Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1970, Blaðsíða 6

Faxi - 01.03.1970, Blaðsíða 6
Frú Aðalbjörg GuðmundsdóHir fimmtug Frú Aðalbjörg Guðmundsdóttir kennari varð fimmtug þann 15. marz s. 1. Aðalbjörg er fædd á Harðbak i Prest- hólahreppi, N. Þingeyjarsýslu, 15. marz 1920, dóttir hjónanna Margrétar Siggeirs- dóttur og Guðmundar Stefánssonar, er þar bjuggu lengi. Aðalbjörg lauk kennaraprófi frá Kenn- araskóla Islands árið 1940 og hóf þá kennslustörf, fyrst á Raufarhöfn, þar sem hún tók þá jafnframt að sér ýmis félags Aðalbjörg Guðmundsdóttir. málastörf, t. d. formennsku Umf. Austra á Raufarhöfn og gæzlumannsstarf við barna- og ungmennast. Norðurljós þar í þorpinu. Arið 1943 fluttist hún suður og var þá um skeið stundakennari við St. Jósefsskól- ann í Hafnarfirði og síðar kennari við Austurbæjarskólann í Reykjavík. Um þær mundir tók hún virkan þátt í starfi Þing- eyingafélagsins í Reykjavík, og átti um skeið sæti í stjórn þess. Aðalbjörg giftist 1948 Rögnvaldi Sæ- mundssyni kennara, og hingað suður flutt- ust þau 1952, þegar Rögnvaldur gerðist skólastjóri við gagnfræðaskólann í Kefla- vík. Eiga þau hjónin 3 mannvænleg börn, Sæmund, sem nú stundar nám við Háskóla íslands, Elínu, er les undir stúdentspróf við Menntaskólann á Akureyri og yngsta barnið, Margrét, sem er enn í foreldra- húsum. Til viðbótar erilsömu húsmóðurstörf- um, hefir Aðalbjörg lengst af verið kenn- ari hér við barnaskólann og auk þess sinnt ýmsum hugsjóna- og félagsmálum, svo sem gæzlumannsstörfum við barnastúk- una Nýársstjarnan, en við því þýðingar- mikla kærleiks og fórnarstarfi tók hún ásamt fleiri fyrir 2 árum, af þeim Fram- nessystrum, sem þá höfðu um hart nær hálfa öld stýrt stúkunni af mikilli hjarta- gæzku og frábærum dugnaði. Fyrir svo utan þetta allt á Aðalbjörg sæti í nokkr- um fastanefndum á vegum bæjarfélagsins, má þar m. a. nefna leikvallanefnd og fræðsluráð. Fleira af þessu tagi mun ég ekki tíunda hér, enda tel ég vandséð að slík upptaln- ing sé Aðalbjörgu að skapi. Eg vil því þó hér við bæta, að Aðalbjörg er úrvalsgóður Aflaskýrsla Keflavíkurbáta 15. marz 1970. R. Tonn Baldur KE ...................... 30 94,3 Bergvík KE ..................... 43 185,3 Bliki GK ....................... 17 61,8 Draupnir ÍS .................... 35 237,3 Dreki RE........................ 15 74,5 Erlingur KE .................... 13 22,2 Eyfellingur VE ................. 36 152,9 Freyja GK 364 .................. 40 319,2 Freyfaxi KE .................... 22 66,9 Garðar RE ...................... 45 295,0 Glaður KE ...................... 43 205,1 Gullþór KE...................... 11 18,3 Gunnar Hámundarson GK .......... 38 177,6 Gullvík KE ..................... 35 179,7 Hafborg KE ..................... 21 55,2 Hafborg GK ..................... 17 45,0 Hamravik KE .................... 31 333,7 Hagbarður KE ................... 43 225,2 Helga RE ....................... 26 463,1 Helgi Flóventsson ÞH............. 9 106,4 Ingiber Ólafsson II ............ 35 364,0 Jón Finnsson GK................. 17 199,2 Jón Guðmundsson KE ............. 40 241,0 Keilir GK 24 ................... 24 112,0 Kristján KE ..................... 9 19,0 Keflvíkingur KE ................. 9 420,0 Lómur KE ....................... 23 226,0 Manni KE ....................... 39 295,9 Kristján RE .................... 15 32,6 Ólafur KE ...................... 25 76,5 Ólafur II KE ................... 22 110,6 Ólafur Magnússon KE............. 21 53,6 Sandvík KE ..................... 11 35,9 Sigurbjörg KE .................. 41 240,2 Sjöstjarnan KE................... 3 13,7 Skagaröst KE.................... 41 263,1 kennari, bæði dugleg, kunnáttusöm og skilningsrík, enda nýtur hún mikilla vin- sælda meðal barnanna sem hún kennir, svo og foreldranna, er kunna vel að meta það sem að börnum þeirra snýr. Eg hefi átt því láni að fagna að vera um langt árabil samverkamaður Aðal- bjargar, bæði í st. Vík, þar sem hún hefir innt mikið og gott starf af hendi, og einnig við kennslustörf í barnaskólanum og tel mig því nokkuð dómbæran á það, sem að framan er sagt. Á afmælisdaginn heim- sóttu hana vinir og vandamenn og var þann dag að vonum fjölmennt á hinu fallega heimili þeirra hjóna, þar sem frúin var heiðruð með gjöfum, heillaskeytum og hlýjum handtökum. Ríkti þar sönn og heilbrigð veizlugleði. Við hjónin sendum Aðalbjörgu hlýjar kveðjur og árnaðaróskir við þessi merku tímamót. H. Th. B. Skálaberg NS 10 77,1 Stafnes GK 36 128,2 Sæborg KE 15 16,8 Sæfugl GK 8 13,0 Sævar KE 37 233,2 Tjaldur KE 10 20,5 Þórarinn KE 18 25,4 Þorgrímur IS 19 117,3 Þorsteinn Gíslason KE 29 129,3 Vonin KE 44 307,6 Til Keflavíkur hafa borizt 6.289,1 tonn í 1063 sjóferðum. Aflaskýrsla Sandgerðisbáta 15. marz 1970. R. Tonn Kristbjörg ÞH ................... 28 122,0 Andri KE......................... 41 189,1 Muninn GK ..................... 45 296,6 Árni Ólafur GK ................ 25 74,9 Víðir II GK ................... 47 310,3 Þorgeir GK .................... 43 346,8 Álaborg GK .................... 45 270,2 Sigurpáll GK..................... 46 334,7 Freyja GK 110 ................. 45 243,3 Jón Oddsson GK ................ 46 288,1 Bergþór GK .................... 43 237,5 Ásgeir Magnússon II GK .......... 40 173,4 Hólmsteinn GK.................... 36 140,5 Alda RE ......................... 30 107,1 Ásgeir Magnússon GK ............. 18 46,6 Mummi GK ........................ 39 252,2 Keilir GK 400 .................. 5 8,2 Guðmundur Þórðarson GK ......... 8 15,5 Brynja .......................... 24 102,8 Steinunn gamla GK ............... 33 233,4 Þorri ÞH ........................ 24 369,2 Vonin GK ........................ 14 37,3 Aflaskýrslo Suðurnesjabáta

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.