Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1970, Blaðsíða 2

Faxi - 01.03.1970, Blaðsíða 2
átrúnað, þannig að það er nokkuð hæpið að telja það merki um vanþroska að vera trúhneigður. Menn tala mikið um það, að ýmislegt í Biblíunni fái ekki staðizt og að hún sé full af mótsögnum og hvers kyns vitleysu. En ef talað er betur við þessa sömu menn, kemur í ljós, að flestir þeirra hafa lítið sem ekkert lesið og rannsakað Biblíuna, og eiga því ákaflega erfitt með að standa við sínar stóru fullyrðingar. Það hlýtur því að vera frumskilyrði fyrir því, að menn geti lagt dóm á Biblíuna og krist- indóminn, sem vissulega grundvallast á henni, að þeir lesi hana og rannsaki. Fyrir ungt fólk, sem er í skólum, og er að afla sér menntunar, og raunar fyrir hvern þann, sem vill kalla sig menntaðan mann, er nauðsynlegt að hafa lesið Biblíuna, því að eins og Theodore Roosevelt, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, sagði eitt sinn: „Það ungmenni er ómenntaður maður, sem ekki þekkir Biblíuna sína.“ Er það ekki skammarlegt fyrir okkur, sem lifum í þjóðfélagi, þar sem kristin trú er ríkistrú og við langflest tilheyrum þjóðkirkjunni, hversu lítið við vitum um og hversu lítið við þekkjum þau trúar- brögð, sem við játum, hversu lítinn áhuga við sýnum þeim og kirkjunni okkar. En þegar við lesum Biblíuna eða förum í kirkju, þá megum við ekki gera það með því hugarfari, að þetta sé allt saman hel- ber vitleysa og hégómi, sem ekki skiptir okkur neinu máli. Heldur verðum við að gera það með jákvæðu hugarfari, því að annars er betur heima setið en af stað farið. Við ferminguna svörum við þeirri stóru spurningu játandi, hvort við viljum leit- ast við af fremsta megni að hafa frelsara vorn Jesúm Krist að leiðtoga lífs okkar. Þetta er stór og alvarleg spurning og við skyldum ætla, að henni væri svarað af einlægni og að mikil alvara lægi þar að baki, en freistast maður ekki til að álíta, að í allt of mörgum tilfellum sé hugurinn víðs fjarri, ef til vill bundinn við eitthvað, sem von er á síðar þennan sama dag, þeg- ar þessi mikla játning er gerð. Því miður er oft ástæða til að ætla að svo sé að minnsta kosti þegar hugsað er um efnd- irnar á loforðinu, því að þá, þegar ferm- ingarbarnið er fyrst orðið fullgildur með- limur kirkjunnar, þá vill oft fara svo, að samband þess við kirkjuna rofni að mestu eða öllu leyti. Er þetta ekki óeðlilegt? Væri ekki eðlilegra að þá fyrst færum við að taka virkan þátt í starfi safnaðarins, ekki bara með því að koma stöku sinnum til kirkju og láta þar við sitja. Það hefur sýnt sig undanfarin ár, að messan virðist ekki vera til þess fallin að laða ungt fólk að kirkjunni, því finnst hún vera of þung í vöfum og of hátíðleg. En er messan það eina, sem kirkjan hefur upp á að bjóða? Er ekki hægt að hafa margvíslegt annað starf innan kirkjunnar en hana eingöngu. Til dæmis æskulýðs- félag, sem starfaði innan kirkjunnar, er héldi uppi sem fjölbreyttastri starfsemi fyrir ungt fólk, þar sem það gæti komið saman og staðið fyrir skemmtikvöldum og kvöldvökum, þar sem léttu skemmti- efni og alvarlegri málum væri blandað saman í hæfilegu hlutfalli, og yfir sumarið gæti það til dæmis gengizt fyrir ferðalög- um og ýmiskonar útiveru. En til þess að unnt sé að framkvæma svona nokkuð, þá verður það að koma frá unglingunum sjálfum, þeir verða að sýna á einhvern hátt að þeir hafi áhuga fyrir slíku starfi. Einnig er nauðsynlegt að stjórn slíks fé- lags verði að sem mestu leyti í höndum unga fólksins sjálfs, en nyti að sjálfsögðu Eins og kunnugt er fara nú á vori kom- anda fram kosningar til bæja- og sveita- stjórna um land allt. Hafinn er fyrir nokkru undirbúningur að þessum kosningum, sem verða þann 31. maí, og til þess að framfylgja öllu rétt- læti á frjálsan og lýðræðislegan hátt, hafa nú stjórnmálaflokkarnir viðhaft skoð- anakönnun, — hver innan sinna vébanda, þar sem stuðningsmönnum gafst kostur á að láta álit sitt í ljós á framboðnum full- trúum flokka sinna. Þegar þetta er ritað, hafa allir stjórn- málaflokkarnir, sem fulltrúa eiga í bæjar- stjórn Keflavíkur, lokið þessum prófkjör- um. Verður hér skýrt frá 5 efstu mönn- um á hverjum lista, eins og fram hefir komið í fréttum blaða nú að undanförnu, en samkvætpt þessari skoðanakönnun ættu það að vera efstu menn listanna, þeg- ar stillt verður endanlega upp til bæjar- stjórnarkosninganna í vor. Alþýðuflokkurinn lauk hér fyrstur sínu prófkjöri, og eru 5 efstu menn á lista hans þessir: Karl Steinar Guðnason kennari, Guðfinnur Sigurvinsson skrifstofumaður, Ragnar Guðleifsson kennari, Olafur Björnsson útgerðarmaður og Sigurður Jónsson framkvæmdastjóri. yfirumsjónar og leiðbeininga einhvers eldri manns, en að framkvæmdir allar væru í höndum unga fólksins. Því að við unga fólkið megum ekki ætlast til að allt sé rétt upp í hendurnar á okkur, heldur verðum við að vinna sjálf að okkar sameiginlegu málum, því að sú gleði, sem verður, ef góður árangur næst í slíkri starfsemi, verð- ur mun dýpri og einlægari, ef unga fólkið vinnur sjálft sem mest að því og þarf eitt- hvað að leggja á sig við það, og ég trúi ekki öðru, en að ungt fólk sé tilbúið að leggja sitt af mörkum til þess að freista þess að koma á fót blómlegu félagslífi á kristilegum grundvelli hér, því að mér virðist, að ekki veiti af að hressa örlítið upp á félagslífið hér, en aukið félagslíf er bæði okkar eigin hagur og alls þjóðfé- lagsins, því að með aukinni félagsstarf- semi öðlumst við aukinn félagsþroska, en hann er okkur nauðsynlegur til þess að við getum orðið góðir og nýtir þjóðfélags- þegnar. Jóhann G. Jóhannsson, stud. theol. Fulltrúar Alþýðuflokksins í bæjarstjórn Keflavíkur eru: Ragnar Guðleifsson og Olafur Björnsson. Þeir sem skipa 5 efstu sæti Sjálfstæðis- flokksins í Keflavík, að nýloknu próf- kjöri, eru: Arni Ragnra Árnason, útibús- stjóri Verzlunarbankans, Ingólfur Hall- dórsson, gagnfræðaskólakennari, Tómas Tómasson, lögfræðingur, Jón H. Jónsson, framkvæmdastjóri og Alfreð Gíslason, bæjarfógeti. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjar- stjórn Keflavíkur nú eru: Alfreð Gísla- son, Kristján Guðlaugsson og Sesselja Magnúsdóttir. Framsóknarflokkurinn lauk síðastur bæjarstjórnarflokkanna sínu prófkjöri, og eru 5 efstu menn listans þessir: Hilmar Pétursson, skrifstofum., Valtýr Guðjóns- son, útibússtjóri Samvinnubankans, Páll Jónsson, skrifstofustjóri, Margeir Jónsson, útgerðarmaður og Hermann Eiríksson, skólastjóri. Fulltrúar Framsóknarflokksins í bæjar- stjórn Keflavíkur eru: Valtýr Guðjónsson, Margeir Jónsson, Hilmar Pétursson og Hermann Eiríksson. Bæjarstjórnarkosningar í vor 34 — F A X I

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.