Faxi - 01.02.1973, Page 10
GERÐASKOLI 100 ÁRA
SVEINBJÖRN ÁRNASON
Presturinn kom að
jafnaði í skólann á
hverjum degi
Svcinbjorn Árnason
^ Tekjur skólans
Þær munu ekki hafa verið aðrar en
skólagjaldið frá foreldrum barna fyrst
framan af, og svo Thorcillisjóðurinn
handa 14 börnum, þegar lengra leið
fram (1883) eft,ir að stiftsyfirvöld veittu
hann. Sennilegt er, að veitt hafi verið
eitthvað úr hreppssjóði. En hvað sem
tekjum skólans líður, þá hafa kunnugir
menn fyrir satt, að skólinn hafi átt í
sjóði 1.200 kr. auk skólahússins, við
andlát sr. Sigurðar, sem bar að 1 887, og
lauk þar með þessu fyrsta tímabili skól-
ans í Gerðum og koma nýir menn og
yngri og taka við. Eins og ég gat um
áðan, andaðist sr. Sigurður 1887. Með
'honum hvarf af sjónarsviðinu einhver
gagnmerkasti maður, er þjónað hefur
Útskálaprestakalli, og mega rnenn hér
um slóðir lengi minnast hans og muna.
Já, nú fer í hönd nýr tími. íslendingar
höfðu með stjórnarskránni 1874 fengið
fjárveitingavaldið í sínar hendur, og fer
nú smátfc og smátt að koma hreyfing á
hlutina, að vísu hægt og fálmandi í fyrstu,
meðan þjóðin er að átta sig og hrista af
sér aldagamalt mók. Það mátti teljast
mikið lán fyrir þessi byggðarlög, að eft.-
irmaður sr. Sigurðar skyldi verða sr. Jens
Pálsson. Hann var einn úr forustusveit
íslenzkra ættjarðarvina og framfara-
mála sveitarinnar. Hann lét fljótlega
skólamálin til sín taka. Skólahúsið í
Gerðum var nú farið að ganga úr sér, og
það sem verra var, að með aukinni út-
gerð í Gerðum og vaxandi athöfnum
manna þar, var þrengt mjög að skóla-
húsinu og mát.ti svo segja, að skólinn
væri þarna á miðju athafnasvæði útgerð-
arinnar. Sr. Jens sá þegar, að nauðsyn
bæri til áð flytja skólann á annan og
hentugri stað. Svo vildi til, að á Útskál-
um stóð stórt og mikið hús, er Helgi,
sonur Sig. B. Sívertsen átti. Var þetta hús
nú keypt handa skólanum og það lag-
fært, en gamli skólinn í Gerðum seldur
og hann gerður að samkomuhúsi. Nú
réðist til skólans nýr forstöðumaður. Var
þáð Ögmundur Sigurðsson, var hann út-
skrifaður úr Möðruvallaskólanum og
hafði svo verið í Kennaraháskólanum
danska í Kaupmannahöfn. Má því segja
að Ögmundur afi verið ágætlega undii-
búin til starfsins, enda kom það fljótt í
ljós, að hér var um afburðarmann að
ræða, enda hefur orsf.ír skólans aldrei
verið meiri. Eftir að skólinn er fluttur
að Útskálum skiptir mjög um til hins
betra, húsnæðið var miklum mun betia
en í Gerðum, bæði bjartara og rýmra,
en umhverfið allt annað, enda fór þess
nú að gæta, að fólkið gerði meiri kröfur
en áður um allan áðbúnað barnanna,
enda nú orðið hægra um vik að bæta úr
því sem aflaga fór, enda var áhugi manna
nú mjög breyt.tur til hins betra um skól-
ann og menn höfðu orðið betri skilning á
allri uppfræðslu en áður var.
-jfc- Tók beztu nemendur
til kennslu í tungumólum
Hér kom líka til hinn brennandi áhugi
sóknarprestsins, sr. Jens, og allra hans
heimilismanna á málefnum skólans og
framfaramálum hans og byggðarlags-
ins.
Heimili prestsins var annálað menn-
ingarheimili og hafði það ekki lítið að
segja fyrir skólann og nemendur hans,
enda má næstum segja, að allir nemend-
ur skólans hafi verið heimilismenn hinna
nafntoguðu presthjóna á Útskálum, og
mega allir sjá, hver áhrif þess hafa orðið
fyrir æskufólk þessa byggðarlags. Sr.
Jens var bindindismaður mikill og stofn-
aði hér stúkuna Framför no. 6 og einnig
unglingastúkuna Siðsemd no. 14. Þessi
félagsskapur hefur starfað hér alla tíð
síðan af miklum krafti og hefur sá fé-
lagsskapur stuðlað að því, að fólk hér í
byggð hefur verið allt til þessa dags
ódrykkjugjarnara en fólk hér í nærliggj-
andi byggðarlögum og hefur það verið
til mikillar blessunar æskulýð hér í Garð-
inum og stutt ýmis menningar- og félags-
mál er á góma hefur borið. Eins og ég
gat um áðan, kom nú Ögmundur að
skólanum, aðstoðarkennari hans var
kona hans, frú Guðrún Sveinsdóttir, og
Pétur Guðmundsson. Eins og áður sagði
var ögmundur prýðilega menntaður
maður og virðist hafa haft mikla kenn-
arahæfileika. Auk skólagöngu sinnar
hafði hann verið fylgdarmaður dr. Þor-
valdar Thoroddsen á ferðum hans um
óbyggðir landsins í fjölda mörg sumur.
Hann hafði því mikla kunnáttu í landa-
fræði íslands og náttúrufræðum, enda
tók hann st.rax upp kennslu í þeim fræð-
um, landafræði hafði að vísu verið
kennd, en náttúrufræði ekki. Auk kennsl-
unnar í barnaskólanum tók hann bezt.u
nemenduma til kennslu í tungumálum,
eins og gert hafði Þorgrímur, fyrirrenn-
ari hans. Húsakostur skólans varð nú
miklu betri og meiri en verið hafði í
Gerðum og gaf möguleika á ýmsum hlut-
um. Þarna voru 2 all rúmgóðar
kennslustofur og stór salur, sem börn
gátu hafzt við í í frítímum, þegar veður
var slæmt, og einnig var hægt að nota til
30 — FAX l