Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.1966, Blaðsíða 1

Faxi - 01.10.1966, Blaðsíða 1
Okt.-blað 8 XXVI. ÁR 1966 Meistaraflokkur Í.B.K. og lið Klakksvíkinga frá Færeyjum, sem dvaldi hcr í boði l.B.K. s.l. sumar. Lið Klakksvíkinga er í fremri röð, en Kcfl- avikur í aftari röð. Vinstra megin á myndinni cru fararstjórar Færeyinga, en hægra mcgin fonn. Í.B.K., Hafsteinn Guðmundsson og Þjálf- ari í B.K. Reynir Karlsson. Ljósnt. Heimir Stígsson r Glæsilegur árangur I.B.K. í knattspyrnu í sumar hafa keflvískir kanttspyrnu- menn staðið sig með miklum ágætum og liðin héðan vakið almenna athygli fyrir ágæta frammistöðu, og þá ekki hvað sízt meistaraflokkur I.B.K., sem skipaði efsta sætið á Islandsmótinu, ásamt Val, þegar venjulegri keppni var lokið. Og þurftu því Keflvíkingar og Valsmenn að leika auka úrslitaleik, sem frægt er orð- ið og síðan varð að endurtaka, vegna jafn- teflis í fyrri leiknum, en í þeim síðari sigraði Valtir með 2:1, eftir mjög vafa- samt úrslitamark. 1 tilefni þess, að íslandsmótinu er lokið, náði ég stuttu viðtali við formann I.B.K., Hafstein Guðmundsson. — Hvernig hefir knattspyrunflokkum l.B.K. gengið á nýafstöðnu keppni tímabili ? I.B.K. sendi 5 flokka á íslandsmótið, þ. e. alla aldursflokka og varð frammi- staða flokkanna ágætt og má segja, að hún hafi aldrei betri verið. Þrír flokkar, meistaraflokkur, annar flokkur og þriðji flokl cur komust allir í úrslit, en það er nokkuð óvenjulegt, að eitt og sama fél- agið sé mcð í úrslitalcik í þrem efstu flokkunum. Þriðji flokkur, sem er skipaður mjög efnilegum leikmönnum, er við væntum mikils af í framtíðinni, sigraði í sínum riðli og skoraði 22 mörk gegn 3, og lék úrslitaleikinn við Fram, sem hafði sigrað í hinum riðlinum, og lauk þeim úrslita- leik með 1:1, eftir venjulegan leiktíma, en siíðast í framlengþigunni skoraði Fram sigurmarkið við mjög vafasöm skil- yrði, þar sem naumast var hægt að fylgj- ast með knettinum, vegna myrkurs. Þegar aðalleiknum lauk, var orðið mjög skugg- sýnt og óskuðu þá forsvarsmenn beggja liðanna, að leiknum yrði ekki haldið á- fram, heldur yrði leikinn nýr úrslitaleikur. En dómarinn, Baldur Þórðarson, var á annarri skoðun og framlengdi leikinn, þrátt fyrir mótmælin og lauk þessum úr- slitaleik því á heldur leiðinlegan hátt. I öðrum flokki sigraði I.B.K. alla keppi- nauta sína og lék úrslitaleikinn við Val á Melavellinum í Reykjavík og sigruðu Keflvíkingar Val með 3:2, eftir skemmti- legan og spennandi leik, og urðu því íslandsmeistarar í öðrum aldursflokki. Þessi flokkur stóð sig mjög vel í mótinu og er skipaður ágætum leikmönnum, sem náðu betri árangri en margir bjuggust við, skoruðu 18 mörk gegn 6, og sýnir það vel styrkleika þeirra. Eru í þessum aldursflokki margir efnilegir leikmenn, sem ættu að geta náð því takmarki, að komast í meistaraflokk á næstu árum. Sá flokkanna, sem vakið hefir hvað mesta athygli á s. 1. sumri, er meistara- flokkurinn. I fyrstu 2 leikjum, Islands- mótsins gegn Akranesi og Þrótti, en þau lið urðu sem kunnugt er neðst í fyrstu deild, gekk Keflvíkingum illa, þar sem þeir hlutu aðeins eitt stig úr þessum tveim- ur lcikjum. Síðan náði liðið sér vel á strik og í lok mótsins voru Keflvíkingar orðnir efstir, ásamt Val, með 14 stig og þurftu því þessi félög að lcika auka- leik sem endaði með 2:2, síðan varð að endurtaka leikinn, en þá sigraði Valur með 2:1. — Hvernig voru markahlutföllin hjá efstu liðunum, þ. e. I.B.K. og Val í fyrstu deildinni? Framh. á bls. 136

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.