Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1970, Blaðsíða 8

Faxi - 01.03.1970, Blaðsíða 8
„Ég vil fá minn mann" Leikfélagi Keflavíkur hefur gengið fremur erfiðlega að koma á verulega virku leikstarfi, sem vænta mætti að hér gæti þróast í fjölbýlinu á Suðurnesjum. Stafar það vafalaust af nálægð atvinnuleik- mennskunnar í höfuðborginni. Aðstöðu- munurinn er geysimikill og varla yfirstíg- anlegur. En lofsverður áhugi og fórnfýsi gera stundum hið ómögulega mögulegt. Nú hefur Leikfélag Keflavíkur tekið fyrir gamanleik eftir Philip King, þýddan af Sigurði Kristjánssyni. Efnið er hvorki stórbrotið né frumlegt — nema ef það getur frumlegt kallast, að nú er það kon- an, sem „vill fá sinn mann“, og þar með tekið frumkvæðið af piltinum, sem hingað til hefur verið staðráðinn í að „fá sér kær- ustu, sem allra-allra fyrst ...“ Styrkur leiksins liggur í hraðri atburða- rás og hnittnum tilvikum, sem krefjast töluverðrar leiktækni og góðrar leikstjórn- ar, ef tiltækið á að heppnast. Og það gleðilega skeði, að næstum alh heppnaðist og margt betur en höfundur gefur tilefni til. Helgi S\úlason hefur tekið að sér að glíma við sviðsetningu og leikstjórn og var vart færari maður tiltækur til þeirrar glímu. Það er næstum furðulegt, hve vel honum tekst að nýta hæfileika áhuga- fólksins til að koma auglýsingabrellu prestsins og afleiðingum hennar í trúverð- ugt og broslegt form. Sjálfur hefur hann mjög næmt skopskin og glöggt sviðsauga. Auk þess hefur hann unnið mikið með keflvískum leikurum og þekkir getu flestra þeirra út í æsar. Svo vel tekst hon- um að laða fram getu fólksins, að ókunn- ugir gætu haldið, að flest þeirra væru þrautþjálfaðir atvinnumenn. Aðalhlutverkið, séra Arthur Humprey, leikur Eggert Olafsson, og man ég ekki eftir að hafa séð honum takast betur upp. Hann er svo mannlegur og elskulegur í undirokun undir pilsfaldi kvenréttinda- konunnar, systur sinnar, Harriettu, sem leikin er af Jónínu Kristjánsdóttur og stjórnar öllu á prestssetrinu. Jónínu hef ég séð betri í rólegri, eldri konum; þó er hún góð, en gæti verið betri, ef hendur og raddbönd fengju meiri yfirvegun. Onnur meginstoð prestsheimilisins er frú Carter, sem þó er ekki ætlað annað en þjónustu- starf þar innan veggja — leikin af Ingi- björgu Hafliðadóttur. Ingibjörgu minn- ist ég ekki að hafa séð á sviði fyrr. Þó verður hún kannske minnisstæðust, svo mikil var leikgleði hennar. Hún lét aldrei fipast á hverju sem gekk, og er þá mikið sagt, jafnvel ekki einu sinni þegar hún fékk stigahandriðið óvart ofan í svuntu- vasann. Pétur Grahm, frænda prestsins, leikur Þorsteinn Eggertsson. Hann fær erfiðasta hlutverk leiksins, sem „harðjaxl“ hans og „bítill“. En Þorsteinn ber nafngiftina „þúsundþjalasmiður“ með réttu. Og ein- hvern veginn finnst manni að hann og Ingibjörg beri meira af þakinu en þeim hafi verið ætlað af hendi höfundar. Ekki dregur það þó úr ánægju áhorfandans, nema síður sé. Kvenréttindahlutverkið Pixie Potter lék Anna Marteins, nýliði, sem mikils má af vænta á sviði. Hún hefur góða rödd og veit alveg hvað hún þarf — og á að gera til að skapa andstæðu (Kontrast) til að ná fram litríkri mynd. Þórdís Þormóðsdóttir lék glæsilega ekkju, Winifred Barrington Laske, og Erna Sigurbergs, sem lék Jósefínu de Briscac, ástsjúka eldri konu, þurftu báðar nauðsynlega að ná sér í mann. Þessi hlut- verk voru lítil ásamt hlutverki Biskups- ins í Lax, sem leikið var af Kristjáni Hanssyni. Öll eru þau sviðsvön og góðir leikarar á okkar mælikvarða og oft gert margt gott hér á fjölunum. Eg býst við að þau hafi náð því, sem hægt var út úr þessum hlutverkum, en hlutverkin gefa leikurum varla tækifæri til að ávaxta pund sitt að mun. — Svipað má segja um blaða- ljósmyndarann, sem leikinn var af Ólafi Sigurvinssyni. Messur um bænadaga og páska KEFLAVÍKURKIRKJA. Skírdagur: Messa kl. 2 síðdegis (altarisganga). Ferm- ingarböm fyrri ára sérstaklega velkomin. Föstudagurinn langi: Messa kl. 5 síðdegis. Páskadagur: Messa kl. 8 árdegis. Barnaguðsþjónusta kl. 11.15. Messa kl. 5 síðdegis. INNRI-NJARÐVÍKURKIRKJA. Skírdagur: Barnaguðsþjónusta kl. 11 árdegis. Messa kl. 5 síðdegis (altarisganga). Ferm- ingarbörn fyrri ára sérstaklega velkomin. Föstudagurinn langi: Messa kl. 2 síðdegis. Páskadagur: Messa kl. 10 árdegis. YTRI-NJARÐVÍKURSÓKN (Stapi). Föstudagurinn langi: Barnamessa kl. 11 árdegis. Messa kl. 3.30 síðdegis. Páskadagur: Messa kl. 2 síðdegis. Fermingarguðsþjónustur á pálmasunnudag og annan í páskum vom auglýstar í síðasta blaði Faxa. í heild var leikritið skemmtilegt og góð dægrastytting, hressilegur hláturvaki og holl tilbreytni frá dægurþrasi. Eftir að hafa séð þennan leik, hlýtur maður að óska þess að sjá þessa ágætu leikara í stærri og efnismeiri verkefnum. Leiktjöld gerðu Helgi Kristinsson, Guð- mundur Sigurðsson og Þorsteinn Þor- steinsson. Verk þeirra eru einnig unnin í sjálfboðavinnu og voru þeim til sóma. Keflvíkingar mega vera þakklátir fyrir það ágæta starf, sem Leikfélagið vinnur hér við afar erfið skilyrðí. Þakklæti sitt geta þeir bezt sýnt með því að sækja vel leiksýningar félagsins. Jón Tómasson. 40 — F A XI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.