Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.1979, Blaðsíða 14

Faxi - 01.10.1979, Blaðsíða 14
lega starf sveitarstjóra, Gunnars Jónssonar. Vafasamt er að við værum hér samankomin í dag til að taka þetta hús í notkun, ef ekki hefði komið til hans óvenjulegi Magnús Ágústsson dugnaður og áhugi til að koma þessu máli i gegn. Svo vil ég þakka öllum þeim mörgu, sem hér hafa á liðnum árum haldið uppi fræðslu. Kcnnurum og skólastjórum, sem kennt hafa við barnaskólann í Brunnastaðahverfinu og skólanum á Vatnsleysu. Það hefur oft verið erfitt að komast á milli og halda uppi fullri kennslu, en þetta tókst með mikilli þrautseigju og dugn- aði. Góðir gestir, ég óska öllum hreppsbúum innilega til hamingju með þetta hús og allt það starf, sem hér á að vinna, ungum nemendum óska ég til hamingju og vona að hingað sæki þau þroska til að byggja sitt lifsstarf á. Skólastjóra og kennurum vil ég óska alls góðs í þessu húsi. Það verður mikil breyting að koma hér og kenna í þessum glæsilegu stofum. Heill og hamingja fylgi starfi ykkar. Ræða Jóhanns Gunnars Jónssonar: Nemendur fá núna sómasamlega aðstöðu Jóhann Gunnar, sveitarstjóri, efhendir Jóni Guðnasyni lyklana að nýja skólanum Heimafólk, góðir gestir. Ég sem sveitarstjóri i Vatnsleysu- strandarhreppi er glaður í hjarta mínu í dag, ég er glaður að sjá þriggja ára þrotlaust starf bera ávöxt með vigslu Stóru-Vogaskóla, ég er glaður að vita til þess að skólastjóri, kennarar og nemendur, sem búið hafa við hvað versta aðstöðu í Reykjaneskjördæmi, skulu nú fá sómasamlega aðstöðu með tilkomu þessarar byggingar. Skólastjóri, kennarar og bílstjóri okkar, Kópur, sem hér hafa starfað síðan ég tók við sveitarstjórastarfi, skiluðu sínu hlutverki vel i Brunna- staðaskóla og veit ég að nú fá þeir enn betur að njóta sín í Stóru-Voga- skóla, og það er gleðilegt að þetta skuli bera upp á barnaári. Starf mitt sem sveitarstjóri Vatns Ingibjörg Erlendsdóttir afhenti skólanum að gjöf málverk af Viktoríu Guðmundsdóttur. Gefendur voru gamlir nemendur Viktoríu. Fjölmenni var við vígslu skóians leysustrandarhrepps má segja að sé jafngamalt þessu húsnæði, eða röskra þriggja ára, og það hefur verið mikil lífsreynsla fyrir mig að takast á við þetta verkefni, og hefði það aldrei tekist nema með sam- stilltu átaki þeirra fjölmörgu sem þar hafa lagt hönd á plóginn. Á slíkri stundu kemst ekkert annað að en þakklæti til þeirra aðila sem hér eiga hlut að máli, verka- menn og verkstjóra hreppsins, vörubílstjóra, Jóhannesar Hannes- sonar, iðnaðarmanna, starfsmanna byggingadeildar menntamálaráðu- neytisins, hönnuða, þingmanna, peningastofnana, SÍS, Kaupfélags Suðurnesja og allra annarra, sem hefur orðið að leita til vegna þess- arar byggingar, og ekki síst til skólastjóra, sem verið hefur formaður byggingarnefndar, en nefndin hefur verið mjög virk, og flyt ég henni þakklæti mitt. Hreinn skólastjóri hefur haft um- sjón með skólabyggingunni á loka- stigi hennar, og ég held að ég halli ekki á neinn þó ég segi að áhugi hans fyrir þessu verki hafi flutt fjöll, og hann oft sparað töluverða fjárhæð fyrir sveitarfélagið með sinni útsjónarsemi. Eg vil þakka gefendum myndar- innar af Viktoríu sem hér hefur verið allijúpuð, Umf. Þrótti, Patr- iciu Hand, Lionsklúbbnum Keili, gefanda skrifborðs skólastjóra, sem María Finnsdóttir gefur eftir mann sinn Árna Kl. Hallgrimsson, sem var fjölda ár formaður skólanefnd- ar, og kvenfélaginu, sem f'yrir utan gjöf sína til skólans, sjá hér um kaffiveitingar. Ég vil þakka þeim gestum sem hér hafa tekið til máls fyrir þeirra orð. Að endingu vil ég biðja Jón Guðnason, formann skólanefndar, að taka hér við lyklavöldum að skól anum frá hreppsnefnd, en áður en það gerist vil ég tilkynna öllum við- stöddum, að þegar gestir okkar hafa skoðað skólahúsið verða kaffi- veitingar bornar fram i samkomu- húsinu Glaðheimum. FAXI - 14

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.