Faxi - 01.10.1979, Blaðsíða 2
Jóhann Gunnar Jónsson
Vogarnir eru
vaxandi byggð
- Rætt við Jóhann Gunnar Jónsson,
sveitarstjóra
Áður en Reykjanesbrautin var steypt voru Vogar og Vatnsleysu-
ströndin í alfarleið. Tugir og hundruð ökutækja óku i gegnum byggð-
arlagið á degi hverjum. Gremja hreppsbúa varð því skiljanleg, þegar
yfirvöld ákváðu að steypti vegurinn yrði lagður frá Stapanum og bein-
ustu leið yfir heiðina, fjarri byggðinni. Mótmæli íbúanna gegn þessari
áætlun var ekki tekin til greina, svo að margir töldu að dagar Voganna
væru taldir og Vatnsleysustrandarinnar einnig. Um sinn virtist sem
þær hrakspár ætluðu að rætast. Fremur hljótt var um þennan hluta
Suðurnesjanna, hann var landið gleymda í samtíðinni, en margt fer
öðruvisi en ætlað er.
Vatmsleysustrandar- og Voga-
menn létu ekki deigan síga og hófu
að vinna skipulega að málefnum
sínum til að gera búsetu í hreppn-
um eftirsóknarverðari, og nú er svo
komið að mikil ásókn er í bygginga-
lóðir þar. Fólk hefur uppgötvað að
staðurinn hefur upp á margt að
bjóða, hann er miðsvæðis á milli
höfuðborgarsvæðisins og þéttbýlis-
ins á Suðurnesjum, með allt sitt
umfang. Náttúrufegurð er mikil,
með útsýni yfir Faxaílóa þar sem
sér til Snæfellsness á hægri hönd, en
Stapann, Njarðvíkurnar, Keflavík
og nágrenni á vinstri hönd. Þegar til
lands er litið blasir við Keilir og
Reykjanesfjallgarðurinn, ásamt
hrauninu í öllum sínum fjölbrevti-
leika. I dag eru Vogarnir vaxandi
byggð, þarsem menningin blómgv-
ast, ekki síður en í öðrum byggðar-
lögum á Suðurnesjum. Fyrir
skömmu var t.d. tekið i notkun
stórt og glæsilegt skólahús, en þess
er getið nánar á öðrum stað í
blaðinu, en í ferð okkar í sambandi
við vígslu skólans, hittum við að
máli Jóhann Gunnar Jónsson sveit-
arstjóra í Vogunum, og spjölluðum
við hann um rekstur sveitarfélags-
ins.
„Þegar ég hóf störf hérna, 1.
ágúst 1976, voru mörg verkefni í
framkvæmd, en það helsta var
holræsið. Aður voru öll hús tengd
þróm. Því verki er nú nærri því
lokið, ásamt því að búið er að end-
urnýja allar vatnsleiðslur sem voru
orðnar gamlar, en sveitarfélagið
yfirtók eignir vatnsveitufélag íbú-
anna og hefur endurnýjað þær
jafnhliða og holræsi voru lögð í göt-
urnar. Dagheimili fyrir börn hefur
verið sett á stofn, heilsugæslustöð,
þar sem læknar og hjúkrunarlið
kemur tvisvar sinnum í viku. I sam-
bandi við aðrar framkvæmdir má
geta þess að fyrsta skóflustungan
var tekin fyrir nýja barnaskólanum
árið 1976, en hann var tekinn í
notkun núna 30. sept., og er það
mikil breyting frá því sem áður var.
Örtröðin í gamla skólanum var
mikil, 100 börn á jafnmörgum fer-
metrum, í Brunnastaðaskóla. Nýi
skólinn er hins vegar 620 fermetrar,
svo að aðstaðan gerbreytist."
Búið að sækja um áður en
búið er að skipuleggja
Þegar við frá FAXA komum inn í
byggðarlagið eftir olíumalarlögð-
um afleggjaranum frá Reykjanes-
brautinni blöstu framkvæmdir víða
við, meðal annars á Hafnargötunni,
sem er aðalgata þorpsins og liggur
eins og nafnið bendir til í áttina að
bryggjunni.
„Einmitt í dag erum við að Ijúka
við að setja varanlegt slitlag, olíu-
möl, á Hafnargötuna, en hún var
undirbyggð á fyrra ári. Hún telst
vera þjóðvegur í þéttbýli og við
höfum þvi getað herjað út 25%
kostnaðar út úr Fjárveitinganefnd,
til framkvæmdanna," sagði Jóhann
Gunnar, „en af öðrum málum er
það að segja, að við erum að skipu-
leggja nýtt svæði hérna fyrir ofan
Keflavíkurveg. Ef allt gengur að
óskum er mjög líklegt að við
úthlutum lóðunum í vor, þar af eru
10 iðnaðarlóðir. Asóknin er mikil í
lóðirnar. Þótt viðséum ekki komnir
nema rétt á teikniborðið með
skipulagið, er þegar farið að senda
inn umsóknir, þar af þrjár
iðnaðarlóðir, t.d. einn úr Hafnar-
firði. Landeigendur áttu allar lóðir
hér áður, en svo var Stóru-
Vogalandið keypt, sem var mjög
mikil framsýni, en við erum búnir
að byggja það allt upp."
Bátarnir verða að leita
annað, ef eitthvað
er að veðri
Eins og flest önnur byggðarlöger
hreppurinn háður fjárveitingavald-
inu að miklu leyti með verkefni sín.
1 .—10. hvers mánaðar geta sveitar-
félögin lagt fram óskalista sina við
Fjárveitinganefnd, og Vogamenn
eru ávallt með sín blöð þar á
borðum, því mörgu vilja þeir miða
áfram í sínu sveitarfélagi.
„Við erum að reyna að herja út fé
til hafnarframkvæmda. Ófremdar-
ástand ríkir hér í þeim efnum. Ef
eitthvað er að veðri hafa þeir bátar
sem halda uppi atvinnunni í frysti-
húsunum orðið að leita annað. Við
munum halda áfram og Ijúka við
skólaframkvæmdirnar, þ.e.a.s.
ganga frá honum að utan og snyrta í
kringum hann. Einnig höfum við
áhuga fyrir því að byggja sundhöll,
eins og aðrir i kringum okkur og
þurfum því fjármagn."
Pólitíkin hefur aldrei
verið látin ráða
Tekjur og gjöld er atriði sem hver
sveitarstjóri verður að skoða gaum-
gæfilega í verkefnaþörfinni. Þótt
gjaldaliðirnir séu svipaðir hjá sveit-
arfélögunum, þá eru tekjumögu-
leikarnir ekki jafnir.
„Við erum langlægstir í reykja-
neskjördæmi á mann, eins og það er
reiknað út. Fyrirtæki eru svo fá hér
og margir sem sækja atvinnu út
dyrir byggðina. Við fáum því lítiðaf
aðstöðu- og fasteignagjöldum,"
sagði Jóhann Gunnar, „en fólkiðer
samhent hérna, - pólitikin ræður
aldrei í málefnum, - heldur samein-
ast menn um verkefnin og ávinn-
ingurinn af því er óðum að koma í
ljós. Samstarf við hreppsnefndar-
mennina hefur verið mjög gott, eins
og með öllu fólkinu, og því sýnist
mér að framtíðin geti verið björt hjá
okkur hérna.“
Lífsskilyrði að auka vinnu
í byggðarlaginu
1 framhaldi af þessu inntum við
eftir því hvaða fyrirtæki séu starf-
andi í Vogunum.
„Ber þá fyrst að nefna Magnús
Agústsson með fyrirtækið Valdi-
mar, sem er lítið frystihús og söltun-
araðstaða, gamalgróið fyrirtæki.
Vogar hf. er annað fyrirtæki sem nú
er í eigu þeirra Höskuldarkots-
bræðra úr Njarðvík, en þeir keyptu
það af Jóni Benediktssyni. Fullur
kraftur er ekki kominn í reksturinn,
en vonir standa til að úr rætist á
næstunni, en þetta er stærsta fyrir-
tækið í Vogunum. Einnig er hérna
litið frystihús, smátrilluútgerð, tals-
verð grásleppuveiði. Tveir stærri
bátar, Agústarnir, um 100 tonna
skip. Fyrirtækið Vogar á Mánatind,
250 tonna, og Keili sem er um 160
tonn. Fyrir okkur Vogamenn er
það alveg lífsskilyrði að skapa fólki
vinnu í byggðarlaginu, með aukn-
um fiskiðnaði og setja á stofn þjón-
ustuiðnað, sem vantar svo til alveg,
því dýrt er að þurfa að sækja út
fyrir byggðarlagið."
Iðnaður og húskapur
Gunnar upplýsir okkur um það,
að vísir sé kominn að bifreiðaverk-
stæði í Vogunum, starfrækt af
ungum manni, sem búinn er að vera
þar í hálft ár og skapa þjónustu.
Hann er einn af þeim sem sækir um
nýju lóðirnar og þá auðvitað fyrir
bifreiðaverkstæði.
„Svo rekur einn trésmiður sitt
verkstæði í kjallara, en kemur
væntanlega til með að hasla sér völl
í nýja hverfinu, ásamt fleirum. Ekki
má svo gleyma búskapnum. Tveir
bændur eru á Ströndinni og nokkrir
aðrir sem hafa það sem aukagrein, -
tómstundabúskap, - Sæmundur á
Vatnsleysu, en hann er stórtækur
bæði með útgerð og búskap. Á
Kálfatjörn og Brunnastöðum lifa
menn eingöngu af búskapnum."
Förum að fá árganga
í heil kapplið
„Jú, félagslíf er mjög mikið
hérna," svarar Jóhann Gunnar
FAXl- 2