretlandi og líkaði mér hún þannig, að ég hafði ekki liug á að breyta til eftir þessi fyrstu kynni. Síðan starfaði ég við skurðlækningar í Bretlandi, sem aðstoðarlæknir við ýmis sjúkrahús, þar til í maí 1963, að mér bauðst læknisstaða í Dublin á Irlandi. — Fórstu þangað? — Já, þangað fór ég og hef starfað þar við The Adelaide Hospital síðan, eða þar til ég kom heim. — Hvers konar sjúkrahús var það? — Það er eitt af 4 háskólasjúkrahúsum Trinity háskólans og þar vann ég jafn- framt sem kennari i skurðlækningum. — Hvernig líkaði þér svo í Bretlandi, hefir þú sama álit á Bretum nú og áður en þú fórst þangað? — Kynni mín af Bretum og brezkri læknisfræði hafa verið mjög ánægjuleg í alla staði og varð ég því sízt fyrir vonbrigð- um hvað þetta áhrærði. —■ Nú ert þú tekinn lil starfa hér, Olaf- ur, nýkominn frá þessum brezku, full- komnu sjúkrahúsum, þar sem segja má, að öll læknisþjónusta sé háþróuð. Hvað finnst þér um samanburðinn? — Sjúkrahúsin þar eru stærri en við- fangsefnin eru hin sömu um allan heim. í Bretlandi er öll læknisþjónusta „Sósíalis- eruð“ og er helzta fyrirkomulagið í al- mennum „praxis“, að nokkrir læknar laka sig saman og hjálpast að við að sinna ákveðnum hópi sjúklinga í svokölluðum „partnership", sem ekki þekkist hér, en sem að mínum dómi reynist mjög vel. — Hvernig leggst svo í þig að hefja hér starf í átthögum þínum ? — Mjög vel. Vinnuskilyrði á sjúkrahús- iiiLt eru góð og hygg ég gott til samstarfs- ins þar með hinum ágæta skurðlækni, Jóni K. Jóhannssyni og Arnbirni Ölafssyni. Sama máli gegnir um annað starfslið sjúkrahússins og starfandi lækna þessa hér- aðs, þá Kjartan Ólafsson héraðslækni og Guðjón Klemenzson, sem eru hinir ágæt- ustu menn. Það er alltaf uppörfun að starfa með góðum og áhugasömum samstarfs- manni að sameiginlegum hugðarefnum. I þessu sambandi vil ég gjarnan geta þess, að við höfum einmitt þessa dagana verið að skipuleggja og kanna leiðir til aukinnar þjónustu, svo sem vð fæðingar- deildina, sem sé aukin skoðun og eftirlit á vanfærum konum, sem hyggjast fæða á sjúkrahúsinu. Einnig væri ákjósanlegt að koma á eftirliti með nýju borgurunum, sem þar líta fyrst dagsins ljós. Vissulega iilýtur það að vera ósk og von okkar lækn- anna, að hér á sjúkrahúsinu verði fram- kvæmdar allar þær læknisaðgerðir, sem í þessu stóra héraði til falla og þarfnast úr- lausnar. Faxi tekur undir þessi orð læknisins, sem vissulega eiga erindi til allra héraðsbúa, sem áreiðanlega fagna hverri nýrri við- leitni, er miðar að aukinni heilsugæzlu og bættri þjónustu við vanheilt fólk. H. Th. B. Braut vann firmakcppni á Suðurncsjuni. Sunnudaginn 27. september s.l. fór fram úrslitaleikur í firmakeppni Golfklúbbs Suður- nesja á golfvellinum í Leiru. Bifreiðaleigan Braut, keppandi Bogi Þorsteinsson, vann verzl. Nonna og Bubba, sem Helgi Sigvalda- son lék fyrir. Urslitaleikurinn var mjög jafn, þar sem eitt högg á 18. holu réði úrslitum. 128 — F A XI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.