Faxi - 01.07.1980, Page 19
M/B ÓLAFUR MAGNÚSSON, GK 520. Myndin ertekiner
báturinn var á siglingu undan garðskaga, á leið norður fyrir
land, til Austfjarða. Myndina tók Ólafur Ingvarsson, er þá
var háseti á m/b Úðafossi, en Úðafoss var samskipa m/b
Ólafi til Austfjaröa til veiða þar þetta sumar.
ísafirði. En þegar við komum til
Siglufjarðar að tveim dögum
liðnum, þá vildu þeir ekki kaupa
kolann þar, svo við héldum
þaðan fljótlega eftir hádegið á
leið til ísafjarðar.
Þegar við erum komnir á móts
við Horn, um dimmumótin, þá
skellur hann á meö norð-austan
rok og blindbyl, svo viðfórum að
gera klárt á dekkinu, létum allt
lauslegt niður í lest og negldum
aftur lestarlúgurnar og lúkars-
kappann, og þar voru þeirniðri í
lúkar, Þórarinn og piltur frá
Seyðisfirði, sem var með okkur
suður, en hann hafði komið á
bátinn fyrir austan. Sigurjón
Kristjánsson fór af bátnum og
varð þar eftir vegna veikinda.
Svo var veðrið hart, ofsarok og
blindbylur, að við urðum að
keyra upp í sjó og vind alla
nóttina. Allir gluggar á stýris-
húsinu voru opnir, þvi sjórinn
hafði brotið allar rúðurnar.
Lunningin að aftan, hekkbog-
inn, fór allur i burtu, þegar brot-
sjóirnir gengu yfir bátinn. Allt
var Ijóslaust, því Ijósareimin
tolldi ekki ávegnableytu, þvísvo
mikill sjór rann niður í vélarrúm-
ið. Báturinn var alltaf á kafi í sjó.
ísjakar sem
hæstu hús
Við Albert stóðum við stýrið
alla nóttina og skiptumst á
hálfrar stundar vöktum og Sig-
urður vék aldrei frá vélinni.
Þannig leið nóttin. En þegarbirti
blasti við okkur annarlegur og
óvæntur heimur. Umhverfis
okkur var allt umflotið ís. Þar
voru stórir og smáir ísjakar, svo
langt sem augað eygði, sumir
háir sem hæstu hús.
Frammi á hádekki höfðum við
gengið frá legufærunum, ankeri
og lið af keðju eins vel og kostur
var á, bundið allt niður með vír.
Þetta var allt farið fyrir borð, en
hékk þó á vírnum við spilið. Það
fyrsta sem við urðum að gera,
þegar bjart var orðið, var að
höggva frá okkur legufærin. Ég
náði í öxi og ætlaði út á dekk, en
þá kallaði Albert og sagði: ,,Þú
ferð ekki út á dekk, þú átt konu
Veiðarfæraþjónusía
Tökum síldamætur til viðgerða.
Uppsetningar og viðgerðir á trollum og netum.
Tökum fiski- og humartroll til geymslu og viðgerðar.
Víraþjónusta
Þrykkjum augu á vír frá 8-28 mm sverleika
með öruggri pressu.
Ávallt fyrirliggjandi vír og tóg af flestum stærðum.
Útbúum hvers konar
virleggi og stroffur
af öllum gerðum.
Fullkomnari þjónusta
með föstum viðskiptum.
NETAGERÐIN NETANAUST
i Básvegi 1, Keflavík, sími 32751
og börn heima. Ég fer sjálfur".
Og hann bað mig að taka við
stýrinu. ★)
Þegar við vorum loksins lausir
við legufærin, fórum við að
reyna að koma okkur út úr
ísnum. Það tók okkur allan dag-
inn. En þegar við vorum loks
lausir við ísinn, þá var sjólagið
svo slæmt. Það voru brotsjóirog
ekki hægt að snúa bátnum
undan fyrr en eftir langan tíma,
en þá héldum við til Dýrafjarðar
því þangað var styst. Svo langt
hafði okkur hrakiö í ofviðrinu.
Við komum þangað daginn eftir.
Þar fengum við olíu og mat.
Vorum við þar um nóttina, et«.
lögðum af stað til Reykjavíkur
snemma daginn eftir. í Reykja-
vík ætluðum við að selja kolann,
en það var ekki hægt, hann var
farinn að skemmast. Við fórum
svo suður til Keflavíkur daginn
eftir og þar fleygðum við kolan-
um við legufæri bátsins.
Svona fór sjóferð sú, þetta
sumar. Aflinn var tregur, en þar
við bættist, að við fengum ekk-
ert greitt fyrir það sem aflaðist,
nema það sem við tókum út fyrir
austan, rétt það nauðsynleg-
asta, mat, olíu og ís, því þeir urðu
gjaldþrota eftir sumarið, sem
keyptu fiskinn.
Heimferðinni var lokið eftir
um viku minnisstæða siglingu
frá Seyðisfirði, norður- og
vestur fyrir landið. Allan þennan
tíma höfðum við aldrei getað
látið vita af okkur, fyrr en við
komum til Dýrafjarðar, því þá
voru talstöðvar ekki komnar í
bátana.
Erlendur Jónsson
SKIPVERJAR Á M/B ÓLAFI MAGNÚSSYNI:
Albert Ólafsson,
skipstjóri
Erlendur Jónsson,
stýrimaður
Siguröur Gislason,
vélstjóri
Þórarinn Kristinsson,
háseti
★) Þegar ég leitaöi eftir mynd hjá
Sigurði Gíslasyni, sem var vélstjóri á
m.b. Ólafi Magnússyni í þessari ferð,
og ég las fyrir honum ofanskráða
frásögn Erlendar, þá sagði hann
þetta:
,,Það er rétt, þar sem sagt er frá
því, þegar Albert vildi sjálfur fara til
þess að höggva legufærin frá.
Erlendur fór að stýrinu, en kallaði
siðan til mín og bað mig að taka stýr-
ið, sem ég geröi. Erlendur fór siðan
fram á dekk til Alberts og unnu þeir
síðan báðir að því að höggva legu-
færin frá. En um það bil er þvi var
lokið, gekk brotsjór yfir bátinn."
Sagði Sigurður að um tíma hefði
hann talið tvísýnt að hann sæi þá
Albert og Erlend aftur. Þeir hefðu um
tíma alveg horfið í brotsjóinn, sem
þá gekk yfir bátinn.
R.G.
FAXI - 99