Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.1966, Blaðsíða 2

Faxi - 01.10.1966, Blaðsíða 2
UNDURSAMLEG LÆKNING Ung hjón hér í Keflavík, Oddný Matta- dóttir og Stefán Kristjánsson, eignuSst fyrir tæpum tveim árum dreng með mik- inn hjartagalla. Var harai orðinn 6 vikna, þegar þetta vitnaðist og var þá lagður inn á Landspítalann í Reykjavík, þar sem hann var rannsakaður, en sú rannsókn þótti leiða- í ljós, að með honum væri lítil lífsvon. Var þá ákveðið, að senda drenginn til Kaup mannahafnar til frekari rannsóknar. Þann 19. maí 1965 flaug móðir hans með hann til 'Hafnar og lagði hann þar inn á þekktan barnaspítala, þar sem hann var í l/i mánuð. Atti að gera þar á honum uppskurð upp á líf og dauða, en þá brá svo við, að drengurinn fór snögglega að taka framförum, virtist á öruggum hatavegi. T. d. þyngdist hann um 600 grömm á hálf- um mánuði, en hafði aðeins þyngst um 40 grömm allt sumarið. Var þá horfið frá uppskurði, enda batnaði drengnum stöð- Ligt meðan hann dvaldi á sjúkrahúsinu. Oddný kom heim með son sinn, Guð- brand, 13. jan. 1966, en hann hafði þá orðið ársgamall fáum dögum áður, eða þann 7. janúar. Þrátt fyrir þennan góða og sýnilega bata, gat drengurinn ekkert lireift sig í rúminu og hélt ekki einu sinni iiöfði.— Eftir heim- komuna héldu þó framfarir áfram, Guð- brandur litli smástyrktist og var að tveim mánuðum liðnum farinn að geta sctið uppi óstuddur. Þannig leið tíminn með stöðugum hata- merkjum og í endaðan júlí það sumar var drengurinn farinn að ganga og voru því horfurnar taldar góðar eftir aðstæðum. Eins og marga e. t. v. rekur minni til, var hér á fcrð í sumar ísl. læknir, Magnús Agústsson, sem er yfirlæknir við rann- sóknardeild Augustana sjúkrahúsið í Cicagó í Bandaríkjunum. Af þessu sjúkra- húsi fer mjög gott orð fyrir vel heppnaðar hjartaskurðaðgerðir og er Magnús talinn ákaflega mikilhæfur læknir á sínu sviði. Hann hafði rannsakað Guðbrand litla nokkru eftir að hann kom til Islands og Guðbrandur daginn áður cn liann íór heim til íslands. það má með sanni segja, að við vorum mjög lánsöm, að hann skyldi vera hér á ferð þetta sumar og gefa sér tíma til að líta á drenginn okkar, því úrskurður lians eftir allýtarlega rannsókn var sá, að nauð synlegt væri að gera á honum hjartaað- gerð og mætti það ekki dragast, ef hann ætti lífi að halda, því eins og ástatt væri, þyldi hann ekki slæmt kvefkast, hvað þá meira. Ráðlagði hann okkur að koma með hann vestur, þar sem tækni og þekking á þessu Hjónin Oddný Matla- dóttir og Slcfán Krist- jánsson ásamt sonum þeirra, Guðhrandi og Matta Osvald. sviði, væri þar í frcmstu röð. Bauðst hann til að koma barninu fyrir á sjúkrahúsinu og útvega okkur hjónunum vistlegt hótel- herbcrgi þar í borginni, því hann taldi nauðsynlegt og sjálfsagt, að við fylgdum drengnum og dveldumst þar vestra meðan á þessum aðgerðum stæði. Framanritað er skráð eftir frásögn Odd- nýjar, er ég hitti hana nú á dögunum og spurðist frétta skömmu eftir heimkomu þeirra hjónanna með Guðbrand eftir gifturíka vesturför þeirra og furðulega lækningu, sem nálgast að vera kraftaverk. Og Oddný heldur áfram sögu sinni: Eftir nauðsynlegan undirbúning lögðum við af stað á miðnætti sunnudagsins 21. ágúst með Loftleiðaflugvél. Hér skal þess getið með þakklæti, að flugfélagið gaf okkur helming fargjaldsins.— Ferðin vestur gekk að óskum og vorum við komin á ákvörðunarstað um hádegi eftir þarlend- Lim tíma. — Hvernig var veðrið, þegar þið lent Llð? — Það var golt að öðru leyti en því, að hitinn var alltof mikill. Ekki óáþekkt því, að koma inn í gróðurhús á heitum sumar- degi. — Var tekið á móti ykkur? — Nei, við fórum bara með strætisvagni áleiðis til sjúkrahússins og svo með leigu- bíl síðasta áfangann. — Þið hafið semsagt verið fleyg og fær í málinu? — Já, ég tala ensku, svo það bjargaðist vel. En til gamans get ég sagt þér, að þegar við komum út úr strætisvagninum og höfð- um stöðvað leigubíl og vorum að stíga inn í hann, varð mér litið framan í bílstjóran, brá mér ekki lítið í brún er ég sá blasa við mér kolsvart negraandlit. En hann reyndist okkur lúnn traustasti bílstjóri og skilaði okkur heilum á húfi til sjúkrahússins. Magnús læknir var þá ekki við og var okkur vísað á hótelið, þar sem við dvöld- umst með Guðbrand í 2 daga, en þá var hann lagður inn á sjúkrahúsið. Þessa daga notuðum við til að kynna okkur næsta nágrennið og hafa ofan fyrir drengnum. Hólelið var slaðsett lijá lystigarði, sem heitir Lincoln park. Var það mjög fallegur garður með stórum trjám og blómum í öllum regnbogans litum. Þar var líka dýragarður beint á móti hótelinu. Þangað fórum við með Guðbrand litla, áður en hann var lagður inn á sjúkrahúsið, og hafði hann mikið gaman af að koma þar og sjá öll dýrin, sem þar voru til sýnis. Þann 24. ágúst var Guðbrandur lagður 130 — FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.