Faxi - 01.10.1999, Qupperneq 22
FAXI OklóliiT 199»
i
i
Benedikt B. (iuðmundsson við eitt af skipsmódel þeim sem hann hefur sett saman. Þetta er Gutty Sark. Svona segl-
skip nefndust klipperskip. Þau þóttu hraðskreið og var Guttý Sark notuð til teflutninga milli Englands og austur-
landa einkum Kína. Ljósm. KAJ.
Að aldnir sjósóknarar drepi
niður penna er að mínu mati
allt of fátítt. Þess vegna var
það mér sérstakt ánægjuefni
þegar ég komst á snoðir um að
vinur minn og frændi Bene-
dikt B. Guðmundsson á slíkt til
í bland með annarri eljusemi
sinni. Nú var mér nokkur
vandi á höndum að nálgast
það ætlunarverk mitt að fá
hann til að fallast á að við hjá
Faxa fengjum frásöguþátt frá
hans hendi til birtingar í blað-
inu. Fljótlega gat ég nú kríað
út vandlega skrifaða örk en
fyrst í stað með því skilyrði
þó, að hans yrði ekki getið
sem höfundar.
Um síðir féllst hann þó á að ég
mætti geta hans að nokkru
varðandi það sem hér birtist
og þá ekki síst vegna þess að
hann vildi að það færi alls ekki
milli rnála að skipstjóri á m/b
Jóni Dan vetrarvertíðina 1942
hefði verið Axel Pálsson.
Einnig varð Benedikt fús til að
bæta í frásögnina nöfnum
skipsfélaga sinna sem allir
munu nú gengnir.
Á vetrarvertíðinni 1942 var ég há-
seti á m/b Jóni Dan GK 341, frá Vog-
um, sem var danskbyggður 22 tonna
bátur. Albert Bjamason og Axel Páls-
son voru með bátinn á leigu og hann
var gerður út héðan frá Kcllavík. For-
maður á bátnum var Axel Pálsson, sá
sómamaður.
Auk okkar voru í áhöfninni þeir
Herbert Eyjólfsson vélstjóri, Guðjón
Valdimarsson og aðkomumaður sem
kallaður var Tani.
Við fórum fyrsta róðurinn strax í
byrjun janúar. Það var ágætis veður og
vorum við að tala um hvað gott væri
að fá svona veður í fyrsta róðri. Við
lögðum af stað í róðurinn kl.l að
nóttu. Af því þetta var á stríðstímum,
var bannað að útvarpa veðurfregnum.
Þegar komið var á miðin var línan
lögð og allt gekk eins og best var á
kosið. Línan var látin liggja í tvo og
hálfan tíma og rétt fyrir klukkan átla
var ræst út til að fara að draga. Þá var
byrjað að kula á suðaustan og lljótlega
var komin hörkubræla. Þrátt fyrir
70 FAXI