Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1970, Blaðsíða 1

Faxi - 01.03.1970, Blaðsíða 1
Frá æskulyðs- deginum í Stapa Blómlegt félagslíf meðal æskulýðs getur þróazt innan kirkjunnar Rœða, flutt í Stapa, á œskulýðsdegi þjóðkirkjunnar. Við heyrum mikið talað um hið svo- kallaða unglingavandamál nú í dag, það er hneykslast á unglingunum og unga fólkinu og mikið rætt um hvers konar spillingu þeirra á meðal. A öllum tímum hafa verið til unglingavandamál, misjafn- lega stór og mikil, en flestir, sem komnir eru til nokkurs aldurs, telja, að aldrei hafi þau verið jafn alvarleg og nú í dag. Ekki skal ég leggja neinn dóm á það, hvort svo sé, en öll getum við verið sammála um það, að margt mætti betur fara hjá æsku- fólki nú í dag. Eg held ég megi segja það, að þeir tímar, sem við lifum á, séu tímar meiri og örari breytinga heldur en nokkurn tíma hafa verið, tímar, sem bjóða upp á fleiri og stærri tækifæri fyrir ungt fólk, en einnig timar, sem gefa tilefni til meiri freistinga °g þar af leiðandi fleiri vandamála að glíma við, svo að það má með sanni segja Jóhann G. Jóhannsson. að það sé erfiðara nú en oftast áður að vera ungur og óharðnaður. Margar fleiri ástæður liggja að baki þessara vaxandi vandamála en einungis breyttir tímar. Ein þeirra er aukið trúar- leysi nú til dags, og það hversu mjög fólk hefur fjarlægst kirkjuna og kristindóm- inn. Margir virðast álíta, að trúin sé eitt- hvað dautt og dottið uppfyrir, eitthvað, sem tilheyri fortíðinni, er nútímamaður- inn þurfi ekkert á að halda. Margir álíta einnig, að trúleysi okkar tíma stafi bein- línis af því að menningin sé orðin svo mikil og víðtæk. Þekkingu og tækni hafi fleygt svo fram, að maðurinn sé orðinn sjálfum sér nógur. Hann geti algerlega séð um sig sjálfur og þurfi því ekkert að vera upp á Guð kominn. Trúin beri því aðeins vott um vanþroska og menn hljóti þess vegna að segja algjörlega skilið við hana. Það er vissulega satt, að menning og þroski hefur aukizt verulega á seinni árum, en það er ekki þar með sagt, að slíkt gefi okkur nokkra ástæðu til að hafna trúnni. Menn eru síður en svo vaxnir upp úr því að trúa, því að trúarþörfin er hverj- um manni meðfædd. Sagt hefur verið, að enginn þjóðflokkur hafi fundizt svo frum- stæður, að ekki hafi hann haft neinn

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.