Faxi - 01.10.1966, Blaðsíða 6
MYNDASÝN I NG
Næstu claga verða til sýnis og sölu í
Brauðvali, Hafnargötu 34, fáeinar vatns-
litamyndir og teikningar eftir Kristinn
Reyr.
En eins og getið var um í júníblaði
Faxa, þá gaf Kristinn fyrirtækinu nokkrar
myndir í vor til þess að lífga upp á veit-
ingastofuna og gera hana enn frekar
aðlaðandi fyrir viðskiptavinina.
Þær myndir hverfa nú af veggjunum í
bili fyrir hinum nýju myndum, sem verða
eins og áður segir til sýnis og sölu næsta
hálfan mánuð.
Énginn dómur verður lagður hér á
myndirnar, en lteiti þeirra getið. Er þó
sjón auðvitað sögu ríkari.
Myndirnar heita:
„Skyldu bátar mínir róa í dag?“
Leikföng
Pýramíði 'Suðurnesja
Dropadans
Svipur úr þálíð
Veðrahnúkar
Draumur Hringfarans
Rauðkollur
Fyrir fimm árum eða á páskum 1961
hafði Kristinn sýningu í Fonskaffi, sem
var til húsa, þar sem nú er Verzlunarbank-
inn.
A þeirri sýningu voru 20—30 myndir eða
mun fleiri cn lök cr á að koma fyrir á
veggjum Brauðvals.
Eins og menn vita, cr Kristinn Rcyr
fluttur héðan úr Keflavík og vissulega er
bærinn okkar að sama skapi fátækari. En
sem betur fer er hann þó ekki tapaður
okkur með öllu. Hann er t.d. heiðursfélagi
okkar Faxamanna og mun á ókomnum
árum halda áfram að skipa heiðurs-
sess í vitund vina sinna hér, eins og þessi
litla fallega sýning hans gefur vísbending
um. H. Th. B.
Fcrð handknattleikskvcnna úr Keflavík til
Færeyja.
f lok júlí í sumar íóru 10 stúlkur úr meist-
araflokki Í.B.K. til Færeyja í boði Kyndils í
Þórshöfn. En meistaraflokkur karla úr Kyndli
kom í heimsókn til íslands 1965 og kepptu í
Hafnarfirði, Keflavík og á Akureyri. Var
því hér um endurgjald á heimsókn að ræða.
Keflavíkurstúlkurnar kepptu þrjá leiki í ferð-
inni. Sá fyrsti var við sameinað lið Þórs-
hafnarkvenna. Þann leik unnu þær færeysku
með 11:6 og fór sú keppni fram á sjálfri
Ólafsvökunni. Síðar tóku þær þátt í hrað-
keppni ásamt Þórshafnarliðunum: Kyndli og
Neistanum. Úrslit þeirrar keppni urðu þau,
að öll liðin urðu jöfn með 2 stig en Kyndill
vann, þar sem hann hafði hagstæðari marka-
hlutfall. í þessari bikarkeppni tapaði Kefla-
vík fyrir Neistanum 8:1 en vann Kyndil með
6:4. Kyndill vann svo Neistann með miklum
markamun. Sem áður segir, fór þjóðhátíð
Færeyinga, Ólatevakan, fram þpssa daga.
Dvöldu stúlkurnar úr Keflavík í Færeyjum
í viku í góðu yfirlæti. Meðal annars fóru
Kyndilsmenn með þær til Kirkjubæjar, þar
sem eru merkilegar fornleifar í Færeyjum.
Að lokun héldu þeir þeim glæsilegt kveðju-
hóf. Þátttakednur í þessari ferð voru: Júdý
Wesley, Kristín Sigtryggsdóttir, Þorbjörg
Óskarsdóttir, Guðbjörg Jónsdóttir, Alma Vest-
mann. Anna Marteinsdóttir, Steinunn Guðna-
dóttir, Guðný Guðbjörnsdóttir, Steinunn
Pétursdóttir og Guðbjörg Sveinsdóttir. Þetta
er fyrsta hópferð handknattleiksfólks úr
Keflavík út fyrir landsteinana. Fararstjóri
var Hilmar Jónsson, bókavörður.
Keflvíkingar!
Suðurnes j amenn!
Höfum u'jrnaÖ fasteignasölu ab Aðalgötu 6, Keflavík. Sjáum um ýmiskonar
fasteignaviðskipti og bátasölur.
Til sölu: 2, 3, og 4 herb. íbúðir í Keflavík og Njarðvík. — 1 Iöfum kaup-
endur að stórum íbúðum og einbýlisbúsum.
Viðskiptavinir vorir vinsamlega athugið að skrifstofan cr fyrst um sinn
opin, mánud., þriðjud., fimmtud., föstud., kl. 17,30—19,00 og miðvikud.
kl. 20-21, sími 2570.
FASTEIGNASALA
VILHJÁLMS OG GUÐFINNS S.F.
Aðalgötu 6, Keflavík, sími 2570, hcima 2376.
^>^><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><>&^
134 — FAXI