Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.1966, Blaðsíða 7

Faxi - 01.10.1966, Blaðsíða 7
SKEMMTIFERÐ FÁXÁ „Það var einn heiðríkan hásumardag“, nanar tiltekið 3. júlí síðastliðinn, að Faxa- félagar fóru í skemmtiferðalag og buðu með sér konum sínum og heiðursfélögun- um, þeim Ingimundi Jónssyni og Kristni Reyr og fyrrverandi félaga, Birni Péturs- syni og frú. Þetta var eins dags ferðalag og förinni heitið austur í Þjórsárdal. Leggja átti af stað kl. 7 árdegis frá barnaskólanum. Um sjöleytið voru flestir mættir. Veðrið var yndislega gott, logn og blíða Vék þá einn ferðafélaganna sér að Guðna Magnús- syni og spurði, hvort hann héldi, að þetta góða veður myndi haldast allan daginn. Guðni, sem er greindur maður og orðvar, leit lil lofts og mælti: „Þetta veður mun haldast þangað til það breytist". Þótli þelta vilurlega mælt, og var góður rómur gerð- ur að orðum Guðna, enda kom á daginn, að hann hafði lög að mæla. Nú voru allir mættir, nema bílstjórinn mcð bílinn. Var nú farið að skima í allar áttir en ekki sást bíllinn. Voru uppi ýmsar tilgálur, hvað því myndi valda. Honum hafði þó verið sagt að mæta við skrúðgarðinn, beint á móti barnaskólanum. Kom þá einhver með þá fráleitu hugmynd, að hann væri búinn að koma, og hafi ekki áttað sig á því að þetta væri skrúðgarðurinn. Bíllinn var sem sé úr Reykjavík Þeirri hugmynd var fljótlega vísað á bug. Það hlaut þá að vera meiri kjáninn, ef hann sæi ekki strax að þetta væri skrúð- garður og ekkert annað. Voru nú tveir menn sendir út af örkinni til að athuga málið. En þeir komu brátt aftur og höfðu cinskis orðið vísari. Loks, þegar hið góða skap okkar var í þann veginn að rjúka út í veður og vind, birtist bíllinn ásamt bíl- stjóranum. Var honum heldur fálega tekið í fyrstu þó hann bæðist afsökunar, og tautaði eitthvað um bilaða viftureim. Hann var þó fljótlega tekinn í sátt, enda reyndist hann líka vera hinn ágætasti maður, sem og söngmaður góður. I ræðu um kvöldið fann einn Faxa- mannanna sig til þess knúiinn, að biðja bílstjórann afsökunar á að honum skyldi ekki strax hafa verið tekið opnum örm- um, og kvað hann sóma sinnar stéttar. Var nú lagt af stað til Reykjavíkur. En þar bættust við í bílinn, Björn Pétursson og frú og Kristinn Reyr, sem allir Kefl- víkingar kalla nú „skáldið okkar“, síðan hann flutti burt. Samanber: — Enginn vcil livað átt licfir, fyrr en misst hefir. — Skáldið leit inn í bílinn og heilsaði öllum glaðlegur að vanda. Þá spurði einhver: „Hefur þú nokkuð nesti, Kristinn minn?“ Hann hélt það nú aldcilis vera og sveiflaði inn í hílinn tösku einni allmikilli. Kvað hann hana vera íulla af ósmurðu brauði, en viðbit ætlaði hann að. fá af smjörfjalli hinu mikla, sem hann hélt að leyndist í sveitum austur. Var nú haldið austur yfir fjall. A Hellis- heiði lentum við inn í langri röð af stórum hópferðabílum. A Kambabrún var numið staðar. Gátum við þá séð, að hinir nýju samferðamenn voru ekki af verri end- anum. Var þar kominn sjálfur forsætis- ráðherrann með fríðu föruneyti. Það var sem sé Varðarferð í uppsiglingu. Ekki átt- um við þó langa samleið með þessu ágæta fólki, því að þcirra för var heitið austur undir Eyjafjöll, en við fórum „hina leið- ina“. Þegar niður í Olfus kom, settist lngi- mundur við hátalarann og skýrði okkur frá bæjarnöfnum. Einnig frá því, hver bjó á hverjum bæ, hverrar ættar hann var og jafnvel hve barnmargur hann var. Datt mér þá i hug, hvé gamalt fólk segir oft skemmtilega frá og hefir auðugri orða- forða, en þeir sem yngri eru. Um tíu- leytið komum við á Selfoss og drukkum þar kaffi í Tryggvaskála. Þar hittum við marga Keflvíkinga. Það var Arnesinga- félagið í Keflavík á skemmtiferð. Þarna notuðu nokkrir okkar tækifærið og keyptu sér sólgleraugu. En þegar upp í Flóa kom fór að dimma í lofti. Og var okkur, sem keyplum sólgreraugu, hclzt kennt um. Játuðum við með eftirsjá, að það hefði kannski verið nær að hafa með sér nokkr- ar regnkápur, heldur en að vera að storka veðurguðunum með sólgleraugnakaupum. Það varð þó ekkert úr rigningu um sinn. Ingimundur hélt áfram að fræða okkur um landið, sem við fórum um. En hann er einmitt ættaður úr Flóanum. Eg gleymdi að geta þess í upphafi, að ferðanefndina skipuðu þrír menn. Þeir Egill Þorfinnsson, sem var formaður ferðanefndar, Jakob Indriðason og Jóhann Pétursson. Stóðu þeir prýðilega í stöðu sinni, og var ferðin í heild þeim til sóma. Þeir Jakob og Egill eru ættaðir af þcss- um slóðum og fórum við ekki varhluta af því. Við héldum nú sem leið lá upp Skeið og i.m í Þjórsárdal. Þar var áður blómleg byggð, cn cyddist fyrr á öldum í eldgosi. Við komum að stöng, bænum sem var grafinn upp og byggt yfir. Landnáms- maðurinn, sem nam Þjórsárdal hét Þor- björn laxakarl. Hann nam einnig Gnúp- verjahrepp allan ofan Kálfár. Hann gerði sér ekki minna að góðu, gamli maður- inn. Sonarsonuar hans, Gaukur, sonur Þorkels trandils, bjó að Stöng. Þarna hafa verið mikil húsakynni á þcirra tíma vísu. Skáli, betri stofa, svcfn- skáli og eldhús. Þarna rétt hjá er fjós og smiðja. Fleira ferðafólk cn við var þarna að skoða bæinn. Ég heyrði eina stúlku lýsa undrun sinni yfir, að engin fjósalykt fyrir- fyndist í fjósinu. Við gengum upp að gjá scm heitir bara Gjá. En þarna er stórbrotið landslag og yndislega fallegt. Þarna cru smáfossar, skrýtnir hellar og margt til að gleðja augað. Þarna rennur lítil á út í Þjórsá, sem mig minnir að heiti Fossá. Fólk lók nú upp myndavélar sínar og tók myndir í ákafa. Klukkan var nú farin að ganga tvö, og fói'u menn þá að ráma í, að þeir hefðu haft með sér nesti. Því þó sálin væri mettuð af fegurð nátt- úrunnar, þá vill líkaminn alltaf hafa sitt. En nú kom upp dálítill skoðanamunur. Atti að borða úti, eða inni í bílnum? Fleiri vildu borða inni, vegna þess að nú var svolítill rigningarúði, og í öðru lagi var þarna þónokkuð mýbit. Nokkrir létu sig þó hafa það að borða úti. Sumir borð- uðu helminginn inni og hinn helminginn úti. Það kallast víst að gera bil beggja. Eftir matinn var haldið niður með Þjórsá og skoðaðar byrjunarframkvæmdir við Búrfellsvirkjun. Sýndu karlmennirnir mun meiri áhuga á því. Við konurnar notuðum tímann til að teygja úr okkur og spjalla saman. Svo var snúið við. I Gnúpverjahreppnum gcrði mikla regn- skúr. Ekki létum við það spilla ánægju ferðalagsins. I stóru töskunni hans Krist- ins leyndist reyndar fimmföld harmonika, en ekki brauð eins og hann hafði sagt. En eins og allir vita, þá umgangast skáld sannlcikann mjög frjálslega, og kalla það skáldaleyfi. Var nú tckið til að spila og syngja, svo unun var á að hlíða. Var Hallgrímur kosinn forsöngvari. Þegar hlé var á söngnum sagði Guðni gaman- sögur. Rigningin hætti von hráðar og sólin skein á ný. Settist Jakob nú við hátalarann FAXI —135

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.