Faxi

Árgangur

Faxi - 01.11.1975, Blaðsíða 2

Faxi - 01.11.1975, Blaðsíða 2
KvenfélagiÖ Fjóla á Vatns- leysuströnd hélt upp á 50 ára afmceli sitt meö veglegu hófi í GlaÖheimum þann 26. ókt. s.l. MeÖal gesta var Freyja Nor- dal, form. Kvenfélagasambands GuTlbringusýslu og afhenti hún félaginu silfurkertastjaka frá samtökunum. GuÖm .Hauksson sveitarstjóri færöi kvenfélaginu fundarhamar frá sveittírfélag- inu, og fleiri gjafir bárust. Fjól- an er stofnuö 5. júlí áriö 1925 og flutti fyrsti formaöur félags- ins ávarp viö þetta tækifæri. Margrét Jóhannsdóttir setti hóf- iö og rákti sögu félagsins, og fer erindi hennar hér á eftir. Stofnendur og aflal driffjaðrlr fyrstu áranna. Aftari röð frá v., Sigurjóna JöHannsaoCTir, María Finnsdóttir, Guöbjörg Guðmundsdóttir, Guðrún Benedlktsdóttir, Ingibjörg Gíslad., Hulda Þorbjömssdóttlr. Fremri röö: Stelnvör Símonurdóttir, Abigael Halldórsdóttir, 95 ára, Anna Guðmundsdóttir, fyrsti form. fél., Kristrún Þórðardóttir, Guðný JónasdóttJr, Margrét Kristgánsdóttir. — A myndina vantar Margréti Þórarinsdóttur, sem ekld gat komið vegna sjúkleika. Kvenfélagið Fjóla, Vatnsleysuströnd, 50 ára „Barátta á milli pess bjarta og dimma“ Ávarp Margrétar Jóhannsdóttur formanns, á 50 ára afmælinu Góðir gestir, félagskonur og aðrir vel- unnarar Kvenfélagsins Fjólu. Það má víst fullyrða að þær konur hér í hrepp, sem fyrir 50 árum réðust í að stofna með sér félagskap hafi verið auðugastar af bjartsýnj og trú á þann málstað, sem þær ætluðu að fara að vinna að í sameiningu, menntunar, menningar og líknarmálum. Á þeim árum voru konur ekki auð- ugar á veraldlega vísu, en áttu í ríkum mæli fómar- og kærleikslund, og um- fram allt óbugandi trú á að samtaka- mátturinn hjálpaði þeim til þess að koma hugðarefnum sínum á framfæri Kvenfélagið Fjóla var stofnað 5. júlí 1925 með 12 konum. Fyrstu stjóm þess skipuðu eftirtaldar konur: Anna Guðmundsdóttir formaður, Guðríður Andrésdóttir ritari, Guðrún Egilsdóttir gjaldkeri. Þessi stjóm starfaði í 2 ár, en þá, 1927 var kosin önnur stjóm, en hana skipuðu: Guðríður Andrésdóttir formaður, María Finnsdóttir ritari, Aðalbjörg Ingimundardóttir gjaldkeri. Guðríður er svo formaður til 1961 eða í 34 ár, María ritari til 1963 eða í 36 ár, Aðalbjörg gjaldkeri til 1956 eða í 29 ár. Núverandi stjóm skipa: Margrét Jóhannsdóttir form. frá 1961, Ása Árnadóttir gjaldkeri frá 1962, Ilrefna Kristjánsdóttir ritari frá 1973. Ritaraskipti hafa verið tíðust. Katrín Ágústsdóttir var ritari í 5 ár, frá 1963- 1968, Guðný Snæland einnig í 5 ár, frá 1968-1973, en þá er Hrefna kosin ritari. Einnig gengdi Eyþóra Þórðardóttir gjaldkerastörfum í 6 ár, frá 1956-1962, þegar Ása tekur við. Snemma á rum fóru félagskonur að hjálpa bágstöddum í hreppnum. Þá var lítið um atvinnu og víða þröngt í búi. Þau eru efalaust ótalin gleðibrosin sem þær tendmðu á döpmm andlitum, og fyrirbænirnar sem þær hlutu að launum fyrir góðverk sín. Einnig byrjuðu þær snemma að standa fyrir námskeiðum í ýmsum kvenlegum fræðum, svo sem matreiðslu og hannyrðum, fatasaumi og fleiru. Það gefur auga leið, að til þess að standa undir kostnaði af þessum störf- um þurftu þær að afla tekna, og var þá helzt til ráða að halda hlutaveltur og skemmtanir úti eða inni, og má geta þess að haldnar voru útiskemmtanir í Hvassahrauni, á flötunum fyrir sunnan Voga og á Brekku undir Stapanum. Mikið er gaman að heyra eldri kon- urnar segja frá þessu, undirbúningi öll- um, hvemig skemmtanirnar fóru fram, og svo þegar þær fóru með peningana þangað sem helzt var þörf fyrir í það og það skiptið. Ýmislegt annað gerðu þær á þessum bernskuárum, sem mér finnst svo freistandi að dvelja við. Þær tóku til dæmis ýms vandamál líðandi stundar til umræðu á fundum og veltu jafnvel fyrir sér heimspekilegum hlut- um, eins og lífið og tilveruna, og er að 94 — FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.