Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.1966, Blaðsíða 5

Faxi - 01.10.1966, Blaðsíða 5
JÓHANNES ÁRNASON 70 ÁRA Þann 12. þ. m. varð Jóhannes Árnason sjötugur, en hann er fæddur á Fljótsbakka í Eiðaþinghá, 12 október 1896. Átta ára varð hann að yfirgera foreldra- hús og fara til vandalausra, sem á þeim árum var yfirleitt ekkert sældarbrauð. 1 Loðmundarfjörðinn fluttist hann fimm- tán ára, 1911 og vann þar til vorsins 1919 hæði á landi og sjó, en fluttist þá að Nesi í Loðmundarfirði, þar sem hann var eitt ár við sömu störf. Vorið 1920 fer hann að Sómastaðagerði og var þar eitt ár, að þeim tíma frádregnum, sem hann var lánaður að Seljamýri. Þar og víðar í Seyðis- firði er hann til ársins 1934, en flytzt þá inn í Seyðisfjarðarkaupstað, þar sem hann lærir skósmíðar. Þau störf stundar hann þar í kauptúninu til ársins 1959, er hann flytur hingað til Keflavíkur, en hér hefir liann átt heima síðan. Jóhannes hefir frá unga aldri verið frem- ur heilsulítill og til marks um það segir hann mér, að hann hafi aðeins verið á 12. ári þegar hann fyrst þurft á læknishjálp að ludda. Þó að segja megi, að Jóhannes hafi verið sæmilega frískur um miðbik ævinnar, þá hefir hinn leiði æsku óvinur hans, heilsu- leysið, aldrei látið hann fullkomlega i friði, en sífellt gerst áleitnari, eftir því sem árunum hefir fjölgað og lífsþrótturinn dvínaði. Að sögn kunnugra hefir Jóhannes verið Þótti þeim veður hráslagalegt og kalt, þótt víða væri þar hrikafengin fegurð, ekki ósvipað og heima á gamla Fróni. Dvöldu þeir í Vancouver aðeins vikutíma, sneru síðan til baka og staðfestu ráð sitt á Manitobasléttum,— eigi þó með kván- málum eða giftingareiðum!— Og í Wrnni- peg hafa þeir unað lífinu vel í vetrar- hörkum síðastliðins vetrar og sólbruna dásamlegrar sumarblíðu, — sem Winni- pegbúum finnst þó ekki nema í meðal- lagi í ár. I Winnipeg liafa þeir félagar, Eiður og Eggert, starfað við verzlunar- og skrif- stofustörf í tæp tvö misseri, kynnzt sið- um og háttum Kanadamanna — og kunn- að mjög vel við sig.— En heima á ætt- jörðinni bíða mörg verkefni óleyst, sem ungum og efnilegum mönnum er hollt að glíma við.— Skal því haldið heim í desember — og störfin hafin heima með hækkandi sól. og hvorki æðrast né látið bugast, þó að syrt hafi í álinn, hvað heilsuna snerti og hefir hann þó oft þolað mikil veikindi, — Jóhanncs Árnason. karlmenni liið mesta á andlega sviðinu þrátt fyrir þungar legur og erfiða upp- skurði. Einn vina hans, Jón Sigfinnsson sendi honum á sextugsafmælinu þessa visu: Þú berð árin eins og hetja, enn er lundin hress og kát. Engum þýðir þig að letja, Þú munt aldrei verða mát. Já það er einmitt liið létta lundarfar, Þá er að kveðja, Hallgrímur minn, og þakka fyrir sig.— Kvöldskuggarnir lengj- ast og kólna fer í lofti. Litskrúðugt laufið hefur misst frjómögn sín og reikar rót- laust um götur og torg, en vcðurblíðan er hin sama.— Eigi mun ég verða lang- orður um cigin hag, aðeins drepa á innstu hugrenningar mínar, en þeim er bezt lýst í snilldarerindi Einars Páls Jónssonar; ritstjóra Lögbergs, er látinn er fyrir nokkr- um árum: „Sléttuborgin, borgin mín, borgin allra hinna. Ár og daga ársól skín innan veggja þinna. Þú ert okkar óskaborg, um þín fögru, breiðu torg okkar gleði, okkar sorg örlög saman tvinna"! Ágúst Guðmundsson. ------------------------ ' FÆXI Útgefandi: MAlfundafélagið Faxi, Kcflavík. Kitstjóri og afgreiðslumaður: Hallgrimur Th. Björnsson. Blaðstjórn: Hallgrimur Th. Björnsson, Margeir Jónsson, Kristinn Rcj’r. Cjaldkeri: Guðni Magnusson. Auglýsingastjóri: Gunnar Svcinsson. Verð blaðsins í lausasölu krónur 25,00. Alþýðuprentsmiðjan h.f. V___________________I-------------------J sem veldur því að Jóliannes lætur ekki hugfallast, þó veikindin lrafi lamað hann svo, að hann staulast um við tvær hækjur. Og þegar ég hitti hann að máli nú á dög- unum, í sambandi við afmælið, brá hann á spaug og sagði gamla brandara. Jóhannes dvelur nú á elliheimilinu Hlé- vangi í Keflavík. Segir hann aðbúðina þar í alla staði góða, en kvartar þó helzt undan stigunum í húsinu, sem eru ekki heppilegir slíku licilsufari. Síðan Jóhannes flultist til Keflavíkur, hefir hann, þrátt fyrir heilsuleysi sitt, unn- ið ýmislegt gagnlegt, enda vinnufús að uppalgi. Aðallega hefir hann þó unnið við efnagerðina í Keflavík, hjá Jóhanni Ellerup, en þeir eru kunnugir að austan og hefir Jóhann reynst honum mjög vel, eftir því scm Jóhannes sjálfur segir. Á þessum merku tímamótum ævi sinnar, biður hann Faxa fyrir hlýjar kveðjur og þakkir til skyldfólks síns og vandalausra vina liér í Keflavík. Kveðjan nær einnig til starfsfóllcs og vistmanna á elliheimilinu, að ógleymdum herbergis- félaga hans, Sigurði Magnússyni, en bæði Sigurður og Ágúst L. Pétursson ortu til hans meðfylgjandi afmælisvísur. Sigurður segir: Lamað hefir lífsins hag, Lasleikans oft stormur blés. Sjötíu ára er í dag Árna niður, Jóhannes. Honum óska ég alls hinns bezta, áfram meðan lifir hér. Heillastundir hljóttu flestar. Hugljúf gæfan fylgi þér. Ágúst kveður. Jói komst hér áfram einn, ætíð sinnisglaður. Sjötíu ára yngissveinn. Elli trúlofaður. Eg lík svo þessum línum með hugheil- um árnaðaróskum til afmælisbarnsins sjötuga, — Jóhannesar Árnasonar. H. Th. B. FAXI —133

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.