Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.2007, Síða 5

Faxi - 01.05.2007, Síða 5
SillS Verslunarsögu Keflavíkur má rekja allt til upphafs 16. aldar. Þegar Danir settu einokunarverslunina a 1602 féll þá Keflavík í hendur Kaupmannahafn- ar- Þessi dönsku áhrif i verslun í bænum héldust svo alveg fram á 20. öld, þó svo að einokun- arverslunin hafi um síðir liðið undir lok. Einn þeirra dönsku kaupmanna sem stunduðu verslun 1 Keflavík var Peter Duus en hann og afkomend- Ur hans stunduðu þar verslun frá árinu 1848 til 1920. f þessari grein verður rakin saga Duus ætt- arinnar í grófurn dráttum. Peter Duus og Ásta Tómasdóttir Peter Duus kaupir verslunina í Keflavík 3. júní 1848 af Martin Smith sem hafði rekið þar verslun Uru árabil. Peter Duus var kvæntur Ástu Tóm- asdóttur Bech. Þau voru ung þegar þau kynntust 1 Reykjavík. Foreldrar Ástu bjuggu á Kjalarnesi, Ásta hafði búið lengi í Kaupmannahöfn þegar þau Peter Duus hittast. Þau giftu sig fljótlega og fóru til Kaupmannahafnar en stoppuðu ekki lengi þar því Peter bauðst verslunarstjórastaða í Reykjavík. Þaðan fara þau til Skagastrandar og síðan til Eyrarbakka Þar sem þau efnuðust vel. Þegar þau frétta að versl- Ullln í Keflavík var til sölu hafa þau trúlega verið fljót að grípa tækifærið, því þá var Keflavík stærsti Verslunarstaðurinn á suð-vesturlandi. Þegar þau kaupa verslunina eru fyrir í Keflavík tvær verslanir, Knudtzons verslun og Verslun Sveinbörns Ólafs- S0l1ai' (Miðverslun). Seinna kom Ziemsen, sem við Ratmveig L. Garðarsdóttir þekkjum sent Zientsen í Rvík. Kaupverð eignanna var 3.700 ríkisdalir. Ef miðað er við verkamanna- laun í þá daga og í dag, myndi eignin reiknast á kr. 19.824.000. Peter Duus og Ásta innleiddu ýmsar nýjungar í Keflavík t.d létu þau gera stóran matjurtagarð við íbúðarhús sitt og ræktuðu þar ýmsar káltegundir. Peter Duus og Ásta eignuðust 4 börn sem hétu, Hans Pétur, Lovísa Henrietta Florentina, Anna Guðrún og Lúðvík Tómas Henrik. Áfram reka þau verslunina með ntiklum rnynd- arbrag til ársins 1868 eða í 20 ár. Þóttu þau hin mestu sómahjón og segir Sr. Sigurður Sívertsen á Útskálum svo um Ástu: „Hún var mikill kvenskör- ungur. Mesta reglukona, stjórnssöm, utanhúss sem innan.“ Urn Peter Duus sagði Sigurður: „Hann var reglu- og atorkumaður, áreiðanlegur, stjórnsamur, vandaður húsfaðir og tápmikill." Hans Peter Duus og Kristjana Duus Árið 1868 taka við versluninni sonur þeirra Hans Peter, og tengdasonur Daníel Johnsen. Þeir ráku verslunina saman í 6 ár en þá kaupir Hans Peter Daníel mág sinn útúr fyrirtækinu. Hans Peter Duus kvæntist Kristjönu Sveinbjarn- ardóttur. Hún var dóttir Sveinbjarnar Ólafssonar sem var kaupmaður í Keflavík þegar Peter og Ásta korna hér fyrst. 15 ára aldursmunur var á Kristjönu og Hans Peter. Þegar þau taka við versluninni þá er Kristjana 24 ára en Hans Peter 39 ára. Kristjana var rnikil kjarnorkukona. Jón biskup Helgason frændi Hans Peters sagði að hún hafi verið „einstök mannkosta- og merkiskona" hann segir um frænda sinn Hans Peter að hann hafi ver- ið „einstakt valmenni sem öllum var hlýtt til sem FAXI 5

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.