Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.10.1999, Qupperneq 7

Faxi - 01.10.1999, Qupperneq 7
■j FAXI (IklííliiM' l!l!l!l Þessar sögufrægu reiptogs-viður- eignir Keflvíkinga og Reykvíkinga voru háðar árið 1936. Tildrögin voru þau að í maí kom Glímufélagið Ar- mann úr Reykjavík til Keflavíkur og hélt þar rnikla íþróttasýningu; meðal annars sýndu fjórir flokkar leikfimi, glíma var háð, keppt í frjálsum íþrótt- um, hnefaleikum og sýndar aflraunir. Ekki vitum við nú hvort heirna- mönnum þótti aflraunir Armenning- anna eitthvað mélkisulegar en hitt er víst að þarna var fastmælum bundið að lið úr Keflavík skyldi etja kappi við lið Armenninga á tilsettum stað og tíma. Leikurinn fór síðan fram á Mela- vellinum í Reykjavík hinn 27. maí og var lokaatriöið á íþróttasýningu Ar- ntanns. Að þessi sinni skildu liðin jöfn. Afram skyldi haldið uns annað liðið stæði uppi sem sigurvegari. Á íþrótta- sýningu á sarna stað hinn 21. júní mættust reiptogarar í annað sinn. Þetta j var merkisdagur þar sem m.a. fór fram Islandsglíman á Melavellinum og sjálfur kóngurinn var meðal áhorf- enda. Reiptogseinvígið var síðasta at- riðið á dagskránni og þess trúlega beð- ið með töluverðri óþreyju, a.m.k. í Keflavík þar sem íbúarnir sátu sem límdir við útvarpstæki sín. Ljóst er af lýsingum að þessi sögufrægi leikur hefur verið engu minna spennandi en bestu kappleikir á okkar dögunt. Fer best á að íþróttafréttamenn fyrri tíma taki nú við; Alþýðublaðið sagði frá viðureigninni með svofelldum orðum: „Síðast fór fram reiptog milli Reyk- víkinga og Keflvíkinga, og höfðu ver- ið valdir miklir kraftajötnar frá hvor- . um stað. Akkerismenn voru frá Kefl- víkingum Guðmundur Pálsson og frá Reykvíkinguni Sigurður Thorarensen. Leikstjóri var Erlingur Pálsson yfir- lögregluþjónn. I fyrstu atrennu unnu Keflvíkingar snarplega og á mjög skömmum tíma. í annarri atrennu liófu Kellvíkingar snarpa sókn og drógu Reykvíkinga, en þeir settu sig í vörn og mátti lengi ekki á milli sjá, hægt og fast drógu þó Reykvíkingar á Keflvíkinga og unnu sigur. Féllu þeir allir aftur á bak, því að Keflvíkingar slepptu kaðlinum snögglega, og er það óviðeigandi eða að minnsta kosti ekki fallegt í slíkutn leik. Þriðja lotan stóð lengi yfir, og var „spenningur“ í áhorfendum afskapleg- j ur. Keflvíkingar stóðu eins og fætur þeirra væru vaxnir ofan í völlinn, og herðarnar hnykkluðust undir peysun- l um. Reykvíkingar ætluðu ekki að láta sig, því nú voru úrslitaátökin, - loks fóru Keflvíkingar að hallast meira aft- ur á bak, en Reykvíkingar áfram - og nú misstu Reykvíkingarfótfestuna. KEFLVÍKINGAR UNNU Svo virtist, að Keflvíkingar væru nteira samtaka. Mannamunur í liði þeirra var sama sem enginn, en í liði Reykvíkinga var töluverður manna- munur.“ Varla þarf að efast um að þessurn fræknu íþróttagöipum hefur verið tek- ið nteð kostum og kynjunr þegar heirn var komið. 1 liðinu voru, eftir því sem næst verður komist, auk akkeris- mannsins Guðntundar Pálssonar, bræður hans Skúli og Axel, bræðumir Jóhann, Hreggviður og Þorsteinn Bergmann, Sigurbjörn Guðnason og Sigurður Guðmundsson. Keflvíkingar lifðu lengi á þessum atburðum. Því var það sent Árni Berg- mann ritstjóri hugsaði síðar þegar honum þótti hallað á Keflavík og Keflvíkinga: „[...] man nú enginn, að árið 1936 höfðu átta vaskir Keflvík- ingar unnið Reykvíkinga í reiptogi á Melavellinum rneðan öll þjóðin hlust- aði á Helga Hjörvar í útvarpinu?" Bjarni Guðmarsson; Lóa Þorkelsdóttir: Fáein þakkarorð til starfsfólksins á sjúkrahúsinu í Keflavík fyrir góða umönnun vina og vandamanna Sjúkrahús Keflavíkur og starfsfólk Frá þessu húsi merlar minning tær svo máttarsterk að ekkert nær að granda. Hér vakir fólk er sinnir sjúkra þörf og sveipar allt í ljúfum kærleiksanda. Já, fólkið sem hér gengur létt um gólf og græðir sárin - lætur blómin anga. Við mannlífs þarfir markar öll sín spor og mildum höndum strýkur þreytta vanga. Á tímans öldum berast vinir brott en blærinn kliðntjúkl strýkur yfir sviðið. Hér gekk ég oft í gleði bæði og sorg. Nú glitra perlur frá því sem er liðið. Því einmitt hérna áttu langa dvöl á ævikvöldi, móðir kær og faðir. Sú spurning síðan vefst í vitund mér hvort víða finnist slíkir griðastaðir. Og eitt er ljóst • sú auðna veittist þeint við endi dags að njóta skjóls og friðar og horfa yfir lífsins langa dal uns leiðin þraut og sólin seig til viöar. • I orðum fátæk er mín þakkargjörð þótt allt sé geymt í munans hljóða djúpi. En santhent lólk og sjúkrahúsið hér er sveipað fögrum morgunroða hjúpi. FAXI 55

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.