Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.02.1973, Qupperneq 11

Faxi - 01.02.1973, Qupperneq 11
Myndin er af hjónunum Einari Magnússyni, sem var skólastjóri lcngur en nokkur onnar í Gerða- skóla, og Mafthildi Finnsdóttur, sem einnig kenndi Þessi mynd er tekin eftir mynd þcirri, sem Sigvaldi Sveinbjörnsson, skipstjóri i Hofnorfirði, (fró Eiði í Garði) gaf Gerðaskóla leikfimikennslu. Uppi voru svo nokkur herbergi, sem skólastjóri bjó í. Auk þess var svo stór gangur niðri. Leiksvæði fyrir börnin úti var svo allt Útskálatúnið og tjörnin að auki, þegar frost var á. Ög- mundur hafði kennsluna á hendi frá 1887—1896. Þótti öllum eftirsjá að honum úr byggðarlaginu. Hann varð síðar kennari og skólastjóri í Flensborg í Hafnarfirði, og þótti einn af fremstu skólamönnum landsins á sinni tíð. ★ f tíð Matthildar voru hljóðfæri til á flestum bæjum Við skólastjórn eftir Ögmund Sigurðs- son tekur nú Bjarni Jónsson. Var hann gagnfræðingur úr Möðruvallaskóla og hafði verið kennari við barnaskólann á Eskifirði. Hann var félagsmálamiaður góður og vann hér ötullega að bindindis- málum. Sérstaklega naut unglingastúkan góðs af störfum hans. Með honum sem kennari var Einar Magnússon frá Mið- húsum hér í Garðinum. Þeir héldu skól- anum mjög í sama horfinu, er gert hafði Ögmundur Sigurðsson. Bjarni lét af skólastjórn hér 1903 og hvarf til Reykja- víkur og varð ritstjóri trúamálablaðsins Bjarma. Eftir að Bjarni hætti hér kennslu taka þær við skólanum systurnar Oddný og Matthildur Finnsdætur Jónssonar fræði- manns frá Kjörseyri. Þær systur kenndu hér til 1904. Eftir það hætti Oddný, en Matthildur hélt áfram og giftist sama ár Einari Magnússyni, kennara við skólann. Einar var prúðmenni mikið og var mjög fágaður maður í framgöngu og mjög grandvar maður bæði til orðs og æðis og hafði mjög mótandi og góð áhrif á nemendur sína. Hann var maður sann- gjarn, og vitur kennari. Hann hafði ekki skólagöngu áð baki sér, en var maður vel sjálfmenntaður. Hann var söngelskur og félagsmálamaður ágætur. Hann var í ár-atugi gæzlumaður unglingastúkunnar og ihafði þar rnikil og góð áhrif. Matt- hildur, kona hans, var mjög músíkölsk og kenndi hér mörgu fólki að leika á orgel. í hennar tíð voru hljóðfæri til á flestum betri bæjum. Glæddi hún mjög áhuga fólks á söng- og hljóðfæraslætti, einnig stofnaði hún hér 2 kóra, blandað- 3n kór og karlakór, og voru þeir starf- andi hér í nokkur ár. Þeirra hjóna verð- ur áreiðanlega lengi minnzt með þakk- læti og hlýhug, fyrir hin miklu áhrif, som þau höfðu á menningu þessa byggð- arlags. Árið 1904 verður sr. Kristinn Daníelsson prestur hér á Útskálum. Það var í þann mund sem Einar Magnússon og Matthildur Finnsdóttir taka við stjórn skólans. Áhrif sr. Kristins urðu hér nrörg og mikil og rná óefað t.elja hann meðal hinna merkustu presta þessa lands. Það lætur að líkum, að svo ágætur maður hafi látið sig miklu varða skólann, sem var undir handajaðri hans, enda varð sr. Kristinn skólanum mikill heilla-maður. Hann gekkst fyrir því að til skólans voru nú keypt ný borð og bekkir, og talsvert af kennsluáhöldum, sem lítt. höfðu þekkst hér áður. Varð þetta allt til að glæða á- 'huga fólksins á ný á starfi skólans. Sr. Kristinn kom að jafnaði í skólann á hverjum degi, talaði við nemendur og glæddi þannig áhuga þeirra á náminu, og má segja, eins og ég sagði áðan um heim- ili sr. Jens, að heimili sr. Kristins var skólanemendum opið og hafði mikil á- 'hrif til siðmenntunar öllum öðrum nem- endum að fá tækifæri til að umgangast þetta ágæta fólk. En nú voru breytingar miklar til hins betra í aðsigi. Gísli á Sólbakka gaf 5 þúsund i leikfimisalinn Ný fræðslulög voru sett 1907. Með þeim tekst ríkið á hendur að greiða að verulegum hluta kostnað við skólahald og byggingu skólaihúsa í landinu. Ákvað þá hreppsnefndin í samráði við skóla- nefnd að ráðast í byggingu nýs skóla- húss. Var staður fyrir hið nýja hús á- kveðinn á melunuin upp frá Gerðum. Var svo hafizt handa um byggingu húss- ins, og sá Guðmundur Þórðarson um bygginguna fyrir hönd hreppsins og var því lokið 1911. Þetta var stórt og mikið hús með 2 kennslustofum og litlu áhalda- herbergi og stórum gangi. Skólinn flutt.i svo að Útskálum í þetta hús um haustið 1911. Hvorki var staðurinn né húsið hið nýja betra né skemmtilegra en hús það, sem á Útskálum var, og umhverfið allt var hálf nöturslegt. Brá nú nemendum við Útskálatúnið og alit umhverfis það. Nú varð ekki aftur snúið, hér var skól- inn kominn og hér varð hann að standa. Nýjungar ýinis konar komu samt í hinn nýja skóla, ýmis kennsluáhöld, landa- bréf, eðlisfræði, áhöld og margt fleira. í þessu húsi starfar svo skólinn til 1943, en þá fóru iað heyrast óánægjuraddir um skólann. Aðallega þótti skorta á, að ekki var hægt að sinna leikfimikennslu og einnig þótti öll hreinlætisaðstaða við skól- ann í lakara lagi. Menn töluðu um þetta fram og aftur og virtust ekki á eit.t sáttir. Sumir töldu þetta allt í lagi og töldu þetta svo sem ekki verra en annars stað- ar. Þá skeði það, að Gísli Sighvatsson, útgm. á Sólbakka, gefur kr. 5 þúsund til byggingar á leikfimisal við skólann. Þetta voru miklir peningar í þá da-ga, þó ekki þyki mikið nú. Framhald í uœsta blaði. F A X I — 31

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.