Faxi

Årgang

Faxi - 01.02.1973, Side 5

Faxi - 01.02.1973, Side 5
verkalýðsfélagið gat ekki staðið, sóma síns vegna, utan heildarsamtakanna, og eitt er víst, að innan þeirra er félagið bú- ið að vera ívo áraiugum skiptir, en hve- nœr létuð þið til skarar skríða í þeim efnum, Ragnar? — Það er nú saga að segja frá því. Þegar við gerðum samninga þá, sem ég gat um áðan, um að ef við gengum í ASÍ, þá væru þeir úr gildi fallnir, reidd- ist ASÍ-stjórnin, komu hingáð suður og sögðu, sem kannski var a.lveg rétt, að þetta væri hnefahögg framan í samtökin, sem erfitt væri að þola. Við greindum þeim frá ástæðunni og þeir sýndu okkur skilning og létu málið hlutlaust. Þetta var árið 1934. Svo líða tvö ár. Við ráðger- um húsbyggingu, sem seinna var kallað „Verkó“. Annars er rétt áð drepa aðeins á aðdragandann að þeirri byggingu svo- lítið áður. Rétt eftir stofnun félagsins var farið að ræða um byggingu samkomu- 'húss í félagi við UMFK, enda enginn áhugi hjá stjórn þess fyrir því máli. En svo verða stjórnarskipti hjá UMFK. Nýir menn taka við og þeirra hugur stendur ekki til samvinnu við okkur, heldur t.il- kynna þeir okkur, áð UMFK stefni nú að því að byggja eigið hús og bjóða okk- ur leigu. Þetta kom nokkuð flatt upp á okkur og við vissum varla hvað til bragðs skyldi taka, þegar valinkunnur borgaii, sem hafði aflað sér leyfis hjá sýsluinanni til kvikmyndahússreksturs í nýtízku húsi í Keflavík, býður að leigja af okkur hús ef við byggjum, og segist. vilja greiða okkur fyrirfram leigu fyrir næstu 10 árin, að upphæð sex þúsund krónur. Krónan var verðmætari í þann tíð en nú til dags, en meira þurfti að koma til, ef húsbyggingardraumurinn átti að rætast. — Atvinnurekandi einn hjálpaði þar líka til. Stefán Bergmann gerði út bíl og seldi möl og byggingarefni. Við sömdum við hann um kaup á byggingarefni, með því skilyrði, að ha.nn lánaði okkur heilar sex hundruð krónur, sem nægði til kaupa á timbri. Víxlar voru heldur ekki óþekkt frirbrigði þá til dags, eins og nú, og einn slíkan slógum við í Útvegsbankanum, að upphæð tvö þúsund krónur. Sömu upp- hæð herjuðuin við út úr „prívat“ manni, sem ekki vildi láta nafns síns getið. — Voru menn einhuga um bygging- a>'áformin? — Nei, ónei, andstæðingarinr lét.u vel í sér heyra og kærðu bygginguna. Þannig var mál með vexti, að stjórn Hermanns Jónassonar hafði bannað byggingu sam- komuhúsa, nema með sérstöku leyfi, en það höfðum við ekki, en kvikmyndahúss- rekstursleyfishafinn kom okkur aftur til hjálpar. Hann lagði fram sementsreikn- inga, sem sýndu, að bygging var hafin áður en þessi ákvæði tóku gildi, og á því flutum við, og húsið var reist. En vegna þessarar mótstöðu gegn byggingunni, á- formuðum við að ganga hiklaust í ASÍ, sem þegar studdi okkur eftir megni í sam- bandi við húsbygginguna, með margs konar ráðleggingum og fyrirgreiðslu. Þótt tækist að ljúka byggingu hússins, var ekki þar með sagt að úr öldurótinu væri komið og inn á lygnan sæ. Þegar við ræðum málið áfram segist Ragnari svo frá: — Við fengum strax harðan keppi- naut, sem var UMFK-húsið, sem þá var risið, og samkeppnin hófst, og hún var hörð. Bæjarbúar skiptust í tvo hópa, með eða móti húsunum. Kvikmyndasýning- arnar gáfust nokkuð vel. Sýnt var alla daga vikunnar, nema laugardaga, þá voru haldnir dansleikir. Ekki voru fleiri en það, sem iðkuðu fótamennt, að það nægði í annað húsið, svo hitt varð að hætta við dansleikinn, og við urðum und- ir í þeirri baráttu og kvikmyndir voru sýndar einnig þau kvöld eftir það. — Hafði tilkoma hússin ;ekki örv- andi áhrif á ýmsa aðra félagsstarfsemi? — Jú, leikfélag var stofnað og haldn- ar sýningar, enda var félagið mjög virkt uin tíma. Ég vil þó taka fram, að leikfé- lagið var ekki beinlínis innan verkalýðs- félagsins, en það voru hins vegar félagar þess, sem að baki stóðu. En svo ég haldi áfram með sögu hússins, þá keypti bær- inn sýningarvélarnar af Ásberg, þegar hann hugði á rekstur síns eigin kvik- myndahúss, og rak bærinn kvikmynda,- hús í nokkur ár, sem nefndist Keflavíkur- bíó, en því lauk með að kviknaði í vél- unum. Þær voru gerðar upp, en lítið not- aðar eftir það. Samt munu þær ennþá til á reikningum bæjarins, skráðar á 14 þúsund krónur, en sennilega ónýtar. Svo ég fari fljótt yfir sögu, þá leigðum við Sameinúðum Verktökum húsið fyrir svefnskála, og fengum fyrir það töluvert fé, sem notað var til að koma á fót kvik- myndasýningum að nýju undir merki Fé- lagsbíós, árið 1955, nánar tiltekið 29. apríl. Þrátt fyrir ýmsa erfiðleika við vélakaup kom fljótt í ljós, að húsnæðið var of lít.ið og svaraði ekki kröfuin tím- ans, svo horfið var að því ráði að stækka það uin Vs og hækka, og var það full- búið til notkunar í jan. ’61 g þá tók Fé- lagsbíó til starfa á ný. Bæði mér og öðrum lítt kunnugum í herbúðum Verkalýðsfélagsins, hefur fund- izt að „Félagsbíó" hafi borið nokkuð af leið hugsjóna þeirra, sem mörkuðu stefn- una á fyrstu árum hússins, og það naum- ast- lítill tilgangur áð reka kvikmynda- hús til þess eins að láta það bera sig fjár- hagslega, og þegar ég drep á þetta atriði við Ragnar, kemur í ljós, að það er langt í frá að svo sé. — Að mínu áliti reynuin við að halda okkur við upphaflegan tilgang, þótt í breyttri mynd sé. Á aðalfundi „Félags- hússins hf.“ haldinn 16. okt. 1965, var samþykkt að fela stjórninni að athuga Fasteignagjöld í Miðneshreppi 1973 Gjalddagar fasteignagjalda í Miðneshreppi 1973 eru 15. jan. og 15. maí. Gjaldendum ber að greiða helming gjaldanna ó hvorum gjalddaga. Gjaldendur eru vinsamlegast beðnir að gera skil á fyrri hluta greiðslunnar nú þegar. Sveitarstjóri Miðneshrepps F A X I — 25

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.