Faxi

Árgangur

Faxi - 01.11.1975, Blaðsíða 8

Faxi - 01.11.1975, Blaðsíða 8
MINNING Steindór Pétursson F. 31. DES. 1905 — D. 19. ÁGÚST 1975 Oft er skemmra til skapadægurs en við, skammsýn tímans börn, gerum ráð fyrir. Sú varð raunin á með vin minn og frænda, Steindór Pétursson, sem varð bráðkvaddur að morgni hins 19. ágúst síðastliðinn. Reyndar var það vitað, að hann gekk ekki heill til skógar hvað heilsu snerti frá því í síðari hluta sein- asta árs, en fáa mun þó hafa grunað, að verkalokin hinztu væru þegar á næsta leiti. Hann hét fullu nafni Þorsteinn Magn- ús Steindór Pétursson og fæddist að Ytri-Bægisá í öxnadal á gamlársdag 31. des. árið 1905. Foreldrar hans voru hjónin Pétur Magnússon og Fanney Þor- steinsdóttir, sem um þær mundir voru þar í húsmennsku. Hann var elztur af 8 bömum þeirra hjóna. Þau komust öll til fullorðinsára og eru 6 þeirra á lífi, tveir bræður og fjórar systur. Tveggja eða þriggja ára gamall flutt- ist Steindór með foreldrum sínum vest- ur í Skagafjörð. Þar dvaldist hann á þeirra vegum og átti heimilisfesti hjá þeim fram að fermingaraldri. En þau áttu lengst af heima að Krossanesi í Vall- hólmi. Oft var Steindór þó að heiman á þessum árum, sem smali eða léttadreng- ur hjá bændum þar í sveitinni. Ferm- ingarvorið hans gerðist sá örlagaríki sorgaratburður, að Pétur faðir hans drukknaði, hinn 8. júní árið 1920. Heim- ilið var sárfátækt, og Fanney átti ekki annarra kosta völ en að sundra barna- hópnum sínum. Elztu börnin urðu að vinna fyrir sér og brjóta sér sína eigin braut. Þau yngri voru tekin í fóstur af vandalausum. Aðeins yngsti sonurinn fylgdi móður sinni. Fanney er enn á lífi, 89 ára að aldri. Hún dvelur nú að Hrafnistu í Reykja- vík. Steindór var um árabil vinnumaður á ýmsum stöðum í Skagafirði. Hann varð snemma þrekmikill dugnaðarmað- ur, vel verki farinn og drengur góður, í hinni beztu merkingu þess orðs. Var hann því eftirsóttur starfsmaður og átti margra kosta völ, þegar um vistráðn- ingar var að ræða. Persónulega er mér vel kunnugt um, að meðal margra þeirra Skagfirðinga sem Steindór vann hjá, og kynntist á þessum árum, skildi hann eftir þau spor vináttu og virðing- ar, sem áratugir megnuðu ekki að má i brott .Hann var alfluttur að norðan, þegar ég fór að muna eftir mér. En oft heyrði ég hans minnzt, þegar ég var drengur, og alltaf að góðu einu. Árið 1928 fór hann á vertíð til Vest- mannaeyja. Þaðan réðist hann til vinnu- mennsku að Hala í Holtum til Ingimund- ar Jónssonar, er síðar varð kaupmaður í Keflavík, en bjó þó búi sínu þar eystra. 1 Hala dvaldist Steindór næstu árin. Á sumrin vann hann við búið, en á vet- urna var hann vertíðarmaður í Vest- mannaeyjum á vegum Ingimundar, en þá var altítt meðal bænda, að þeir sendu vinnumenn sína í verið. Á þessum árum kynntist Steindór ungri heimasætu úr Þykkvabænum, Guðrúnu Gísladóttur frá Vesturholtum, hinni ágætustu konu. Þau fluttust að austan árið 1932, stofnuðu heimili í Hafnarfirði, en bjuggu þar aðeins skamma hríð. Þaðan lá svo leiðin til Keflavíkur. Þar gengu þau í hjónaband, á 2. hvítasunnudag árið 1935. Og í Keflavík áttu þau helmili sitt alla tíð upp frá því, lengstaf að Austur- götu 16. Þau Steindór og Guðrún eignuðust 7 böm. Elzt þeirra er Gíslína Guðrún, húsmóðir í Englandi, giftWilliam Fams- worth, yfirmanni í flugher Bandaríkj- anna þar, næst henni Petra, hún var bú- sett í Bandarikjunum, gift Richard Sims. Hún lézt 13. ágúst árið 1969. Þá er María, húsmóðir í New York, gift Norman Weiner, húsgagnasala, Lýður Ómar, flugmaður, búsettur í Keflavík, kvæntur Guðlaugu Jóhannsdóttur, Ragn- heiður stundar verzlunarstörf á Kefla- víkurflugvelli, býr hjá móður sinni, Jón Axel, stundar nám í endurskoðun, kvæntur Brynju Sigfúsdóttur, þau búa í Reykjavík, og yngst er Guðrún Dóra, nemandi í Verzlunarskóla íslands, til heimilis hjá móður sinni. (Tvö síðast- töldu börnin eru ættleidd barnabörn). Einn son átti Steindór áður en hann kvæntist. Hann heitir Sigurður og ólst hann upp á Akureyri hjá móður sinni, Sigríði Guðmundsdóttur, en fluttist suð- ur til föður síns eftir að hann var upp- kominn. Hann býr í Keflavík, starfar á vegum íþróttabandalags Keflavíkur og er kvæntur Sigríði Marelsdóttur. öllum þessum börnum sínum var Stein- dór ástríkur faðir, og svo umhyggju- samur að af bar. Og stórt og hlýtt var rúmið, sem bamabömin áttu í hjarta hans. Þar áttu þau auðvitað öll jafnan hlut að máli, en af eðlilegum ástæðum mun þó Steindór litli, nafni hans, sonur Ragnheiðar, hafa staðið honum allra næst, af því að hann dvaldist alla tíð á heimili afa síns og ömmu. Hjónaband þeirra Steindórs og Guð- rúnar var einstaklega farsælt og gott. Steindór ver umhyggjusamur heimilis- faðir, Guðrún frábær húsmóðir. Þau vom sannir höfðingjar heim að sækja. Hlýtt var viðmót og fádæma rausn voru þeim báðum eðlislægir eiginleikar. Það geta allir borið um, sem eitthvað þekktu til að Austurgötu 16. Þangað var gott að koma, og gott var þar að dvelja, um- vafinn þeirri hjartanlegu hlýju, sem þau hjónin bæði — og börnin öll — bjuggu yfir yfir í svo ríkum mæli. í Keflavík stundaði Steindór fvrst al- menna daglaunavinnu. En áður en lang- ir timar liðu var hann ráðinn verkstjóri 100 — FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.