Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1970, Blaðsíða 10

Faxi - 01.03.1970, Blaðsíða 10
Sögulegur atburður. Laugardaginn 5. marz s. 1. gerðist sá merkis atburður, að Island var formlega tekið inn í EFTA, fríverzlunarsamtök Evrópu. Gerðist þetta við hátíðlega athöfn, þar sem forseti EFTA-ráðsins, Portúgalinn Antonio de Siq- cira Freire, flutti ávarp og bauð ísland vel- komið í samtökin. Fastafulltrúi íslands, Ein- ar Benidiktsson, þakkaði ámaðaróskir fyrir Islands hönd og síðar um daginn sat hann svo sinn fyrsta fund í ráðinu. Vegleg hátíðahöld. Sunnudaginn 1. marz s. 1. var hinn árlegi æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar haldinn há- tíðlegur um allt land. í kirkjum hér á Suður- nesjum var messað þenna dag og voru guðs- þjónustur þessar vel sóttar. Kvöldvaka var síðar um daginn haldin í félagsheimili Njarð- víkurvíkur — Stapa, þar sem saman voru komin um 700 manns. Kvöldvökunni í Stapa stjórnaði sóknar- presturinn, sr. Bjöm Jónsson, en ræðumenn vom þeir Jóhann G. Jóhannsson guðfræði- nemi, og Logi Þormóðsson gagnfræðaskóla- nemi. Fluttu báðir mál sitt af miklum mynd- arskap. Umtalsefni beggja þessara ungu manna var hið athyglisverðasta og hafa þeir góðfúslega leyft birtingu þess hér í blaðinu. Auk þeirra töluðu þarna á kvöldvökunni skiptinemar þjóðkirkjunnar, er sögðu á skýran og skemmtilegan hátt frá dvöl sinni meðal erlendra þjóða. Fermingarbörn úr Njarðvíkum og Kefla- vík sýndu tvo fallega helgileiki. Var flutn- ingur ungmennanna mjög fagur og hljóðlátur og vel við hæfi efnisins. A kvöldvöku þessari söng æskulýðskór kirkjunnar undir stjóm Siguróla Geirssonar, einnig sungu skátastúlkur úr Njarðvíkum mjög geðþekkt og fallega. Kristín Sigtryggs- dóttir söng einsöng við mikla hrifningu áheyr- enda, og sama máli gegndi um söng Kefla- víkurkvartettsins, sem þama kom fram til skemmtunar og ánægju fyrir viðstadda. Hljómsveitin Júdas skemmti þama einnig, en þessi hljómsveit nýtur nú mikilla og vax- andi vinsælda meðal unga fólksins. Og að lokum kom þama fram þjóðlagasöngkonan, Kristín Olafsdóttir, sem er löngu þjóðkunn orðin fyrir listræna túlkun á íslenzkum þjóð- lögum. Kvöldvökunni lauk svo með áhrifa- ríkri og fagurri helgistund undir handleiðslu sr. Björns. Þótti kvöldvaka þessi bæði virðu- leg og aðlaðandi, og veita viðstöddum inni- haldsríka ánægjustund, jafnframt því sem hún var öllum, er að henni stóðu, til hins mesta sóma. H. Th. B. Yfirlit um starfsemi bókasafnsins í Keflavík árið 1969. Lánaðar voru út á árinu 22.110 bækur í út- lánsdeild. A lestrarsal voru lánuð um 8.000 bækur og blöð. Lánþegar voru 1094 og gestir á lestrarsal 1629. Framlag Keflavíkurbæjar til safnsins var 450 þúsund. kr. Vinsælustu íslenzku bækurnar eru: 1. Ingibjörg Sigurðardóttir ...... 311 bindi 2. Jenna og Hreiðar .............. 220 bindi 3. Guðrún frá Lundi............... 202 bindi 4. Armann Kr. Einarsson .......... 191 bindi 5. Stefán Júlíusson .............. 169 bindi 6. Ingibjörg Jónsdóttir .......... 129 bindi 7. Kristmann Guðmundsson .... 122 bindi 8. Ragnheiður Jónsdóttir..... 115 bindi 9—10. Guðmundur G. Hagalín .... 101 bindi 9—10. Halldór Kiljan Laxness .... 101 bindi Bókaeign safnsins er nú um 14.550 bindi. Leiðrétting. I minningargrein um Sigurð B. Helgason í síðasta tbl. Faxa, urðu þau mistök, að hinn látni var nefndur Sigurður Benidikt, en hann hét fullu nafni Sigurður Benóný Helgason. Eru aðstandendur beðnir velvirðingar á þessum leiðu mistökum. Fimm ára félag. Nú um þessar mundir er Systrafélag Kefla- víkurkirkju 5 ára. Þó félagið sé ekki gamalt, hefir það látið mjög til sín taka ýmis mann- úðar- og merkismál, einkum þó er varða hag og velferð kirkjunnar. Eiga forustukonur þessa unga félagsskapar miklar þakkir okkar Keflvíkinga fyrir menningarlegt tillag þeirra í þágu byggðarlagsins. Megi blessun fylgja störfum þeirra um langa framtíð. ALMENNUR LÍFEYRISSJÓÐUR IÐNAÐARMANNA Sjóðurinn er öryggis- og tryggingarstofn allra iðnaðarmanna. Á sama tíma og þið tryggið framtíð ykkar og fjölskyldunnar, þá byggið þíð upp lána- stofnun, sem þið hafið ávallt aðgang að. Innganga strax gefur lánaréttindi fyrr. Iðnaðarmenn, látið ekki dragast að gerast aðilar að lífeyrissjóði ykkar. UPPLÝSINGAR ERU VEITTAR 4 SKRIFSTOFU LANDSSAMBANDS IDNAÐARMANNA - HÚSI IÐNAÐARBANKANS SlMI 15363 <ö> 42 — FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.