Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.1966, Blaðsíða 3

Faxi - 01.10.1966, Blaðsíða 3
inn á sjúkraliúsið. Þar tók á móti honum svört hjúkrunarkona og klæddi hann úr. Hann var mjög hræddur við þá svörtu til að byrja með, cn síðar vann hún hug hans alveg og var hann eftir það hændastur að þessari hjúkrunarkonu. Við rannsókn þann 26. ágúst kom í ljós, að mikið meira var að Guðbrandi, en álitið var í Kaupmannahöfn. Aðalslagæð hjart- ans inn í hægra framhólf vantaði, en í hennar stað hafði skapast önnur æð aftan á lijartað og kom luin inn á hægra fram- hólf frá lungunum með hreint blóð. Það blóð, sem fór um vinstri helming hjartans kom í gegn um gat á hægra framhólfi. Vinstri helmingur hjartans vann lítið sem ekkert, enda hafði hann ekkert þroskast frá fæðingu. Höfðu læknarnir við August- ana sjúkrahúsið séð 6 slík tilfelli, en þó töldu þeir þetta vera þeirra alvarlegast. Ottuðust þeir, að þegar lniið væri að tcngja vinstri helminginn og blóðstraumurinn um hann ykist stórlega, að þá mundi þessi van- þroskaði hjartahelmingur ekki þola þá auknu áreynslu og springa. Vildu þeir því ekki gefa okkur miklar vonir um að drengurinn lifði skurðaðgerð- ina, sem þeir töldu þó óhjákvæmilegt að framkvæma. Svo rann upp hinn örlagaríki dagur, 31. ágúst. Drengurmn var tekinn til aðgerðar kl. 7.30 um morgunin. Við fórum upp á sjúkrahús og biðum í biðherberginu. Þangað kom presturinn til okkar kl.9.30 en hann er viðstaddur alla meiribáttar uppskurði. Hann sagði okkur að búið væri að opna drenginn og tengja hann við lungnavélina og þeir væru að byrja að laga hjartað. Síðan baðst hann fyrir með okkur. Klukkan 12.30 var komið með Guðbrand út úr skurðstofunni og var hann þá lagður inn á herbergi, þar sem fyrir voru aðrir skurðaðgerðarsjúklingar. Fengum við að fara inn til hans og hafa þar fimm mínútna viðdvöl á klukkustundarfresti, en þó aðeins annað í einu. Það var mikill og einkenni- legur útbúnaður á drengnum, þar sem hann lá í sjúkrarúminu. Það voru t. d. ólar á öllum útlimum hans með viðfestum mælitækjum, er átlu að sýna hjartaslögin. Kom sú vitneskja fram á lítilli vél, sem var staðsett til hliðar við hann. Síðan voru 2 slöngur tengdar við brjóstholið, til þess að hleypa út blóði og vatni, sem hjartað hafði ekki undan að dæla. Læknarnir voru ekki ánægðir með útlit Guðbrandar 4!4 klst. eftir að komið var nieð liann fram á stofuna. Fannst þeim hann of blár á vörunum og gómurinn var Magnús læknir er til vinstri cn skurðlækn- irinn Dr. Baffcs og yfir- hjúkrunarkona til liægri Oddný hcldur á Guð- brandi til vinstri á myndinni aðrir cru ís- lenzkir skurðsjúklingar. einnig blár. Töldu þeir að á næstu klukku- stund íengist úr því skorið, hvort hann 'ifði eða dæi. Þótti okkur sá klukkutínú býsna lengi að líða. En svo lagaðist litarhátturinn og honum fór að batna. Það var mesta furða, hvað hann var þægur, litla skinnið. Þann 10. september losnaði Guðbrandur af sjúkrahúsinu og kom til okkar á hót- elið. Þar höfðum við hann í vikutíma og áttum að koma með hann við og við lil athugunar á sjúkrahúsið, hvað við að sjálf- sögðu gerðum. Eftir þann tíma var hann útskrifaður af Magnúsi lækni og var okkur þá leyft að halda heim til Islands, sem við gerðum þann 14. september s. 1. — Varð honum ekkert meint af ferð- unum? — Nei, hann svaf báðar leiðir og eftir heimkomuna fór honum svo mikið fram að með ólíkindum má telja. Er hann nú hinn sprækasti og virðist hafa fengið eðli- lega krafta eftir aldri og er fullkomlcga heilbrigður eins og þú sérð. — Jú, ekki er annað að sjá, en að dreng- urinn sé í alla staði heilbrigður og mesta efnisbarn. Óska ég ykkur hjónunum til hamingju með, hversu giftusamlega þessi vesturför ykkar tókst. Vcit ég að Keflvík- ingar munu glcðjast með ykkur og taka undir árnaðaróskir ykkur til handa af heilum liug. — Ég þakka þessi hlýju orð og vil um leið nota tækifærið og þakka vinum, vanda- mönnum og öðrum góðum Keflvíkingum, hversu þeir brugðust vel og drengilega við með almennri þátttöku í fjársöfnum þeirri, sem hafin var í því skyni að hjálpa okkur fjárhagslega lil að komast vestur með drenginn okkar og kosta þessa dýru skurðaðgerð á Augustana sjúkrahúsinu. En alveg sérstaklega vil ég þakka mínum ágætu skólasystrum hugulsemi þeirra og fórnfýsi, sem þær sýndu með því að gang- ast fyrir og skipuleggja þessa fjársöfnun. Þetta þakklæti okkar hjónanna nær einn- ig til lækna og starfsliðs sjúkrahúsanna og annarra þeirra, sem lögðu hönd að verki á einn og annan hátt til bjargar drengnum okkar. Eigum við ekki nógu sterk þakk- lætisorð gagnvart þeirra hjartahlýju, sem birtist okkur í þessum kærleiksverkum. H Th B. IKREMIT I BABY FOOD ☆ I BARNAMJÓLK | Þessi vinscela og vitamínríka | barnafœða fœst í | APÓTEKI $ KEFLAVÍKUR -><><><><><><><><><><><><><><><><><>^^ FAXI-131

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.