Faxi - 01.05.2007, Blaðsíða 10
íslensks orkuiðnaðar og þar sem orkuiðnaðurinn er
í harðri samkeppni í heimi án landamæra verður nú
þegar að hefjast handa við að kanna með öflugum
hætti umfang og eðli háhitakerfanna grunnt og
djúpt. Á Hellisheiði og á Reykjanesi hefur nú verið
lagður grunnur að sérstökum auðlindagörðum
hvorum með sínu sniði og sínum sérstöku mögu-
leikum. Auðlindagarðurinn, vettvangur þar sem
fjöldi skyldra og óskyldra, hlutbundinna og óhlut-
bundinna auðlinda koma saman og eru samnýttar í
þéttriðnu auðlindaneti ber vott um nýhugsun með
sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Auðlindagarðurinn
í Svartsengi sýnir glöggt hversu frjósamur jarð-
vegur auðlindagarðs er, úr honum sprettur fjöldi
fjölbreyttra og nýrra hugmynda, nýrra afurða og
umfangsmikil og margþætt reynsla aflast, sem erfist
frá einni kynslóð til annarrar. Með auðlindagörð-
unum í Svartsengi, á Reykjanesi ogá Hellisheiði er
hafin ný tegund iðnvœðingar á íslandi, sem er um
margt mjög einstök. “
f slenskur háhitaiðnaður tekur á sig
mynd eldsneytisiðnaðar
Albert Albertsson segir að í hugtakinu og lífs-
mynstrinu sjálfbær þróun séu fólgin gildi virk til
mjög langs tíma a.m.k. nokkur hundruð ár.
„Tilgangur starfsemi Hitaveitu Suðurnesja hf.
með skýrum áfangavörðum stika því veg þróunar,
nýsköpunar og hagsældar a.m.k. eitthundrað ár
fram í tímann. Þetta leggur þær skyldur á herðar
Hitaveitunnar að hún skilgreini auðlindir sínar af
kostgæfni og skoði í kjöl eðli þeirra og umfang og
á hvern hátt unnt sé að samnýta þær. Þetta er ekki
hvað síst mikilvægt vegna þess að megin afurðir
Hitaveitunnar, heitt vatn, kalt vatn og rafmagn eru
frumþarfir einstaklinga, heimila og fyrirtækja nú og
í framtíð. Eldsneyti til að knýja alls konar farartæki
er orðin frumþörf í nútíma samfélagi. Algengasta
eldsneytið er sem kunnugt er kolvetni þ.e. samband
kolefnis, vetnis og súrefnis og er nærtækast að nefna
bensín og dieselolíu sem dæmi um algengt elds-
neyti. í háhitakerfunum felast ákveðnir möguleikar
til framleiðslu farartækjaeldsneytis. Þeim mun
hærra sem hitastig í jarðhitageymunum er þeim
mun meiri möguleikar eru til þess að hagkvæmt
gæti reynst að framleiða vistvænt eldsneyti.“
Vetnisframleiðsla möguleg
„Áhugi Islendinga á vistvænum orkugjöfum
á borð við vetni, áhugi íslendinga á því að koma
á vetnisþjóðfélagi á Islandi, stofnun félaganna
Vistorku og Nýorku ásamt vetnisvagnaverkefni
félaganna hefur ótvírætt beint sjónum manna að því
með hvaða hætti íslendingar geti framleitt vetni á
vistvænan og hagkvæman hátt fyrir okkur sjálf og
til útflutnings. Hitaveita Suðurnesja hf á í háhita-
kerfunum gilda möguleika til framleiðslu vetnis og
annars vistvæns eldsneytis. Takist með djúpbor-
unum að sýna fram á vinnanlegan háhita við 400
- 600 °C aukast verulega líkur þess að Hitaveitan
geti framleitt vetni í verulegu magni á hagkvæman
hátt. Rætist sú ósk að unnt verði að nýta ylvolgan
kælisjó Reykjanesvirkjunar í einhvers konar líf-
massaeldi, sem útheimtir súrefni og jafnvel kolsýru
gæti virkjunin framleitt súrefni á hagkvæman hátt
með rafgreiningu þ.e.a.s. vatn væri klofið í vetni