Faxi

Árgangur

Faxi - 01.11.1975, Blaðsíða 9

Faxi - 01.11.1975, Blaðsíða 9
við byggingu verkamannabústaðanna, sem byrjað var að reisa við Faxabraut- ina. Á þeim árum tók hann mjög virkan þátt í félagsmálum, enda félagslyndur að eðlisfari, og mikill félagshyggjumað- ur. Hann átti sæti í síðustu hreppsnefnd Keflavíkur áður en bærinn fékk kaup- staðarréttindi, og í fyrstu bæjarstjórn? inni sat hann einnig. Hann var formaður byyggingamefnd- ar barnaskólans við Sólvallagötu, og framarlega stóð hann í flokki, þegar hafst var handa við byggingu sjúkra- hússins. Þá ber þess sérstaklega hér að geta, að hann var í málfundafélaginu Faxa, og traustur félagsmaður þar á þriðja áratug. Árið 1956 gerðist hann félagi í Rót- ary-klúbbi Keflavíkur, og ég hygg, að engum sé gert rangt til, þótt staðhæft sé, að klúbburinn hafi átt fáa heilli, áhugasamari og traustari félagsbræður innan sinna vébanda en Steindór Péturs- son. Eftir að Steindór lét af verkstjórn gerðist hann útgerðarmaður og hafði allmikil umsvif á þeim vettvangi um árabil. En árið 1958 seldi hann útgerðina og fór skömmu síðar að vinna hjá Is- lenzkum aðalverktökum á Keflavíkur- flugvelli. Fyrst var hann þar um eins árs skeið, en hvarf þá til annarra starfa. Sumarið 1960 réðist hann að nýju til Aðalverktaka og starfaði upp frá því sem eftirlitsmaður þar efra samfleytt síðustu 15 árin sem hann lifði. Um miðjan desember síðastliðinn veiktist Steindór alvarlega af hjarta- sjúkdómi. Hann náði sér þó furðu fljótt aftur, og svo virtist sem um varanlegan bata væri að ræða. Hann var byrjaður að vinna aftur, og allt benti til batn- andi heilsu. En svo veiktist hann að nýju i sumar, meðan hann dvaldist ásamt fjölskyldu sinni að að Krumshólum í Borgarfirði, sumardvalarheimili Rótarýfélaganna í Keflavík. Aftur lá leiðin hans inn á sjúkrahús og um tíma var honum vart hugað líf. En strax og honum fór að batna, vildi hann komast heim, því heima þráði hann alltaf og umfram allt að vera. Og enn vakti vonin um bata. En svo var það að morgni hins 19. ágúst. Hann var nývaknaður og setztur upp í rúmi sínu, er hann skyndilega hneig útaf aftur. Og frá því varð engu framar um þokað. Dagurinn var liðinn. Ævisólin sigin í dauðadjúpið. Hér hefur hin ytri lífssaga Steindórs Péturssonar verið lauslega rakin. En þó hefur fæst verið sagt af því, sem minn- ing hans vekur í mínum huga. Því það mun vart ofmælt, að í minu hjarta skip- ar hann þann sess, sem enginn annar heur gert — eða mun nokkru sinni gera. Þegar ég kom fyrst til Keflavíkur fyrir 23 árum, þeirra erinda að keppa um prestsembættið þar, þá opnaði Stein- dór og þau hjónin heimili sitt fyrir mér. Og alla tíð upp frá því hefur mér fund- ist sem Steindór væri ekki aðeins góður frændi minn, heldur miklu fremur sem minn annar faðir. Þannig reyndi ég hann, og þau hjónin bæði, í upphafi, og ávallt síðan. I Keflavík var fjölskyldan að Austurgötu 16 alla tíð fjölskyidan mín. Steindór Pétursson var góður dreng- ur, heilsteyptur, sannur og svo tryggur, að af bar. Við fyrstu kynni gat hann e.t.v. virzt dálítið hrjúfur, þegjandaleg- ur, jafnvel kuldalegur stundum. En það þurfti ekki löng kynni til þess að kom- ast að raun um, að þannig var Steindór ekki í raun og veru. Þvert á móti var hann hjartahlýr, viðkvæmur, oftast hýr í viðmóti, og í hópi góðra vin gat hann verið glaðastur allra. Þá lágu honum gamanyrðin létt á tungu. Og björtu, ei- lítið glettnisblöndnu gleðiblikin, sem oft ljómuðu í augum hans, eru eitt af því sem ekki gleymist. Skapmikill var Steindór, og gat verið þungur á bárunni, þegar því var að skipta. En réttsýni hans, góðvild og drengskapur voru þó alltaf þeir eigin- leikar, sem ristu dýpst, risu hæst og settu svipmót á skapgerð hans. Steindór var maður mjög vel gefinn, gjörhugull og skarpskyggn á menn og málefni. Tillögugóður var hann í hverju því máli, sem hann tók afstöðu til. Gott var löngum að leita til hans, þegar hjálpar eða vegsagnar var þörf, og hollt hans ráðum að hlíta. Þótt enn mætti ótalmargt um Stein- dór segja, þá skal nú senn staðar numið. Aðeins skal hér við bætt — og undir- strikað, að sjálfur mun ég alltaf geta, hvað Steindór Pétursson snertir, heim- fært til hans þessi fleygu og alkunnu orð: „Þá minnist ég hans, er ég heyri góðs manns geti8. Svo reyndi ég hann í öllum hlutum." Með þeim orðum vil ég innsigla minn- ingu elskaðs vinar, frænda og velgjörð- armanns, um leið og ég sendi háaldraðri móður, eiginkonu, börnum, tengdaböm- um, bamabömum, systkinum og venzlafólki öllu innilega samúðarkveðju mína og fjölskyldu minnar. Verið öll góðum Guði falin, elskulegu vinir, og hans styrku föðurhendi studd — í bráð og lengd. Björn Jónsson. Kveðja frá vinum Vinir heilsast, vinir kveðja, Þú varst heill í hverju máli, valt er líf um tímans höf. hik og efi — var ei til. Sorg og gleði saman vefjast Fremstur æ í félagsstarfi, sæla og tár frá vöggu að gröf. frá þér lagði sannan yl. Þannig vorar liggja leiðir Gladdist ef að góðum málum lýsir fyrsta árdagsskin. græddist líf og blessun sönn. Eitt hið bezta í okkar lífi Iðjusemi og sannur vilji er að hitta góðan vin. sáust bezt í dagsins önn. Vinarbros og vinarhugur Minningarnar margar ljúfar verma bæði líf og sál. merla skini um sorgarrann. Þannig varstu vinum þínum, Þín nú vinur sárt er saknað, vammlaus og svo laus við tál. seint við bætum missi þann. Marga stund til gagns og gleði Stíg þú heill á ljóssins landi, gengum við — í sálum rík. lífið voryl til þín ber. Hugsunin gekk alltaf út á Vertu sæll og guð og gæfan, eitthvað fyrir Keflavík. góði vinur fylgi þér. Vinarkveðja. Kristín og Jóhann Pétursson. FAXI — 101

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.