Faxi

Årgang

Faxi - 01.10.1999, Side 17

Faxi - 01.10.1999, Side 17
FAXI llklólier l!l!l!l en eitthundrað alþjóðlegir vísinda- menn, sérfræðingar í umhverfisrann- sóknum og tengdum málefnum, sam- an á ráðstefnu til að fjalla unt þessa spurningu. Það varð niðurstaðan að þrátt fyrir að hægt væri að afla mikilla upplýsinga úr umhverfinu með mæli- tækjum í gerfihnöttum þá bráðvantaði upplýsingar sem aðeins væri hægt að afla með mælingum á jörðu niðri. Það var því ljóst að Globe nemendur gætu lagl til nauðsynlegar upplýsingar. Jafnframt urðu menn sammála um að uppfylla þyrfti eftiifarandi skilyrði til að tryggja trúverðugleika mæling- anna: ♦ Færustu vísindamenn yrðu ábyrgir fyrir því að velja Globe mæligasvið og staðlaðar mæliaðferðir sem bæði myndu tryggja að nauðsyn- legar upplýsingar fengjust og að fram- kvæmd þeirra yrðu á færi skólanem- enda. (Globe er ætlað nemendum 6 - 18 ára en sumar mælinganna eru ein- ungis fyrir þau eldri.) ♦ Vísindamenn myndu sernja auð- skiljanlegar vinnureglur eða verklýs- ingar um Globe mælingar sem auðvelt væri að framfylgja. ♦ Haft yrði eftirlil með gögnum á öllum stigum mælinga. ♦ Globe nemendum yrði leiðbeint af kennurum sern hlotið hel'ðu þjálfum í að framfylgja Globe reglum um mælingar. 7600 SKÓLAR í 80 LÖNDUM Globe verkefnið hófst formlega á degi jarðarinnar þann 25. apríl 1995. A sl. fjórum árum hafa hafa alls um 7600 skólar í 80 löndum slegist í hóp- inn. Eins og áður sagði varð Globe verkefnið til í Bandaríkjunum og er starfsemin þar rekin með stuðningi al- ríkisstjórnarinnar, geimferðáætlunar Bandaríkjanna (NASA) og nokkurra lleiri stofnana. Á fimmta þúsund skól- ar í Bandaríkjunum eru þátttakendur í verkefninu en þegar skólar í öðrum löndum vilja gerast þátttakendur þá gerir viðkomandi land samning við Bandaríkin um það með hvaða hætti þálttökunni verði komið á. Alls liafa nú verið gerðir samningar við yfir 80 lönd og er Island þar á meðal. Um- sjónarmaður Globe á Islandi er Jó- hann Guðjónsson, kennari við Flens- borgarskóla í Hafnarfirði. HVAÐ ER MÆLT Eftirtaldir þættir eru uppistaðan í þeim umhverfismælingum sem í dag eru gerðar í Globe : Nemendur FS gera athuganir á gróðurþekju á holtinu við skólann. ANDRUMSLOFT/VEÐURFAR Lofthiti- hiti á mælingatíma auk hæsta og lægsta hita dagsins Skýjafar - skýjahula og skýjagerð Úrkoma - dagleg úrkoma, hvort heldur regn eða snjór. Sýrustig - til að skrá súrt regn VATNSMÆLINGAR Yfirborðshili vatns og gegnsæi (hversu tært það er) Samsetning yfirborðsvatns - sýru- stig, hörkustig, uppleyst súrefni, nítröt, rafleiðni og selta JARÐVEGUR RAKAINNIHALD Hitastig á mismunandi dýpi Eiginleikar - gerð, litur, samloðun, áferð, þéttleiki, kornastærð, sýrustig og frjósemi GRÓÐURÞEK.IA Lífríki - laufþekja, gróðurþekja á jörðu, hæð og ummál trjáa, tegundagreining Landþekja - hlutfall gróðurþekju Flokkun - gróðursamfélagið er flokkað eftir kerfi frá UNESCO (MUC) Þessar mælingar eru allar gerðar í nágrenni við viðkomandi skóla (innan 15 km) og fyrir gróðun'annsóknirnar eru þá valdir reitir sem eru 30 x 30 metrar að stærð og fara mælingamar fram eins og áður sagði eftir ákveðn- um reglum sem eiga að tryggja að þær séu framkvæmdar eins hvar sent um er að ræða í heiminum. Eins og sést á töflunni hér að ofan ættu þessar mæl- ingar að gefa góða mynd af helstu um- hverfisþáttum í næsta nágrenni við hvem skóla. STÓRKOSTLEGIR SAMSKIPTAMÖGULEIKAR Hin hraða útbreiðsla internetsins á sennilega hvað mestan þátt í þeirri undraverðu útbreiðslu sent Globe hef- ur hlotið á aðeins örfáum árum. Allar mælingar sem Globe nemendur fram- kvæma eru skráðar eftir ákveðnum reglum inná heimasíðu Globe : http://www.globe.gov. Mjög öflugur hugbúnaður sér síðan um að vinna úr upplýsingununt og getur síðan hver sem er nálgast þær upplýsingar og kynnt sér þær á margvíslegan máta. Nú þegar eru það fjölmargir vísinda- menn sem hafa getað nýtt sér þessar upplýsingar við rannsóknir. Þess utan er næsta víst að hinar reglubundnu mælingar og þær útkomur sem þær gefa auka þekkingu og skilning nem- endanna á umhverfinu. ÞATTTAKAISLENDINGA Vorið 1997 voru þrír kennarar send- ir á námskeið í Þýskalandi til að læra um Globe og öðlast réttindi til að kenna það öðrunt. Þá um haustið fór verkefnið af stað hjá Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Álftamýrarskóla í Reykjavík. Hjá Álftamýrarskóla fóru fram athuganir á veðri og einnig var vatnið í Tjörninni mælt. Hjá FS mældu nemendur flest alla þætti. Tveir nemendur úr FS tóku sumarið 1998 þátt í Evrópuráðstefnu urn Globe í Finnlandi. Þriðji skólinn, Öldutúns- skóli í Hafnarfirði, hefur og slegist í hópinn. Og nú fyrir skömmu fór ffarn í Álftamýrarskóla fyrsta Globe nám- skeiðið fyrir íslenska kennara. Nám- skeiðið var undir stjóm þeima Jóhanns Guðjónssonar, Þoivaldar Ö. Ámason- ar og Kristínar Axelsdóttur Globe kennara við Álftamýrarskóla og var kennslan að mestu á þeirra höndum. Meðal annara leiðbeinanda var Dr. Elissa Levine jarðvegssérfræðingur frá NASA og Freysteinn Sigurðsson sér- fræðingur á orkustofnun. Þátttakendur voru um fimmtán talsins hvaðaðæva af landinu og má því reikna með því að fljótlega Ijölgi þátttökuskólum hér- lendis. Verður rnjög forvitnilegt að fylgjast með framvindu verkefnisins í framtíðinni. HH FAXI 65

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.