Faxi

Árgangur

Faxi - 01.11.1975, Blaðsíða 5

Faxi - 01.11.1975, Blaðsíða 5
íÞRÓTTIR Þótt ÍBK auðnaðist ekki að endur- heimta íslandsmeistaratitilinn sem Ak- urnesingar hrifsuðu af þeim í fyrra- sumar og vörðu með því sæmd á þessu ári, tókst þeim að næla sér í titil, sem þá hefur lengi dreymt um að öðlast, að verða bikarmeistarar. Þrátt fyrir gott gengi í I. deilidnini, hefur ÍBK aðeins einu sinni tekist að komast í Bikarúrslit fyrir þremur árum þegar þeir. töpuðu fyrir Fram eftir frrmlengdan leik, með tveim- ur mörkum gegn einu. Það ár var lið ÍBK eitthvert sterkasta félagslið sem fram hefur komið á íslandi frá upphafi, með valinn mann í hverri stöðu og nokkrir þeirra mynduðu kjarna lands- liðsins. Eftir hvert áfallið á fætur öðru í sumar og reyndar í úrslitaleiknum einn- ig gegn íslandsmeisturunum frá Akra- nesi, voru það ekki margir þeirrar skoð- unar, að ÍBK gengi með sigur af hólmi í Bikarnum. En ÍBK, þrátt fyyrir sitt vængbrotna lið sýndi, að sigurinn í Meistrakepninni og Litla bikamum, var engin tilviljun. Þeir lögðu Islandsmeist- arna að velli í miklum baráttuleik með einu marki gegn engu. Það var miðvörðurinn, Einar Einars- son, sem skoraði markið í fyrri hálfleik. Fylgdi sókninni vel eftir eins og hann gerir varnarmanna bezt í I. deildarliðinu, og skaut lágu skoti á milli vamarmanna ÍA og í netið. Þetta mark var mjög táknrænt fyrir Einar og gildi þess fyrir liðið að hafa slíkan afburðamann í sín- um röðum, þegar mest á bjátar og mest á ríður. Ekki má heldur gleyma að geta fram- lags Guðna Kjartanssonar og Jóns Jó- hannssonar, sem tóku við þjálfun IBK, eftir að Joe Hooley hafði horfið frá störfum á miðju sumri, og áttu þeir sinn stóra þátt í að sigur náðist, með ódrepandi elju við að byggja liðið upp úr rústunum eftir að Holey hljóp á brott. FAXI óskar ÍBK til hamingju með Bikarmeistaratitilinn. Efnilegir Reynispiltar Reynismenn ættu ekki að þurfa að kvíða framtíðinni, ef rétt verður á spil- unum haldið. III aldursflokkur þeirra átti góðu gengði að fagna í sumar. Voru mjög sigursælir og komust í úrslit lands- mótsins og gerðu þar jafntefli við sig- urvegarana Breiðablik. Knattspyrnufélagið Reynir hefur nú starfað í 40 ár og minntist þess með samkvæmi í Félagsheimilinu í Sandgerði í seinasta mánuði. FAXI mun nánar segja frá starfsemi Reynis í Jólablað- inu. Kraftur í inniíþróttunum Handknattleikur, körfuknattleikur, badminton, júdó, sund, blak og leikfimi af ýmsu tagi til mýkingar og megrunar, allar þessar íþróttir og kannski fleiri sem við munum ekki í svipinn, eru iðk- aðar af krafti á Suðurnesjum, eða í þann veginn að hefjast. Njarðvíkingar keppa í I-deildinni í körfunni, ÍBK og Víðir í II og III-deild í handknattleik, Grindvíkingar í annarri deild í körfu- knattleik, og svo má lengi telja. Ekki höfum við tölu á öllum þeim fjölda sem stundar keppnisíþróttir eða líkamsrækt, en hitt vitum við, að húsnax5isskortur háir mjög allri starfsemi inanhúss- íþrótta, og komast þar að færri en vilja. Vonandi kemst einhver skriður á bygg- ingu fleiri iþróttahúsa á Suðumesjum til að mæta vaxandi þörf fyrir slík mann- virki. KFK aldarfjórðungs gamalt Knattspyrnufélag Keflavikur á ald- arfjórðungafmæli um þessar mundir og ætlar að halda upp á afmælið með ýmsu móti og vonumst við til að geta sagt eitthvað frá starfseminni áður en árið er liðið. FAXI — 97

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.