Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.1966, Blaðsíða 8

Faxi - 01.10.1966, Blaðsíða 8
og skýrði okkur frá bæjarnöfnum og fleiru. Fórst honum það all skörulega. Þó óx honum fyrst ásmcginn er við komurn í 'Hrunamannahrepp, því þá vorum við komin í hans eigin hrepp. Við Brúarhlöð námum við staðar og drukkum þar kaffi í fögru umhverfi. Kristinn kom með har- monikkuna og enn var spilað og sungið. Ferðafólk sem var þar nærstatt hlustaði hugfangið á, og hafði orð á því, að þar myndu víst hvítasunnumenn vera á ferð, þeir eru, sem kunnugt er, þekktir fyrir fagran söng og hljóðfæraslátt. Þegar við gengum að bílnum heyrði ég Ragnar segja við Margeir, og kenndi nokkurs kvíða í röddinni: „Ekki veit ég hvar þetta endar með hann Kristin. I fyrra kom hann með munnhörpu, nú kemur hann mcð harmonikku, og ég hefi lúmskan grun um að hann ætli að koma með píanó í næstu ferð.“ Margeir hristi liöfuðið. „Skáld eru óútreieknanleg,“ sagði hann. Þegar við komum yfir Brúará vorum við komin á æskustöðvar Egils. Hann tók nú til að fræðá okkur um sínar fögru liisk- upstungur með hinum mörgu sögustöð- um. Eg vil gcta þcss, að bæði fyrr og síðar í ferðinni sögðu þeir Jakob og Egill okkur frá miirgum stöðum og virlust yfirlcitt þekkja Árnessýslu eins og stéttina heima hjá sér. Var ákaflcga skemmtilegt að fcrðast um þessar fallegu sveitir með svo kunnugum mönnum. Allt sem er skemmtilegt líður fljótt. Áður en varði vorum við komin í Laugardalinn, þennan fallega dal. Veðrið var alltaf jafn gott, nema þessa stund, þegar það breyttist, eins og Guðni hafði spáð. Við fórum fram hjá Laugar- vatni, og yfir Lyngdalsheiði. Þarna á heið- inni skoðuðum við móbergshelli sem var mannabústaður fyrir rúmum 40 árum. Og þar fæddist meira að segja barn, — ótrú- legt en satt. Við komum til Þingvalla kl. 7. Þar bauð Faxi upp á kvöldverð í Valhöll. Fyrst hélt Margeir, formaður Faxafélagsins, stutta ræðu og bauð síðan mönnum að gera sér gott af matnum, sem og allir gerðu. Lax var á borðum. Yfir borðum voru fluttar margar ræður og Kristinn flutti kvæði eftir sig, um lax- veiðimenn. Að lokum voru allir búnir að þakka öllum fyrir allt. Nema við kon- urnar. Við höfðum ekkert sagt. Það er nú svona með okkur kvenfólkið, þó við séum frægar fyrir okkar miklu mælsku, sem ég held að sé nú eitthvað orðum aukið, að ef við eigum að standa upp á mannamót- um, vill okkur vefjast tunga um tönn. En við svo búið rnátti ekki standa, og eftir nokkur þýðingarmikil augnskeyti stóð upp Kristrún Helgadóltir og þakk- aði íyrir okkur, með nokkrum vel völdum orðum. Þá var þeim áhyggjum aflétt. Var nú engum neitt að vanbúnaði og því staðið upp frá borðum. Uppi í Almannagjá voru svo teknar nokkrar fallegar landslagsmyndir af hópn- um og framkvæmdi okkar góði bílstjóri þá athöfn. Á heimleiðinni bar það helzt til tíðinda, að Ragnar Guðleifsson flutti kvæði, sem hann hafði ort á leiðinni. En hann kvað hafa byrjað að yrkja fyrir al- vöru í Faxaferðalaginu í fyrra sumar þegar Faxi hélt upp á 25 ára afmælið með ferð um Snæfellsnes. Allir dagar eiga kvöld — og eins var með þennan dag. Fyrr en varði vorum við komin heim til okkar. En minningin um slíka sólskinsdaga getur yljað manni um hjartaræturnar á köldum og hráslaga- legum útmánaðardögum. Eg er þakklát fyrir að liafa lifað svo skemmtilegan dag með skemmtilegu fólki. Fjóla Sigurbjörnsdóttir. Framh. af bls. 129 — Eftir að venjulegum leikjum móts- ins var lokið, var staðan þessi: I.B.K. skoraði 23 mörk gegn 12, Valur 20 mörk gegn 12. —• Hvers vegna eru ekki markahlut- föll látin ráða, þegar liðin verða jöfn, eftir að aðalleikjum móts er lokið? — Þetta er mjög athygglisverð spurn- ing, Hallgrímur, því að í flestum lönd- um Evrópu, ef ekki öllum nema Islandi, gildir sú regla, að ef 2 eða fleiri lið eru jöfn, þá er það félag sigurvegari, sem hefir hagstæðasta markatölu. Er þetta gert til þess að losna við aukaleiki, en eins og gefur að skilja, geta þeir orðið ærið margir, ef mörg lið verða jöfn að stigum. Hér hefir þessi tilhögun enn ekki verið upp- tekin, sennilega af fjárhagsástæðum, en trúlega verður þetta fyrirkomulag einnig tekið upp hér áður en langt um líður. — Hvað er álit þitt, Hafsteinn, um úrslitaleikinn við Val í fyrstu deild? — Fyrri leikurinn var mjög skemmti- legur og áttu Keflvíkingar þá að flestra dómi að vinna þann leik, en eins og þú vcizt, misstu þeir af sigrinum á síðustu mínútu framlengingarinnar, þcgar allir voru farnir að búa sig undir verðlauna- afhendinguna. I seinni leiknum náði ltvor- ugt liðið sér virkilega vel á strik og sigur- markið, sem Valur skoraði, var vægast sagt mjög vafasamt og má í því sam-- bandi benda á viðbrögð dagblaðanna, sem öll voru á einu máli um það, að sigur- markið hafi verið skorað úr rangstöðu. Nægir í þessu sambandi, að vísa til þess- ara blaðadóma. 1 fyrirsögn „Tímans“ eftir leikinn segir: „Sigurmarkið rang- stöðumark“. Alþýðublaðið: „Það er sárt að tapa leik fyrir mistök línuvarðar og enn verra að tapa heilu móti“. 1 Vísi stendur í fyrirsögn: „ . . . .en sigurmark- ið „lyktaði“ af rangstöðu“. Þjóðviljinn: „Við þetta tækifæri virtist koma hik á Keflvíkinga og munu þeir hafa álitið Bergsvein rangstæðan og það virðist mörgum sem svo hefði verið,,. Morgun- blaðið: „Umdeilt mark“ (fyrirsögn) . . . Á 20. mínútu sækir Ingvar upp miðjuna, gefur út til vinstri til Bergsveins, sem — úr blaðamannastúkunni séð — virtist grcinilcga rangstæður. Sjálfur hikaði hann og sumir Keflvíkingar hættu, að því er virtist sannfærðir um rangstöðu“. — Segðu inér Hafsteinn, hvað er gert, þegar svona áberandi rnistök eiga sér stað hjá línuverði og dómara? — Því er fljótsvarað. Það er bókstaf- lega ekkert hægt að gera. Dómur dómar- ans er endanlegur og honum verður ekki breytt, þó mönnum verði jafn slæm mit- tök á og átti sér stað í umræddum úr- slitaleik. — Hefir það ekki ill áhrif á knatt- spyrnuna almennt séð, þcgar svona lagað kemur fyrir? — Jú, vissulega eru svona atvik mjög bagaleg og mikil hætta á að þau geli skemmt fyrir almennum knattspyrnu- áhuga. Ber forustumönnum knattspyrn- unnar skylda til, að vanda val dómara og lfnuvarða í jafnþýðingarmiklum leikjum og þessum, svo að slíkt hneyksli sem þetta endurtaki sig ekki. H. Th. B. 136 — FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.